„Það þarf að undirbúa stelpurnar fyrir allan nautaskítinn sem bíður þeirra“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. febrúar 2021 11:01 Brynjar Karl Sigurðsson hefur þjálfað stelpnahópinn sem er til umfjöllunar í Hækkum rána síðan 2015. Körfuboltaþjálfarinn Brynjar Karl Sigurðsson hefur verið mikið milli tannanna á fólki eftir að heimildarmyndin Hækkum rána var frumsýnd í síðustu viku. Þar er fjallað um stúlknahóp sem hann hefur þjálfað undanfarin ár, fyrst hjá Stjörnunni, svo ÍR og loks Aþenu. Brynjar Karl var í löngu viðtali í útvarpsþættinum Harmageddon í gær. Þar ræddi hann meðal annars um gagnrýni Viðars Halldórssonar, prófessors í félagsfræði, á Hækkum rána og þjálfunaraðferðir hans. Brynjar Karl ræddi líka aðdraganda þess að hann fór að þjálfa stelpuhópinn sem er til umfjöllunar í Hækkum rána. Áður en hann byrjaði að þjálfa þær hafði hann aldrei þjálfað stelpur áður. „Ég byrja að þjálfa liðið 2015. Það var í fyrsta sinn sem ég þjálfa stelpulið. Ég var hættur afskiptum af þjálfun og það voru liðin um fjögur ár frá því ég hafði verið að þjálfa. Ég var ekkert mjög heillaður af þessu umhverfi sem stelpurnar bjuggu við og var heldur ekki hrifinn af því hvernig menn tókust á við áskoranir sem við er að glíma í stelpuboltanum,“ sagði Brynjar Karl. „Ég var mjög fljótur að sjá að það sem er öðruvísi við að undirbúa stelpurnar en strákana sem ég hafði þjálfað í 27 ár var að það þarf að undirbúa þær fyrir allan nautaskítinn sem bíður þeirra þegar þær eru orðnar eldri og komnar í meistaraflokk. Við erum að sjá alls konar hluti þar sem hallar á stelpur.“ Stelpurnar sem Brynjar Karl þjálfar hafa vakið athygli fyrir baráttu sína fyrir því að mega spila við stráka á Íslandsmóti. Stelpurnar hafi spilað við stráka á mótum á vegum félaganna og það hafi gert þeim gott. Strákarnir voru kennararnir „Það sem ég sá var að bætingarnar voru svakalegar, ekki bara í körfubolta. Ég hef ákveðna skoðun á því hvernig líkamstjáningin á að vera og menn eiga bera sig því mér finnst það vera myndbirting á því hvert viðhorfið er. Þær „downloaduðu“ gæjunum og strákarnir í raun og veru kenndu þeim þetta. Þeir voru kennararnir,“ sagði Brynjar Karl. Hann segist hafa verið hikandi við að byrja að þjálfa stelpur þangað til hann tók stökkið. „Fyrst við erum allir að skrifta er ég gömul karlremba í grunninn, fullur af fordómum og vildi aldrei koma nálægt stelpuboltanum því ég treysti mér ekki í það. Það var eitthvað við stelpuboltann sem ég var hræddur. Og sú hræðsla var á rökum reist. Ég er bara aðeins þroskaðari og með breiðara bak en ég var þá,“ sagði Brynjar Karl. Hann segir að mikill munur sé á umhverfinu og væntingum til stráka og stelpna og furðar sig á að þessu hafi ekki verið veitt meiri athygli. „Það eru gerðar miklu minni kröfur. Þær fá miklu meira hrós fyrir að gera minna. Það er oftar hlaupið inn á völlinn ef þær fara að gráta. Mig langaði að fá meira „aggression“ og sjálfstraust,“ sagði Brynjar Karl. Byrjaði í blótbindindi Meðal þess sem hefur vakið athygli við þjálfunaraðferðir hans er hvernig hann talar við stelpurnar. Hann er hvass og oft orðljótur en segir að það sé allt útpælt. „Ég er eins og sjóræningi í kjaftinum þegar ég er