Jeremy Lin segist hafa verið kallaður kórónuvírus í miðjum leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. mars 2021 10:00 Jeremy Lin fór í eitt tímabil til Kína en er nú að reyna að komast aftur inn í NBA-deildina. Getty/VCG Íslandsvinurinn Jeremy Lin henti fram sprengju í færslu á samfélagsmiðlum um helgina og þjálfari Golden State Warriors vill frekari rannsókn á málinu. Körfuboltamaðurinn Jeremy Lin vill ekki segja hver það var sem kallaði hann kórónuvírus í leik á dögunum en hann vildi vekja athygli á þeim kynþáttafordómum sem hann verður enn fyrir inn á körfuboltavellinum. Jeremy Lin spilar nú í G-deildinni sem er þróunardeild NBA og er hann leikmaður Santa Cruz Warriors, hliðarliðs Golden State Warriors. Jeremy Lin vakti heimsathygli á sínum tíma þegar hann sló óvænt í gegn með liði New York Knicks og hefur síðan gert samninga við Houston Rockets, Charlotte Hornets og Brooklyn Nets. Hann samdi síðan við kínverska liðið Beijing Ducks 2019 og spilaði með því í eitt tímabil. "Being a 9 year NBA veteran doesn't protect me from being called 'coronavirus' on the court."Jeremy Lin detailed the racism that he and other Asian Americans have experienced. #StopAsianHate(via @jlin7) pic.twitter.com/cBmHkOCSsn— ESPN (@espn) February 26, 2021 Lin vildi komast aftur í NBA-deildina en hann er orðinn 32 ára gamall. Lin ætlar nú að reyna að vinna sér sæti í NBA á ný með góðri frammistöðu í G-deildinni. Færsla Jeremy Lin á samfélagsmiðlum var um kynþáttaformdóma gegn Bandaríkjamönnum af asískum ættum eins og hann er sjálfur. Lin skrifaði að fólk af asískum ættum í Bandaríkjunum væri orðið langþreytt á því að heyra það að það yrði ekki fyrir kynþáttafordómum. „Þrátt fyrir að eiga að baki níu ár í NBA-deildinni þá ver það mig ekki fyrir að vera kallaður kórónuvírus í miðjum leik,“ skrifaði Jeremy Lin. Jeremy Lin sagði ekki frá því hver það var sem kallaði hann þetta og hefur heldur ekki viljað segja frá því þegar bandarískir blaðamenn hafa spurt hann út í það. The NBA G League is investigating Jeremy Lin's statements that he's been called "Coronavirus" during games, per @ShamsCharania pic.twitter.com/yUDY4MO0f2— Bleacher Report (@BleacherReport) February 27, 2021 Steve Kerr, þjálfari Golden State Warriors, vildi að NBA-deildin myndi rannsaka betur ásakanir Jeremy Lin. Jeremy Lin fór óvenjulega leið inn í NBA-deildinni en hann gafst aldrei upp þótt lítið hafi gengið framan af. Hann kom úr Harvard háskólanum og svaf meðal annars á sófa vinar síns til að halda draumnum gangandi. Tækifærið kom síðan hjá New York Knicks á 2011-12 tímabilinu. Hann er með 11,6 stig og 4,3 stoðsendingar að meðaltali í 480 leikjum í NBA-deildinni frá 2010 til 2019. .@JLin7 speaks out on racist attacks against the Asian community. pic.twitter.com/Ly2jJX3DTp— Bleacher Report (@BleacherReport) February 26, 2021 NBA Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Handbolti Króatar og Danir tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum Fótbolti „Þessi strákur er bara algjört grín“ Sport Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Enski boltinn Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Fótbolti Fleiri fréttir Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Sjá meira
Körfuboltamaðurinn Jeremy Lin vill ekki segja hver það var sem kallaði hann kórónuvírus í leik á dögunum en hann vildi vekja athygli á þeim kynþáttafordómum sem hann verður enn fyrir inn á körfuboltavellinum. Jeremy Lin spilar nú í G-deildinni sem er þróunardeild NBA og er hann leikmaður Santa Cruz Warriors, hliðarliðs Golden State Warriors. Jeremy Lin vakti heimsathygli á sínum tíma þegar hann sló óvænt í gegn með liði New York Knicks og hefur síðan gert samninga við Houston Rockets, Charlotte Hornets og Brooklyn Nets. Hann samdi síðan við kínverska liðið Beijing Ducks 2019 og spilaði með því í eitt tímabil. "Being a 9 year NBA veteran doesn't protect me from being called 'coronavirus' on the court."Jeremy Lin detailed the racism that he and other Asian Americans have experienced. #StopAsianHate(via @jlin7) pic.twitter.com/cBmHkOCSsn— ESPN (@espn) February 26, 2021 Lin vildi komast aftur í NBA-deildina en hann er orðinn 32 ára gamall. Lin ætlar nú að reyna að vinna sér sæti í NBA á ný með góðri frammistöðu í G-deildinni. Færsla Jeremy Lin á samfélagsmiðlum var um kynþáttaformdóma gegn Bandaríkjamönnum af asískum ættum eins og hann er sjálfur. Lin skrifaði að fólk af asískum ættum í Bandaríkjunum væri orðið langþreytt á því að heyra það að það yrði ekki fyrir kynþáttafordómum. „Þrátt fyrir að eiga að baki níu ár í NBA-deildinni þá ver það mig ekki fyrir að vera kallaður kórónuvírus í miðjum leik,“ skrifaði Jeremy Lin. Jeremy Lin sagði ekki frá því hver það var sem kallaði hann þetta og hefur heldur ekki viljað segja frá því þegar bandarískir blaðamenn hafa spurt hann út í það. The NBA G League is investigating Jeremy Lin's statements that he's been called "Coronavirus" during games, per @ShamsCharania pic.twitter.com/yUDY4MO0f2— Bleacher Report (@BleacherReport) February 27, 2021 Steve Kerr, þjálfari Golden State Warriors, vildi að NBA-deildin myndi rannsaka betur ásakanir Jeremy Lin. Jeremy Lin fór óvenjulega leið inn í NBA-deildinni en hann gafst aldrei upp þótt lítið hafi gengið framan af. Hann kom úr Harvard háskólanum og svaf meðal annars á sófa vinar síns til að halda draumnum gangandi. Tækifærið kom síðan hjá New York Knicks á 2011-12 tímabilinu. Hann er með 11,6 stig og 4,3 stoðsendingar að meðaltali í 480 leikjum í NBA-deildinni frá 2010 til 2019. .@JLin7 speaks out on racist attacks against the Asian community. pic.twitter.com/Ly2jJX3DTp— Bleacher Report (@BleacherReport) February 26, 2021
NBA Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Handbolti Króatar og Danir tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum Fótbolti „Þessi strákur er bara algjört grín“ Sport Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Enski boltinn Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Fótbolti Fleiri fréttir Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Sjá meira