Jón Arnór: Stóð mig að því að syngja með Bubba í upphitun Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. mars 2021 23:28 Jón Arnór Stefánsson var næststigahæstur Valsmanna í sigrinum á KR-ingum með tólf stig. vísir/hulda margrét Jón Arnór Stefánsson lék sinn fyrsta leik í búningi Vals á sínum gamla heimavelli, DHL-höllinni, í kvöld. Valsmenn unnu þá KR-inga, 77-87. Jón Arnór sagði tilfinninguna að spila á heimavelli KR sem leikmaður annars lið sérstaka en hann naut leiksins til hins ítrasta. „Þetta var svolítið skrítin tilfinning. Ég neita því ekki. Mikið af tilfinningum að koma hingað, keyra þessa leið sem maður hefur farið svo oft áður. Sjá þessi andlit og heyra KR-lagið. Ég stóð mig að því að syngja með Bubba í upphitun,“ sagði Jón Arnór léttur í lundu í samtali við Vísi eftir leikinn. „Þetta var ótrúlega skemmtilegt, mikill fiðringur í maganum og gaman að spila svona leik, hvað þá á móti félaginu þar sem maður ólst upp. Þetta var mjög skemmtilegur dagur í alla staði.“ Fannst við vera með þá Liðin héldu í hendur allt þar til í upphafi 4. leikhluta þegar Valsmenn náðu góðu áhlaupi. „Þetta var stál í stál bróðurpartinn af leiknum en einhvern veginn var tilfinningin eins og við værum með þá,“ sagði Jón Arnór. „Þegar þetta small leið okkur eins og við værum með þá þar sem við vildum. Við vorum vel undirbúnir fyrir leikinn, vorum með gott plan og framkvæmdum það vel. Þetta var frábær leikur og mjög mikilvægur sigur fyrir okkur.“ Jordan framúrskarandi og frábær liðsheild Jordan Roland hefur komið eins og stormsveipur inn í lið Vals og skoraði fjörutíu stig í kvöld. „Þetta er það sem okkur hefur vantað, að fá skorara sem breytir öllu fyrir okkur, tekur meiri pressu af liðinu og opnar möguleika fyrir marga aðra. Hann dregur athyglina að sér og þá þurfum við hinir að vera klárir að setja skotin ofan í,“ sagði Jón Arnór. „Vonandi verður bara gott jafnvægi þarna á milli. Þetta var eiginlega frábær leikur frá öllum í kvöld. Jordan var framúrskarandi og allir lögðu í púkkið. Það var frábær liðsheild sem skóp þennan sigur.“ Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Dominos-deild karla Valur Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: KR - Valur 77-87 | Fyrsti sigur Vals á KR á þessari öld Valur gerði góða ferð í DHL-höllina og vann KR, 77-87, í 14. umferð Domino‘s deildar karla í kvöld. Þetta var fyrsti sigur Valsmanna á KR-ingum í nákvæmlega 22 ár. Síðasti sigurinn kom í lokaumferð efstu deildar 11. mars 1999. 11. mars 2021 22:50 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Sjá meira
Jón Arnór sagði tilfinninguna að spila á heimavelli KR sem leikmaður annars lið sérstaka en hann naut leiksins til hins ítrasta. „Þetta var svolítið skrítin tilfinning. Ég neita því ekki. Mikið af tilfinningum að koma hingað, keyra þessa leið sem maður hefur farið svo oft áður. Sjá þessi andlit og heyra KR-lagið. Ég stóð mig að því að syngja með Bubba í upphitun,“ sagði Jón Arnór léttur í lundu í samtali við Vísi eftir leikinn. „Þetta var ótrúlega skemmtilegt, mikill fiðringur í maganum og gaman að spila svona leik, hvað þá á móti félaginu þar sem maður ólst upp. Þetta var mjög skemmtilegur dagur í alla staði.“ Fannst við vera með þá Liðin héldu í hendur allt þar til í upphafi 4. leikhluta þegar Valsmenn náðu góðu áhlaupi. „Þetta var stál í stál bróðurpartinn af leiknum en einhvern veginn var tilfinningin eins og við værum með þá,“ sagði Jón Arnór. „Þegar þetta small leið okkur eins og við værum með þá þar sem við vildum. Við vorum vel undirbúnir fyrir leikinn, vorum með gott plan og framkvæmdum það vel. Þetta var frábær leikur og mjög mikilvægur sigur fyrir okkur.“ Jordan framúrskarandi og frábær liðsheild Jordan Roland hefur komið eins og stormsveipur inn í lið Vals og skoraði fjörutíu stig í kvöld. „Þetta er það sem okkur hefur vantað, að fá skorara sem breytir öllu fyrir okkur, tekur meiri pressu af liðinu og opnar möguleika fyrir marga aðra. Hann dregur athyglina að sér og þá þurfum við hinir að vera klárir að setja skotin ofan í,“ sagði Jón Arnór. „Vonandi verður bara gott jafnvægi þarna á milli. Þetta var eiginlega frábær leikur frá öllum í kvöld. Jordan var framúrskarandi og allir lögðu í púkkið. Það var frábær liðsheild sem skóp þennan sigur.“ Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Dominos-deild karla Valur Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: KR - Valur 77-87 | Fyrsti sigur Vals á KR á þessari öld Valur gerði góða ferð í DHL-höllina og vann KR, 77-87, í 14. umferð Domino‘s deildar karla í kvöld. Þetta var fyrsti sigur Valsmanna á KR-ingum í nákvæmlega 22 ár. Síðasti sigurinn kom í lokaumferð efstu deildar 11. mars 1999. 11. mars 2021 22:50 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: KR - Valur 77-87 | Fyrsti sigur Vals á KR á þessari öld Valur gerði góða ferð í DHL-höllina og vann KR, 77-87, í 14. umferð Domino‘s deildar karla í kvöld. Þetta var fyrsti sigur Valsmanna á KR-ingum í nákvæmlega 22 ár. Síðasti sigurinn kom í lokaumferð efstu deildar 11. mars 1999. 11. mars 2021 22:50