að þjálfa fullorðna fólkið. En fyrstu tvö árin sem ég þjálfaði þær fór ég í blótbindindi og hakaði við á hverjum degi, blótaði ekki í dag, og stóð mig alveg ótrúlega vel,“ sagði Brynjar Karl. „Þegar þær urðu aðeins eldri átta ég mig á því að það eru ákveðnir hlutir í umhverfinu sem þú þarft að breyta til að ná ákveðninni ákefð fram. Ég valdi orðin sem ég notaði. Þetta er allt undir stjórn. Ég nota góðu íslensku orðin eins og andskotans og helvítis og drullast. Ég gaf mér þessi orð. Ég hef lesið heilmikið í blótsfræðum. Það er mjög áhugavert.“ Stelpunum finnst þetta æðislegt Brynjar Karl segir að stelpurnar geti tekið gagnrýni án þess að verða litlar í sér. „Það er rosalegur aðdragandi að þessu. Og það sem fólk trúir ekki og fattar ekki er hvað ég er pældur í þessu. Fólk gefur mér það að ég sé bara einhver gæi sem mæti í gallabuxunum eftir vinnu og hendi mér í að þjálfa dóttur mína,“ sagði Brynjar Karl sem segist búa til aðstæður á æfingum, flughermi eins og hann kallar það, sem hægt sé að heimfæra á þeirra daglega líf og gera stelpurnar betur í stakk búnar til dæmis til að takast á við mótlæti. „Stelpunum finnst þetta æðislegt og líður rosalega vel í þessu. Svo eru rosalega margir hlutir sem ég tók eftir. Það voru mjög margir sem komu til mín, sérstaklega mæðurnar, og sögðu að þetta væri langdramaminnsti stúlknahópur sem ég hef séð.“ Hlusta má á allt viðtalið við Brynjar Karl í Harmageddon í spilaranum hér fyrir ofan. Íþróttir barna Harmageddon Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Handbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti Króatar og Danir tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum Fótbolti „Þessi strákur er bara algjört grín“ Sport „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Fótbolti Fleiri fréttir Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Sjá meira
Brynjar Karl var í löngu viðtali í útvarpsþættinum Harmageddon í gær. Þar ræddi hann meðal annars um gagnrýni Viðars Halldórssonar, prófessors í félagsfræði, á Hækkum rána og þjálfunaraðferðir hans. Brynjar Karl ræddi líka aðdraganda þess að hann fór að þjálfa stelpuhópinn sem er til umfjöllunar í Hækkum rána. Áður en hann byrjaði að þjálfa þær hafði hann aldrei þjálfað stelpur áður. „Ég byrja að þjálfa liðið 2015. Það var í fyrsta sinn sem ég þjálfa stelpulið. Ég var hættur afskiptum af þjálfun og það voru liðin um fjögur ár frá því ég hafði verið að þjálfa. Ég var ekkert mjög heillaður af þessu umhverfi sem stelpurnar bjuggu við og var heldur ekki hrifinn af því hvernig menn tókust á við áskoranir sem við er að glíma í stelpuboltanum,“ sagði Brynjar Karl. „Ég var mjög fljótur að sjá að það sem er öðruvísi við að undirbúa stelpurnar en strákana sem ég hafði þjálfað í 27 ár var að það þarf að undirbúa þær fyrir allan nautaskítinn sem bíður þeirra þegar þær eru orðnar eldri og komnar í meistaraflokk. Við erum að sjá alls konar hluti þar sem hallar á stelpur.