LeBron James og félagar unnu OKC aftur í framlengingu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. febrúar 2021 07:31 LeBron James og Wesley Matthews fagna körfu í nótt. AP/Ashley Landis Los Angeles Lakers hélt sigurgöngu sinni áfram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt og það gerðu líka Phoenix Suns og Dallas Mavericks. Brooklyn Nets endaði líka taphrinu sína. Varnarleikur LeBron James sá til þess að lokasókn Oklahoma City Thunder rann út í sandinn þegar Los Angeles Lakers vann eins stigs sigur í framlengdum leik liðanna, 114-113. Þetta var sjötti sigur Lakers-liðsins í röð. LeBron reads the pass.. Ballgame. pic.twitter.com/xlojWkLhNy— NBA (@NBA) February 11, 2021 Sóknarleikur LeBron James hafði komið leiknum í framlengingu því þriggja stiga karfa hans jafnaði metin. Þetta var annar framlengdi leikur þessar sömu liða á þremur dögum því Lakers vann 119-112 í öðrum framlengdum leik aðfaranótt þriðjudagsins. LeBron James endaði leikinn með 25 stig, 7 stoðsendingar og 6 fráköst en Montrezl Harrell kom með 20 stig inn af bekknum. Al Horford var stigahæstur hjá Thunder með 25 stig og Kenrich Williams skoraði 24 stig. LeBron finds Wes for the CLUTCH overtime !@Lakers 114@okcthunder 11330.2 left: https://t.co/TSNteoSTTr pic.twitter.com/DONIF13jh4— NBA (@NBA) February 11, 2021 Chris Paul og félagar í Phoenix Suns halda áfram að gera frábæra hluti en þeir unnu 125-124 sigur á Milwaukee Bucks þar sem 47 stig frá Giannis Antetokounmpo dugðu ekki til. Þetta var fjórði sigur Suns í röð og sá sjöundi í síðustu átta leikjum. Bucks var aftur á mótið búið að vinna fimm leiki í röð fyrir leikinn. Suns liðið var reyndar 124-116 yfir þegar tvær og hálf mínúta var eftir en Bucks skoraði þá átta stig í röð og jafnaði leikinn. Sigurstigið gerði Devin Booker af vítalínunni. Devin Booker skoraði 30 stig fyrir Phoenix Suns og Chris Paul bætti við 28 stigum og 7 stoðsendingum. Antetokounmpo var með 11 fráköst og 5 stoðsendingar auk 47 stig og Khris Middleton skoraði 18 stig og gaf 11 stoðsendingar. 20-2 @Suns run to take the lead on ESPN! pic.twitter.com/4iNPyKlxLn— NBA (@NBA) February 11, 2021 Luka Doncic var með þrennu hjá Dallas Mavericks í 118-117 sigri á Atlanta Hawks. Slóveninn snjalli var með 28 stig, 10 fráköst og 10 stoðsendingar en þetta var sjöunda þrennan hans á tímabilinu sem er það mesta hjá leikmanni í deildinni. Trae Young var með 25 stig og 15 stoðsendingar fyrir Hawks liðið en John Collins var stigahæstur með 33 stig. Atlanta Hawks menn voru mjög ósáttir í blálokin þegar Trae Young endaði í gólfinu og missti af tækifærinu til að taka lokaskotið. 28/10/10 triple-double for Luka 25 points, 15 assists for Trae@luka7doncic x @TheTraeYoung did their things. pic.twitter.com/2WZJ5pBZT2— NBA (@NBA) February 11, 2021 Varamennirnir komu sterkir inn hjá Dallas í lokin. Jalen Brunson skoraði 11 af 21 stigi sínu í fjórða leikhlutanum og Tim Hardaway Jr. var með 13 af 16 stigum sínum í lokaleikhlutanum sem Dallas liðið vann 37-27 eftir að hafa verið um tíma þrettán stigum undir í þriðja leikhluta. Dallas liðið vann þarna sinn þriðja sigur í röð og fjórða sigurinn í síðustu fimm leikjum eftir að hafa komið út úr sex leikja taphrinu. Kyrie Irving skoraði 35 stig þegar Brooklyn Nets endaði þriggja leikja taphrinu með 104-94 sigur á Indiana Pacers. Nets liðið mætti einbeitt til leiks og var komið 32 sigum yfir í hálfleik. James Harden var með 19 stig og 11 fráköst en liðið spilaði enn án ný