Svali Björgvins var leikmaður Vals þegar ÍR tapaði síðast á Hlíðarenda Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. mars 2021 16:00 Pavel Ermolinskij, Kristófer Acox og Jón Arnór Stefánsson geta hjálpað Val að vinna ÍR á Hlíðarenda í fyrsta sinn síðan 1990. Vísir/Hulda Margrét Valsmenn hafa ekki unnið ÍR-inga á heimavelli sínum í meira en þrjátíu ár eða síðan í október 1990. Valsmenn taka á móti ÍR í kvöld í lokaleik þrettándu umferðar Domino´s deildar karla í körfubolta. Valsmenn hafa enn ekki unnið leik síðan að þeir urðu fullmannaðir því liðið hefur tapað báðum leikjum sínum eftir landsleikshlé, þeim fyrri með tólf stigum í Grindavík og þeim síðari með ellefu stigum á móti Stjörnunni í Garðabæ. Valsliðið situr nú í tíunda sæti og þarf að fara að vinna leiki ætli liðið sér að vera með í úrslitakeppninni í ár. Leikur Vals og ÍR hefst klukkan 20.15 og er sýndur beint á Stöð 2 Sport. Ætli Valsmenn að fá tvö stig á móti ÍR-liðinu í kvöld þá þurfa þeir að gera eitthvað sem leikmönnum félagsins hefur ekki tekist í meira en þrjá árartugi. ÍR-ingar hafa nefnilega unnið tíu síðustu leiki sína á Hlíðarenda í úrvalsdeild eða alla leiki undir Öskjuhlíðinni frá 30. október 1990. Tímabilið 1990-91 var sem dæmi Svali Björgvinsson, formaður Körfuknattleiksdeildar Vals, leikmaður Vals. Svali meiddist reyndar í leiknum á undan og var ekki með í umræddum leik eða meira á því tímabili. Sigurganga ÍR á Hlíðarenda hófst fjórum árum síðar, eða 13. nóvember 1994 með fimm stiga sigri, 81-86. Herbert S Arnarson skorað 43 stig fyrir ÍR í leiknum og Eggert Maríuson, einn aðstoðarþjálfara ÍR í dag var með 12 stig. Tveir leikir verða í beinni á Stöð 2 Sport því útsending frá leik Hauka og Njarðvíkur hefst klukkan 18.05. Strax á eftir leik Vals og ÍR verður síðan Domino´s Körfuboltakvöld á dagskrá þar sem farið verður yfir alla þrettándu umferðina. Síðustu leikir ÍR á Hlíðarenda í efstu deild : 15. janúar 2020: 10 stiga sigur ÍR (75-85) 8. febrúar 2019: 1 stigs sigur ÍR (82-83) 12. febrúar 2018: 6 stiga sigur ÍR (77-83) 7. febrúar 2014: 11 stiga sigur ÍR (79-90) 24. nóvember 2011: 7 stiga sigur ÍR (85-92) 28. nóvember 2022: 30 stiga sigur ÍR (85-115) 5. febrúar 1998: 5 stiga sigur ÍR (81-86) 7. janúar 1996: 20 stiga sigur ÍR (77-97) 16. febrúar 1995: 4 stiga sigur ÍR (82-86) 13. nóvember 1994: 5 stiga sigur ÍR (81-86) 30. október 1990: 6 stiga sigur Vals (96-90) Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Valur ÍR Dominos-deild karla Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Sjá meira
Valsmenn taka á móti ÍR í kvöld í lokaleik þrettándu umferðar Domino´s deildar karla í körfubolta. Valsmenn hafa enn ekki unnið leik síðan að þeir urðu fullmannaðir því liðið hefur tapað báðum leikjum sínum eftir landsleikshlé, þeim fyrri með tólf stigum í Grindavík og þeim síðari með ellefu stigum á móti Stjörnunni í Garðabæ. Valsliðið situr nú í tíunda sæti og þarf að fara að vinna leiki ætli liðið sér að vera með í úrslitakeppninni í ár. Leikur Vals og ÍR hefst klukkan 20.15 og er sýndur beint á Stöð 2 Sport. Ætli Valsmenn að fá tvö stig á móti ÍR-liðinu í kvöld þá þurfa þeir að gera eitthvað sem leikmönnum félagsins hefur ekki tekist í meira en þrjá árartugi. ÍR-ingar hafa nefnilega unnið tíu síðustu leiki sína á Hlíðarenda í úrvalsdeild eða alla leiki undir Öskjuhlíðinni frá 30. október 1990. Tímabilið 1990-91 var sem dæmi Svali Björgvinsson, formaður Körfuknattleiksdeildar Vals, leikmaður Vals. Svali meiddist reyndar í leiknum á undan og var ekki með í umræddum leik eða meira á því tímabili. Sigurganga ÍR á Hlíðarenda hófst fjórum árum síðar, eða 13. nóvember 1994 með fimm stiga sigri, 81-86. Herbert S Arnarson skorað 43 stig fyrir ÍR í leiknum og Eggert Maríuson, einn aðstoðarþjálfara ÍR í dag var með 12 stig. Tveir leikir verða í beinni á Stöð 2 Sport því útsending frá leik Hauka og Njarðvíkur hefst klukkan 18.05. Strax á eftir leik Vals og ÍR verður síðan Domino´s Körfuboltakvöld á dagskrá þar sem farið verður yfir alla þrettándu umferðina. Síðustu leikir ÍR á Hlíðarenda í efstu deild : 15. janúar 2020: 10 stiga sigur ÍR (75-85) 8. febrúar 2019: 1 stigs sigur ÍR (82-83) 12. febrúar 2018: 6 stiga sigur ÍR (77-83) 7. febrúar 2014: 11 stiga sigur ÍR (79-90) 24. nóvember 2011: 7 stiga sigur ÍR (85-92) 28. nóvember 2022: 30 stiga sigur ÍR (85-115) 5. febrúar 1998: 5 stiga sigur ÍR (81-86) 7. janúar 1996: 20 stiga sigur ÍR (77-97) 16. febrúar 1995: 4 stiga sigur ÍR (82-86) 13. nóvember 1994: 5 stiga sigur ÍR (81-86) 30. október 1990: 6 stiga sigur Vals (96-90) Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Síðustu leikir ÍR á Hlíðarenda í efstu deild : 15. janúar 2020: 10 stiga sigur ÍR (75-85) 8. febrúar 2019: 1 stigs sigur ÍR (82-83) 12. febrúar 2018: 6 stiga sigur ÍR (77-83) 7. febrúar 2014: 11 stiga sigur ÍR (79-90) 24. nóvember 2011: 7 stiga sigur ÍR (85-92) 28. nóvember 2022: 30 stiga sigur ÍR (85-115) 5. febrúar 1998: 5 stiga sigur ÍR (81-86) 7. janúar 1996: 20 stiga sigur ÍR (77-97) 16. febrúar 1995: 4 stiga sigur ÍR (82-86) 13. nóvember 1994: 5 stiga sigur ÍR (81-86) 30. október 1990: 6 stiga sigur Vals (96-90)
Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Valur ÍR Dominos-deild karla Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Sjá meira