„Klukkan gengur hérna í tvær mínútur og við vitum ekki hvernig staðan er“ Anton Ingi Leifsson skrifar 1. mars 2021 20:42 Einar Árni Jóhannsson þjálfar Njarðvík vísir/bára Einar Árni Jóhannsson var, eins og gefur að skilja, virkilega svekktur eftir tap gegn Þór Þorlákshöfn í Icelandic Glacial Höllinni í kvöld. Lokatölur 91-89, en heimamenn höfðu leitt með 10-15 stigum nánast allan leikinn. „Þetta er bara svekkjandi, við vorum að elta megnið af leiknum og 91 stig er bara helvíti mikið,“ sagði Einar Árni eftir tap kvöldsins. „Við hefðum getað gert margt miklu betur sóknarlega en það truflar mig meira hvað við vorum daprir í varnarleiknum.“ Það komu upp nokkur atvik í leiknum þar sem Einar átti nokkur vel valin orð við dómara leiksins, þar sem hann virtist ekki sáttur við þeirra ákvarðanir. „Ég sagði það við aðaldómarann að mér fannst ósamræmi að leikmaður hjá mér fái tæknivillu fyrir mótmæli á meðan að þrír leikmenn hjá heimaliðinu eru að garga á hann og kalla eftir villu. Ef þetta var tæknivilla á minn mann, fínt, hann þarf bara að hugsa um sitt, en það þarf að gilda það sama um alla en ekki bara einn, það er það sem ég var ósáttur við.“ Leikklukkan gekk í um það bil tvær mínútur þar sem staðan var röng, og Einar ræddi aðeins um það líka. „Klukkan gengur hérna í tvær mínútur og við vitum ekki hvernig staðan er, það er mjög óþægilegt. Vissulega var ekki skoruð karfa á meðan en við vorum bara að kalla eftir því að leikurinn yrði stoppaður og hlutirnir yrðu lagaðir. Ég veit að fólk gerir mistök og þetta fer ekkert með leikinn eða neitt svoleiðis. Ég hefði bara viljað sjá að leikurinn yrði stoppaður þannig það væri hægt að laga þetta. Það voru fjórar mínútur eftir og við vissum ekki hvernig staðan var, hvort við værum fimm stigum undir eða þremur eða sjö.“ Það er mjög þéttur pakki í deildinni í ár, en Einar hefur ekki áhyggjur af því að fjögur töp í seinustu fimm leikjum hafi of mikil áhrif á þeirra stöðu í deildinni. „Ég er ekki eins og þú að velta fyrir mér einhverju sem gerðist fyrir löngu síðan. Ég er bara að hugsa um daginn í dag og næsta leik. Maður er búinn að segja það í nánast hverju einasta viðtali að þetta er bara gríðarlega jöfn deild og við vorum að spila á móti liðinu sem hefur kannski verið heitast síðustu vikur. Það er engin skömm að hafa tapað fyrir þeim að þeirra heimavelli. Davíð og Emil, mínir gömlu félagar reyndust okkur erfiðir þegar þeir voru að búa til forskot og skutu boltanum vel. Ég er ekki að fara að hella mér í eitthvað svekkelsi lengur en bara Suðurstrandarveginn.“ Njarðvík spilar við KR á föstudaginn og Einar ræddi stuttlega um hann. „Það er bara recovery á morgun og við förum að skoða KR sem eru með gott lið og hafa verið að eflast með hverri vikunni og við verðum að bjóða upp á betri framistöðu en við gerðum í dag ef við ætlum að ná í sigur.“ Dominos-deild karla UMF Njarðvík Tengdar fréttir Leik lokið: Þór Þorl. - Njarðvík 91-89 | Naumur sigur Þórs Þórsarar unnu fjórða leik sinn í röð í Domino´s deildinni þegar Njarðvíkingar komu í heimsókn en þjálfarar Njarðvíkur hafa þjálfað Þórsliðið á síðustu árum. 1. mars 2021 19:59 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Sjá meira