án Kevin Durant sem er áfram í sóttkví. Kyrie to DeAndre.. OH MY! pic.twitter.com/l0gmsYnDHr— NBA (@NBA) February 11, 2021 Kawhi Leonard skoraði 36 stig þegar LA Clippers vann 119-112 útisigur á Minnesota Timberwolves en þetta er það mesta sem hann hefur skorað á tímabilinu. Lou Williams kom með 27 stig inn af bekknum. Karl-Anthony Towns snéri aftur í lið Timberwolves eftir þrettán leikja fjarveru og var með 18 stig og 10 fráköst. LaVine up to 35 PTS.. and we're still in the 3rd quarter! #PhantomCam : NBA LP pic.twitter.com/6gHVXKVqIa— NBA (@NBA) February 11, 2021 Zach LaVine skoraði 46 stig og alls níu þriggja stiga körfur þegar Chicago Bulls vann 129-116 sigur á New Orleans Pelicans. Bulls liðið setti nýtt félagsmet með því að skora 25 þriggja stiga körfur í leiknum en Coby White var með 30 stig og átta þrista. Zion Williamson var með 29 stig hjá Pelíkönunum. Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Los Angeles Lakers - Oklahoma City Thunder 114-113 Phoenix Suns - Milwaukee Bucks 125-124 Brooklyn Nets - Indiana Pacers 104-94 Dallas Mavericks - Atlanta Hawks 118-117 Chicago Bulls - New Orleans Pelicans 129-116 Minnesota Timberwolves- LA Clippers 112-119 Washington Wizards - Toronto Raptors 115-137 Memphis Grizzlies - Charlotte Hornets 130-114 Denver Nuggets - Cleveland Cavaliers 133-95 NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Handbolti Króatar og Danir tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum Fótbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti „Þessi strákur er bara algjört grín“ Sport Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Fótbolti Fleiri fréttir Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Sjá meira
Varnarleikur LeBron James sá til þess að lokasókn Oklahoma City Thunder rann út í sandinn þegar Los Angeles Lakers vann eins stigs sigur í framlengdum leik liðanna, 114-113. Þetta var sjötti sigur Lakers-liðsins í röð. LeBron reads the pass.. Ballgame. pic.twitter.com/xlojWkLhNy— NBA (@NBA) February 11, 2021 Sóknarleikur LeBron James hafði komið leiknum í framlengingu því þriggja stiga karfa hans jafnaði metin. Þetta var annar framlengdi leikur þessar sömu liða á þremur dögum því Lakers vann 119-112 í öðrum framlengdum leik aðfaranótt þriðjudagsins. LeBron James endaði leikinn með 25 stig, 7 stoðsendingar og 6 fráköst en Montrezl Harrell kom með 20 stig inn af bekknum. Al Horford var stigahæstur hjá Thunder með 25 stig og Kenrich Williams skoraði 24 stig. LeBron finds Wes for the CLUTCH overtime !@Lakers 114@okcthunder 11330.2 left: https://t.co/TSNteoSTTr pic.twitter.com/DONIF13jh4— NBA (@NBA) February 11, 2021 Chris Paul og félagar í Phoenix Suns halda áfram að gera frábæra hluti en þeir unnu 125-124 sigur á Milwaukee Bucks þar sem 47 stig frá Giannis Antetokounmpo dugðu ekki til. Þetta var fjórði sigur Suns í röð og sá sjöundi í síðustu átta leikjum. Bucks var aftur á mótið búið að vinna fimm leiki í röð fyrir leikinn. Suns liðið var reyndar 124-116 yfir þegar tvær og hálf mínúta var eftir en Bucks skoraði þá átta stig í röð og jafnaði leikinn. Sigurstigið gerði Devin Booker af vítalínunni. Devin Booker skoraði 30 stig fyrir Phoenix Suns og Chris Paul bætti við 28 stigum og 7 stoðsendingum. Antetokounmpo var með 11 fráköst og 5 stoðsendingar auk 47 stig og Khris Middleton skoraði 18 stig og gaf 11 stoðsendingar. 