Skoraði sautján stig í röð og snéri leiknum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. febrúar 2021 14:00 Sóllilja Bjarnadóttir skoraði 17 af 28 stigum sínum í þriðja hlutanum þegar Blikar snéru við leiknum. Vísir/Vilhelm Útlitið var ekki alltof bjart hjá kvennaliði Breiðabliks í gær eftir erfiðan fyrri hálfleik á móti KR. Þá kom fyrrum leikmaður KR-liðsins Blikum til bjargar. Blikinn Sóllilja Bjarnadóttir átti magnaðan þriðja leikhluta í Domino´s deildinni í körfubolta í gær þegar Breiðablik vann mikilvægan sigur á KR. Sóllilja skoraði alls 28 stig í leiknum en hún hitti úr 7 af 11 þriggja skotum sínum. Það var þó ótrúleg frammistaða hennar í þriðja leikhlutanum sem stóð upp úr. Sóllilja er uppalin hjá Breiðablik en spilaði í eitt tímabil með KR 2019-20 og í nokkur tímabil með Val. Nú er hún hins vegar í leiðtogahlutverki hjá Blikum og sýndi það heldur betur í gær. KR-liðið var níu stigum yfir í hálfleik, 32-23, og var komið ellefu stigum yfir í upphafi seinni hálfleiksins, 36-25. Skotkort Sóllilju Bjarnadóttur í þriðja leikhlutanum á móti KR.KKÍ Sóllilja Bjarnadóttir skoraði átta stig í fyrri hálfleiknum en tók svo leikinn yfir þegar Blikar snéri leiknum við með því að vinna þriðja leikhlutann 27-10. Sóllilja náði því að skora sautján stig í röð án þess að nokkur annar leikmaður á vellinum skoraði. Blikar voru 25-36 undir þegar hún byrjaði en 42-36 yfir þegar skotsýningunni lauk. Á þessum fjögurra mínútna kafla þá skoraði Sóllilja fimm þriggja stiga körfur og eina tveggja stiga körfu. Enginn annar skoraði körfu í fimm mínútur í leiknum því fyrstu stig KR eftir sýningu Sóllilju komu af vítalínunni. Þar var vel við hæfi að Sóllilja Bjarnadóttir fagnaði endurkomu áhorfenda með svona frammistöðu en pabbi og manna hennar, Bjarni Gaukur Þórmundsson og Sóley Ægisdóttir, voru bæði í stúkunni í Smáranum í gær. Skotsýning Sóllilju Bjarnadóttur á móti KR 24. febrúar 2021: KR 36-25 yfir í leiknum Tveggja stiga karfa frá Sóllilju (27-36) Þriggja stiga karfa frá Sóllilju (30-36) Þriggja stiga karfa frá Sóllilju (33-36) Þriggja stiga karfa frá Sóllilju (36-36) Þriggja stiga karfa frá Sóllilju (39-36) Þriggja stiga karfa frá Sóllilju (42-36) Blikar komnir 42-36 yfir í leiknum Dominos-deild kvenna Breiðablik Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Í beinni: Svartfjallaland - Ísland | Gætu fellt Svartfellinga Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Í beinni: Grindavík - Tindastóll | Hvernig koma liðin út úr hléinu? LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Sjá meira
Blikinn Sóllilja Bjarnadóttir átti magnaðan þriðja leikhluta í Domino´s deildinni í körfubolta í gær þegar Breiðablik vann mikilvægan sigur á KR. Sóllilja skoraði alls 28 stig í leiknum en hún hitti úr 7 af 11 þriggja skotum sínum. Það var þó ótrúleg frammistaða hennar í þriðja leikhlutanum sem stóð upp úr. Sóllilja er uppalin hjá Breiðablik en spilaði í eitt tímabil með KR 2019-20 og í nokkur tímabil með Val. Nú er hún hins vegar í leiðtogahlutverki hjá Blikum og sýndi það heldur betur í gær. KR-liðið var níu stigum yfir í hálfleik, 32-23, og var komið ellefu stigum yfir í upphafi seinni hálfleiksins, 36-25. Skotkort Sóllilju Bjarnadóttur í þriðja leikhlutanum á móti KR.KKÍ Sóllilja Bjarnadóttir skoraði átta stig í fyrri hálfleiknum en tók svo leikinn yfir þegar Blikar snéri leiknum við með því að vinna þriðja leikhlutann 27-10. Sóllilja náði því að skora sautján stig í röð án þess að nokkur annar leikmaður á vellinum skoraði. Blikar voru 25-36 undir þegar hún byrjaði en 42-36 yfir þegar skotsýningunni lauk. Á þessum fjögurra mínútna kafla þá skoraði Sóllilja fimm þriggja stiga körfur og eina tveggja stiga körfu. Enginn annar skoraði körfu í fimm mínútur í leiknum því fyrstu stig KR eftir sýningu Sóllilju komu af vítalínunni. Þar var vel við hæfi að Sóllilja Bjarnadóttir fagnaði endurkomu áhorfenda með svona frammistöðu en pabbi og manna hennar, Bjarni Gaukur Þórmundsson og Sóley Ægisdóttir, voru bæði í stúkunni í Smáranum í gær. Skotsýning Sóllilju Bjarnadóttur á móti KR 24. febrúar 2021: KR 36-25 yfir í leiknum Tveggja stiga karfa frá Sóllilju (27-36) Þriggja stiga karfa frá Sóllilju (30-36) Þriggja stiga karfa frá Sóllilju (33-36) Þriggja stiga karfa frá Sóllilju (36-36) Þriggja stiga karfa frá Sóllilju (39-36) Þriggja stiga karfa frá Sóllilju (42-36) Blikar komnir 42-36 yfir í leiknum
Skotsýning Sóllilju Bjarnadóttur á móti KR 24. febrúar 2021: KR 36-25 yfir í leiknum Tveggja stiga karfa frá Sóllilju (27-36) Þriggja stiga karfa frá Sóllilju (30-36) Þriggja stiga karfa frá Sóllilju (33-36) Þriggja stiga karfa frá Sóllilju (36-36) Þriggja stiga karfa frá Sóllilju (39-36) Þriggja stiga karfa frá Sóllilju (42-36) Blikar komnir 42-36 yfir í leiknum
Dominos-deild kvenna Breiðablik Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Í beinni: Svartfjallaland - Ísland | Gætu fellt Svartfellinga Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Í beinni: Grindavík - Tindastóll | Hvernig koma liðin út úr hléinu? LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Sjá meira