Magnaður Mitchell ástæða þess að Utah er heitasta liðið í NBA deildinni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. febrúar 2021 23:30 Donovan Mitchell í leik Utah Jazz og Boston Celtics. Mitchell leiddi Utah til sigurs, þeirra 20. á tímabilinu. Alex Goodlett/Getty Images Utah Jazz er sem stendur besta liðið í NBA-deildinni í körfubolta með 20 sigra og aðeins fimm töp. Donovan Mitchell hefur verið þeirra besti maður en hann skoraði 36 stig í frábærum sigri á Boston Celtics fyrr í vikunni. Farið var yfir mikilvægi Mitchell í grein á íþróttamiðlinum The Athletic eftir magnaðan 122-108 sigur Jazz á Celtics. „Mitchell var besti leikmaður vallarins þegar hvað mest var undir. Hann var leikmaðurinn með mesta orkuna. Hann var leikmaðurinn sem tók skotin þegar þess þurfti. Hann var sá sem tók allar stóru ákvarðanirnar í sóknarleiknum,“ segir í greininni. 36 PTS (6 3PM), 9 AST 16th win in last 17 games W number 20 of the season@spidadmitchell and the @utahjazz stay hot with the victory vs. Boston! #TakeNote pic.twitter.com/e4eMvV6UFG— NBA (@NBA) February 10, 2021 Samherjar Mitchell hafa einnig verið frábærir það sem af er leiktíð. Þar má nefna Rudy Gobert, Joe Ingles, Bojan Bogdanovic, Mike Conley og jafnvel Jordan Clarkson sem hefur verið að koma inn af bekknum. Þrátt fyrir frábærar frammistöður þessara leikmanna er það Mitchell sem ákveður hversu hátt þak Utah Jazz er, hvort liðið geti virkilega barist um titilinn. Utah skoraði 122 stig gegn Celtics eins og áður kom fram. Þrátt fyrir það var varnarleikur Boston-manna ekki slæmur í leiknum, Mitchell var bara með svindlkóðann og var með svör við öllu sem Boston henti framan í hann. Sérstaklega undir lok leiks en Mitchell kom að 20 stigum á síðustu fimm mínútum leiksins. „Í fyrra eða árið þar á undan hefði ég ekki fundið Rudy undir lok leiks. Að vinna læknar allt. Ég held að við séum bara að vinna leiðir til að vinna leiki. Við viljum samt ekki aðeins vinna leiki í deildarkeppninni,“ sagði Mitchell eftir leikinn gegn Boston. Jazz datt út í oddaleik gegn Denver Nuggets á síðustu leiktíð, eitthvað sem Mitchell tók nærri sér. Hann var mættur aftur til æfinga aðeins nokkrum dögum síðar, bæði með bolta og svo í lyftingarsalnum. Hann lofaði sjálfum sér – og fjölmiðlum – að hann myndi aldrei detta aftur út í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. „Við höfum dottið út snemma tvö ár í röð. Við þurfum að komast í gegnum þá hindrun. Við viljum vinna meistaratitil.“ Stóra spurningin er hvort gott gengi Utah haldi áfram og hvort félagið geti komist loksins lengra en í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Körfubolti NBA Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Handbolti Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Fótbolti Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Sjá meira
Farið var yfir mikilvægi Mitchell í grein á íþróttamiðlinum The Athletic eftir magnaðan 122-108 sigur Jazz á Celtics. „Mitchell var besti leikmaður vallarins þegar hvað mest var undir. Hann var leikmaðurinn með mesta orkuna. Hann var leikmaðurinn sem tók skotin þegar þess þurfti. Hann var sá sem tók allar stóru ákvarðanirnar í sóknarleiknum,“ segir í greininni. 36 PTS (6 3PM), 9 AST 16th win in last 17 games W number 20 of the season@spidadmitchell and the @utahjazz stay hot with the victory vs. Boston! #TakeNote pic.twitter.com/e4eMvV6UFG— NBA (@NBA) February 10, 2021 Samherjar Mitchell hafa einnig verið frábærir það sem af er leiktíð. Þar má nefna Rudy Gobert, Joe Ingles, Bojan Bogdanovic, Mike Conley og jafnvel Jordan Clarkson sem hefur verið að koma inn af bekknum. Þrátt fyrir frábærar frammistöður þessara leikmanna er það Mitchell sem ákveður hversu hátt þak Utah Jazz er, hvort liðið geti virkilega barist um titilinn. Utah skoraði 122 stig gegn Celtics eins og áður kom fram. Þrátt fyrir það var varnarleikur Boston-manna ekki slæmur í leiknum, Mitchell var bara með svindlkóðann og var með svör við öllu sem Boston henti framan í hann. Sérstaklega undir lok leiks en Mitchell kom að 20 stigum á síðustu fimm mínútum leiksins. „Í fyrra eða árið þar á undan hefði ég ekki fundið Rudy undir lok leiks. Að vinna læknar allt. Ég held að við séum bara að vinna leiðir til að vinna leiki. Við viljum samt ekki aðeins vinna leiki í deildarkeppninni,“ sagði Mitchell eftir leikinn gegn Boston. Jazz datt út í oddaleik gegn Denver Nuggets á síðustu leiktíð, eitthvað sem Mitchell tók nærri sér. Hann var mættur aftur til æfinga aðeins nokkrum dögum síðar, bæði með bolta og svo í lyftingarsalnum. Hann lofaði sjálfum sér – og fjölmiðlum – að hann myndi aldrei detta aftur út í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. „Við höfum dottið út snemma tvö ár í röð. Við þurfum að komast í gegnum þá hindrun. Við viljum vinna meistaratitil.“ Stóra spurningin er hvort gott gengi Utah haldi áfram og hvort félagið geti komist loksins lengra en í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Körfubolti NBA Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Handbolti Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Fótbolti Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Sjá meira