„Þetta er bara svekkjandi, við vorum að elta megnið af leiknum og 91 stig er bara helvíti mikið,“ sagði Einar Árni eftir tap kvöldsins. „Við hefðum getað gert margt miklu betur sóknarlega en það truflar mig meira hvað við vorum daprir í varnarleiknum.“ Það komu upp nokkur atvik í leiknum þar sem Einar átti nokkur vel valin orð við dómara leiksins, þar sem hann virtist ekki sáttur við þeirra ákvarðanir. „Ég sagði það við aðaldómarann að mér fannst ósamræmi að leikmaður hjá mér fái tæknivillu fyrir mótmæli á meðan að þrír leikmenn hjá heimaliðinu eru að garga á hann og kalla eftir villu. Ef þetta var tæknivilla á minn mann, fínt, hann þarf bara að hugsa um sitt, en það þarf að gilda það sama um alla en ekki bara einn, það er það sem ég var ósáttur við.“ Leikklukkan gekk í um það bil tvær mínútur þar sem staðan var röng, og Einar ræddi aðeins um það líka. „Klukkan gengur hérna í tvær mínútur og við vitum ekki hvernig staðan er, það er mjög óþægilegt. Vissulega var ekki skoruð karfa á meðan en við vorum bara að kalla eftir því að leikurinn yrði stoppaður og hlutirnir yrðu lagaðir. Ég veit að fólk gerir mistök og þetta fer ekkert með leikinn eða neitt svoleiðis. Ég hefði bara viljað sjá að leikurinn yrði stoppaður þannig það væri hægt að laga þetta. Það voru fjórar mínútur eftir og við vissum ekki hvernig staðan var, hvort við værum fimm stigum undir eða þremur eða sjö.“ Það er mjög þéttur pakki í deildinni í ár, en Einar hefur ekki áhyggjur af því að fjögur töp í seinustu fimm leikjum hafi of mikil áhrif á þeirra stöðu í deildinni. „Ég er ekki eins og þú að velta fyrir mér einhverju sem gerðist fyrir löngu síðan. Ég er bara að hugsa um daginn í dag og næsta leik. Maður er búinn að segja það í nánast hverju einasta viðtali að þetta er bara gríðarlega jöfn deild og við vorum að spila á móti liðinu sem hefur kannski verið heitast síðustu vikur. Það er engin skömm að hafa tapað fyrir þeim að þeirra heimavelli. Davíð og Emil, mínir gömlu félagar reyndust okkur erfiðir þegar þeir voru að búa til forskot og skutu boltanum vel. Ég er ekki að fara að hella mér í eitthvað svekkelsi lengur en bara Suðurstrandarveginn.“ Njarðvík spilar við KR á föstudaginn og Einar ræddi stuttlega um hann. „Það er bara recovery á morgun og við förum að skoða KR sem eru með gott lið og hafa verið að eflast með hverri vikunni og við verðum að bjóða upp á betri framistöðu en við gerðum í dag ef við ætlum að ná í sigur.“
Dominos-deild karla UMF Njarðvík Tengdar fréttir Leik lokið: Þór Þorl. - Njarðvík 91-89 | Naumur sigur Þórs Þórsarar unnu fjórða leik sinn í röð í Domino´s deildinni þegar Njarðvíkingar komu í heimsókn en þjálfarar Njarðvíkur hafa þjálfað Þórsliðið á síðustu árum. 1. mars 2021 19:59 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Sjá meira
Leik lokið: Þór Þorl. - Njarðvík 91-89 | Naumur sigur Þórs Þórsarar unnu fjórða leik sinn í röð í Domino´s deildinni þegar Njarðvíkingar komu í heimsókn en þjálfarar Njarðvíkur hafa þjálfað Þórsliðið á síðustu árum. 1. mars 2021 19:59