20-2 @Suns run to take the lead on ESPN! pic.twitter.com/4iNPyKlxLn— NBA (@NBA) February 11, 2021 Luka Doncic var með þrennu hjá Dallas Mavericks í 118-117 sigri á Atlanta Hawks. Slóveninn snjalli var með 28 stig, 10 fráköst og 10 stoðsendingar en þetta var sjöunda þrennan hans á tímabilinu sem er það mesta hjá leikmanni í deildinni. Trae Young var með 25 stig og 15 stoðsendingar fyrir Hawks liðið en John Collins var stigahæstur með 33 stig. Atlanta Hawks menn voru mjög ósáttir í blálokin þegar Trae Young endaði í gólfinu og missti af tækifærinu til að taka lokaskotið. 28/10/10 triple-double for Luka 25 points, 15 assists for Trae@luka7doncic x @TheTraeYoung did their things. pic.twitter.com/2WZJ5pBZT2— NBA (@NBA) February 11, 2021 Varamennirnir komu sterkir inn hjá Dallas í lokin. Jalen Brunson skoraði 11 af 21 stigi sínu í fjórða leikhlutanum og Tim Hardaway Jr. var með 13 af 16 stigum sínum í lokaleikhlutanum sem Dallas liðið vann 37-27 eftir að hafa verið um tíma þrettán stigum undir í þriðja leikhluta. Dallas liðið vann þarna sinn þriðja sigur í röð og fjórða sigurinn í síðustu fimm leikjum eftir að hafa komið út úr sex leikja taphrinu. Kyrie Irving skoraði 35 stig þegar Brooklyn Nets endaði þriggja leikja taphrinu með 104-94 sigur á Indiana Pacers. Nets liðið mætti einbeitt til leiks og var komið 32 sigum yfir í hálfleik. James Harden var með 19 stig og 11 fráköst en liðið spilaði enn án ný án Kevin Durant sem er áfram í sóttkví. Kyrie to DeAndre.. OH MY! pic.twitter.com/l0gmsYnDHr— NBA (@NBA) February 11, 2021 Kawhi Leonard skoraði 36 stig þegar LA Clippers vann 119-112 útisigur á Minnesota Timberwolves en þetta er það mesta sem hann hefur skorað á tímabilinu. Lou Williams kom með 27 stig inn af bekknum. Karl-Anthony Towns snéri aftur í lið Timberwolves eftir þrettán leikja fjarveru og var með 18 stig og 10 fráköst. LaVine up to 35 PTS.. and we're still in the 3rd quarter! #PhantomCam : NBA LP pic.twitter.com/6gHVXKVqIa— NBA (@NBA) February 11, 2021 Zach LaVine skoraði 46 stig og alls níu þriggja stiga körfur þegar Chicago Bulls vann 129-116 sigur á New Orleans Pelicans. Bulls liðið setti nýtt félagsmet með því að skora 25 þriggja stiga körfur í leiknum en Coby White var með 30 stig og átta þrista. Zion Williamson var með 29 stig hjá Pelíkönunum. Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Los Angeles Lakers - Oklahoma City Thunder 114-113 Phoenix Suns - Milwaukee Bucks 125-124 Brooklyn Nets - Indiana Pacers 104-94 Dallas Mavericks - Atlanta Hawks 118-117 Chicago Bulls - New Orleans Pelicans 129-116 Minnesota Timberwolves- LA Clippers 112-119 Washington Wizards - Toronto Raptors 115-137 Memphis Grizzlies - Charlotte Hornets 130-114 Denver Nuggets - Cleveland Cavaliers 133-95 NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Los Angeles Lakers - Oklahoma City Thunder 114-113 Phoenix Suns - Milwaukee Bucks 125-124 Brooklyn Nets - Indiana Pacers 104-94 Dallas Mavericks - Atlanta Hawks 118-117 Chicago Bulls - New Orleans Pelicans 129-116 Minnesota Timberwolves- LA Clippers 112-119 Washington Wizards - Toronto Raptors 115-137 Memphis Grizzlies - Charlotte Hornets 130-114 Denver Nuggets - Cleveland Cavaliers 133-95
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Handbolti Króatar og Danir tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum Fótbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti „Þessi strákur er bara algjört grín“ Sport Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Fótbolti Fleiri fréttir Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Sjá meira