“ Stelpurnar sem Brynjar Karl þjálfar hafa vakið athygli fyrir baráttu sína fyrir því að mega spila við stráka á Íslandsmóti. Stelpurnar hafi spilað við stráka á mótum á vegum félaganna og það hafi gert þeim gott. Strákarnir voru kennararnir „Það sem ég sá var að bætingarnar voru svakalegar, ekki bara í körfubolta. Ég hef ákveðna skoðun á því hvernig líkamstjáningin á að vera og menn eiga bera sig því mér finnst það vera myndbirting á því hvert viðhorfið er. Þær „downloaduðu“ gæjunum og strákarnir í raun og veru kenndu þeim þetta. Þeir voru kennararnir,“ sagði Brynjar Karl. Hann segist hafa verið hikandi við að byrja að þjálfa stelpur þangað til hann tók stökkið. „Fyrst við erum allir að skrifta er ég gömul karlremba í grunninn, fullur af fordómum og vildi aldrei koma nálægt stelpuboltanum því ég treysti mér ekki í það. Það var eitthvað við stelpuboltann sem ég var hræddur. Og sú hræðsla var á rökum reist. Ég er bara aðeins þroskaðari og með breiðara bak en ég var þá,“ sagði Brynjar Karl. Hann segir að mikill munur sé á umhverfinu og væntingum til stráka og stelpna og furðar sig á að þessu hafi ekki verið veitt meiri athygli. „Það eru gerðar miklu minni kröfur. Þær fá miklu meira hrós fyrir að gera minna. Það er oftar hlaupið inn á völlinn ef þær fara að gráta. Mig langaði að fá meira „aggression“ og sjálfstraust,“ sagði Brynjar Karl. Byrjaði í blótbindindi Meðal þess sem hefur vakið athygli við þjálfunaraðferðir hans er hvernig hann talar við stelpurnar. Hann er hvass og oft orðljótur en segir að það sé allt útpælt. „Ég er eins og sjóræningi í kjaftinum þegar ég er að þjálfa fullorðna fólkið. En fyrstu tvö árin sem ég þjálfaði þær fór ég í blótbindindi og hakaði við á hverjum degi, blótaði ekki í dag, og stóð mig alveg ótrúlega vel,“ sagði Brynjar Karl. „Þegar þær urðu aðeins eldri átta ég mig á því að það eru ákveðnir hlutir í umhverfinu sem þú þarft að breyta til að ná ákveðninni ákefð fram. Ég valdi orðin sem ég notaði. Þetta er allt undir stjórn. Ég nota góðu íslensku orðin eins og andskotans og helvítis og drullast. Ég gaf mér þessi orð. Ég hef lesið heilmikið í blótsfræðum. Það er mjög áhugavert.“ Stelpunum finnst þetta æðislegt Brynjar Karl segir að stelpurnar geti tekið gagnrýni án þess að verða litlar í sér. „Það er rosalegur aðdragandi að þessu. Og það sem fólk trúir ekki og fattar ekki er hvað ég er pældur í þessu. Fólk gefur mér það að ég sé bara einhver gæi sem mæti í gallabuxunum eftir vinnu og hendi mér í að þjálfa dóttur mína,“ sagði Brynjar Karl sem segist búa til aðstæður á æfingum, flughermi eins og hann kallar það, sem hægt sé að heimfæra á þeirra daglega líf og gera stelpurnar betur í stakk búnar til dæmis til að takast á við mótlæti. „Stelpunum finnst þetta æðislegt og líður rosalega vel í þessu. Svo eru rosalega margir hlutir sem ég tók eftir. Það voru mjög margir sem komu til mín, sérstaklega mæðurnar, og sögðu að þetta væri langdramaminnsti stúlknahópur sem ég hef séð.“ Hlusta má á allt viðtalið við Brynjar Karl í Harmageddon í spilaranum hér fyrir ofan.
Íþróttir barna Harmageddon Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Handbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti Króatar og Danir tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum Fótbolti „Þessi strákur er bara algjört grín“ Sport „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Fótbolti Fleiri fréttir Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Sjá meira