Hundrað prósent helgi hjá Álex Abrines Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. febrúar 2021 12:00 Alex Abrines fagnar hér þriggja stiga körfu í bikarúrslitaleiknum móti Real Madrid. Getty/Borja B. Hojas Barcelona leikmaðurinn Álex Abrines náði einstöku afreki þegar Barcelona tryggði sér sigur í spænska Konungsbikarnum i körfubolta í gær. Barcelona tryggði sér Konungsbikarinn í 26. sinn með því að vinna fimmtán stiga sigur á Real Madrid í úrslitaleiknum, 88-73. Börsungar hafa unnið þrisvar á síðustu fjórum árum. Bandaríkjamaðurinn Cory Higgins var valinn mikilvægasti leikmaður helgarinnar en hann var með 19 stig að meðaltali fyrir Barcelonaliðið. Það var aftur á móti frammistaða annars leikmanns sem kom honum í sögubækurnar. TREMENDO @alexabrines!!!!Primer jugador en TODA la historia que completa una #CopaACB con 100% de acierto en triples, en cuartos (3 de 3), en semis (3 de 3) y en la final (2 de 2).Y aún hay más: Abrines JAMÁS ha fallado un tiro de campo en un partido de #CopaACB (16 de 16) pic.twitter.com/M3JaS9IRV5— MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) February 14, 2021 Einhverjir þjálfarar hefðu kannski sett upp meira fyrir spænska landsliðsmanninn Álex Abrines sem klikkaði ekki á skoti fyrir utan þriggja stiga línuna alla helgina. Við erum ekki að tala um sniðskot eða vítaskot. Við erum að tala um skot fyrir utan þriggja stiga línuna. Barcelona liðið spilaði þrjá leiki á þremur dögum, átta liða úrslit á föstudegi, undanúrslit á laugardegi og loks úrslitaleikinn á sunnudegi. Álex Abrines tók þrjú þriggja stiga skot í sigrinum á Unicaja á föstudagskvöldið, þrjú þriggja stiga skot í sigrinum á TD Systems Baskonia í undanúrslitunum og loks tvö í úrslitaleiknum á móti Real Madrid. Öll þessi átta þriggja stiga skot rötuðu rétta leið og Abrines var því með hundrað prósent þriggja stiga nýtingu í leikjunum þremur. Hér fyrir neðan má sjá myndband með skotum kappans í Konungsbikarnum. @alexabrines, PERFECTO desde el 6,75 en la #CopaACB ¡8 de 8 en triples!#DíseloConBasket pic.twitter.com/PDXJ4cDJtJ— #CopaACB (@ACBCOM) February 15, 2021 Abrines var reyndar hundrað prósent á öllum sviðum því hann hitti úr eina tveggja stiga skotinu sínu og báðum vítunum líka. Hann var alls með 28 stig á 57 mínútum í leikjunum þremur og því aðeins að spila 19,1 mínútu í leik. Álex Abrines er 27 ára gamall skotbakvörður sem lék með Oklahoma City Thunder frá 2016 til 2019. Þá hafði hann verið hjá Barcelona í fjögur ár og hann kom aftur í Barcelona eftir tíma sinn í NBA-deildinni þar sem hann var með 5,3 stig í leik á þremur tímabilum. Spænski körfuboltinn Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Handbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti Í beinni: Króatía - Portúgal | Reyna að fylgja Portúgölum áfram Fótbolti „Þessi strákur er bara algjört grín“ Sport „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Fótbolti Fleiri fréttir Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Sjá meira
Barcelona tryggði sér Konungsbikarinn í 26. sinn með því að vinna fimmtán stiga sigur á Real Madrid í úrslitaleiknum, 88-73. Börsungar hafa unnið þrisvar á síðustu fjórum árum. Bandaríkjamaðurinn Cory Higgins var valinn mikilvægasti leikmaður helgarinnar en hann var með 19 stig að meðaltali fyrir Barcelonaliðið. Það var aftur á móti frammistaða annars leikmanns sem kom honum í sögubækurnar. TREMENDO @alexabrines!!!!Primer jugador en TODA la historia que completa una #CopaACB con 100% de acierto en triples, en cuartos (3 de 3), en semis (3 de 3) y en la final (2 de 2).Y aún hay más: Abrines JAMÁS ha fallado un tiro de campo en un partido de #CopaACB (16 de 16) pic.twitter.com/M3JaS9IRV5— MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) February 14, 2021 Einhverjir þjálfarar hefðu kannski sett upp meira fyrir spænska landsliðsmanninn Álex Abrines sem klikkaði ekki á skoti fyrir utan þriggja stiga línuna alla helgina. Við erum ekki að tala um sniðskot eða vítaskot. Við erum að tala um skot fyrir utan þriggja stiga línuna. Barcelona liðið spilaði þrjá leiki á þremur dögum, átta liða úrslit á föstudegi, undanúrslit á laugardegi og loks úrslitaleikinn á sunnudegi. Álex Abrines tók þrjú þriggja stiga skot í sigrinum á Unicaja á föstudagskvöldið, þrjú þriggja stiga skot í sigrinum á TD Systems Baskonia í undanúrslitunum og loks tvö í úrslitaleiknum á móti Real Madrid. Öll þessi átta þriggja stiga skot rötuðu rétta leið og Abrines var því með hundrað prósent þriggja stiga nýtingu í leikjunum þremur. Hér fyrir neðan má sjá myndband með skotum kappans í Konungsbikarnum. @alexabrines, PERFECTO desde el 6,75 en la #CopaACB ¡8 de 8 en triples!#DíseloConBasket pic.twitter.com/PDXJ4cDJtJ— #CopaACB (@ACBCOM) February 15, 2021 Abrines var reyndar hundrað prósent á öllum sviðum því hann hitti úr eina tveggja stiga skotinu sínu og báðum vítunum líka. Hann var alls með 28 stig á 57 mínútum í leikjunum þremur og því aðeins að spila 19,1 mínútu í leik. Álex Abrines er 27 ára gamall skotbakvörður sem lék með Oklahoma City Thunder frá 2016 til 2019. Þá hafði hann verið hjá Barcelona í fjögur ár og hann kom aftur í Barcelona eftir tíma sinn í NBA-deildinni þar sem hann var með 5,3 stig í leik á þremur tímabilum.
Spænski körfuboltinn Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Handbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti Í beinni: Króatía - Portúgal | Reyna að fylgja Portúgölum áfram Fótbolti „Þessi strákur er bara algjört grín“ Sport „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Fótbolti Fleiri fréttir Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Sjá meira