Darri Freyr: Í Vesturbænum veit fólk hvenær leikirnir byrja að skipta máli Atli Freyr Arason skrifar 8. febrúar 2021 23:08 Darri Freyr tók við stjórnartaumunum hjá KR í sumar. vísir/vilhelm Darri Freyr Atlason var himinlifandi með sigur lærisveina sinna í KR á Grindavík í Dominos deild karla í kvöld. KR vann góðan útisigur eftir tap á heimavelli gegn Keflavík í síðustu umferð en Darri segir jafn framt að KR-ingar viti hvenær mikilvægustu leikirnir byrja; í úrslitakeppninni. „Ég er ánægður með að hafa klárað þetta. Við byrjuðum sérstaklega vel sóknarlega þar sem það var mikið flæði og það var það sem við þurftum að laga eftir seinni hálfleikinn gegn Keflavík. Við brugðumst vel við því. Svo kom kafli í seinni hálfleik í kvöld þar sem mér fannst við vera full slappir undir körfunni í frákasta baráttunni en við náðum alltaf að skora á móti sem svona hélt okkur á floti en síðan hertum við á fráköstunum undir rest og sigldum þessu heim,“ sagði glaður þjálfari KR-inga í leikslok. Jóhann Árni, leikmaður Grindavíkur, fór meiddur af velli í kvöld með skurð í andlitinu og baráttan undir körfunni var hörð á tímabili. Leikmenn beggja liða létu dómarana nokkru sinnum heyra það í leiknum en Darra fannst leikurinn í kvöld ekkert óvenju grófur. „Mér fannst þetta heilt yfir þokkalega vel dæmt. átökin voru einhver en ekkert eitthvað of nasty. Bara svona venjuleg slagsmál, allavega frá mínu sjónarhorni.“ Það gerðist ansi skondið atvik í fyrsta leikhluta þegar leikurinn var stöðvaður eftir að Darri hafði sparkað tússpenna inn á leikvöllinn þegar hans menn voru í ákjósanlegu færi. „Ég held að ég hafi tekið körfu af liðinu mínu með þessu,“ sagði Darri og hlær áður en hann bætir við: „Ég vissi ekki af pennanum á gólfinu og sparkaði honum óvart inn á völlinn þegar Matti var þarna í opnum leik á móti Joonas meira að segja, það match-up var frekar skrítið en þeir ná að laga það því leikurinn er eðlilega stöðvaður þegar einhver sparkar penna inn á völlinn. Ég þarf bara að taka þau tvö stig á kassann,“ svaraði Darri með stóru glotti. Það er þétt spilað eins og áður og KR-ingum býður erfitt verkefni í næsta leik þegar þeir fá Stjörnuna í heimsókn. „Stemningin fyrir þeim leik er góð. Við erum búnir að tala um það síðan í sumar að við séum á ákveðinni vegferð, við erum að breyta fullt af hlutum og í Vesturbænum veit fólk hvenær leikirnir byrja að skipta máli og það er ekki alveg strax. Við ætlum bara að reyna að halda áfram með það sem við erum að gera vel og að laga kannski þessi augljósu atriði, hvort sem það verður með einhverju innfluttu vinnuafli eða taktískum meistaraverkum þá þurfum við allavegana að stoppa upp í það og þá erum við í ágætis málum,“ sagði Darri Freyr Atlason, þjálfari KR, að lokum. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Dominos-deild karla KR Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Sjá meira
„Ég er ánægður með að hafa klárað þetta. Við byrjuðum sérstaklega vel sóknarlega þar sem það var mikið flæði og það var það sem við þurftum að laga eftir seinni hálfleikinn gegn Keflavík. Við brugðumst vel við því. Svo kom kafli í seinni hálfleik í kvöld þar sem mér fannst við vera full slappir undir körfunni í frákasta baráttunni en við náðum alltaf að skora á móti sem svona hélt okkur á floti en síðan hertum við á fráköstunum undir rest og sigldum þessu heim,“ sagði glaður þjálfari KR-inga í leikslok. Jóhann Árni, leikmaður Grindavíkur, fór meiddur af velli í kvöld með skurð í andlitinu og baráttan undir körfunni var hörð á tímabili. Leikmenn beggja liða létu dómarana nokkru sinnum heyra það í leiknum en Darra fannst leikurinn í kvöld ekkert óvenju grófur. „Mér fannst þetta heilt yfir þokkalega vel dæmt. átökin voru einhver en ekkert eitthvað of nasty. Bara svona venjuleg slagsmál, allavega frá mínu sjónarhorni.“ Það gerðist ansi skondið atvik í fyrsta leikhluta þegar leikurinn var stöðvaður eftir að Darri hafði sparkað tússpenna inn á leikvöllinn þegar hans menn voru í ákjósanlegu færi. „Ég held að ég hafi tekið körfu af liðinu mínu með þessu,“ sagði Darri og hlær áður en hann bætir við: „Ég vissi ekki af pennanum á gólfinu og sparkaði honum óvart inn á völlinn þegar Matti var þarna í opnum leik á móti Joonas meira að segja, það match-up var frekar skrítið en þeir ná að laga það því leikurinn er eðlilega stöðvaður þegar einhver sparkar penna inn á völlinn. Ég þarf bara að taka þau tvö stig á kassann,“ svaraði Darri með stóru glotti. Það er þétt spilað eins og áður og KR-ingum býður erfitt verkefni í næsta leik þegar þeir fá Stjörnuna í heimsókn. „Stemningin fyrir þeim leik er góð. Við erum búnir að tala um það síðan í sumar að við séum á ákveðinni vegferð, við erum að breyta fullt af hlutum og í Vesturbænum veit fólk hvenær leikirnir byrja að skipta máli og það er ekki alveg strax. Við ætlum bara að reyna að halda áfram með það sem við erum að gera vel og að laga kannski þessi augljósu atriði, hvort sem það verður með einhverju innfluttu vinnuafli eða taktískum meistaraverkum þá þurfum við allavegana að stoppa upp í það og þá erum við í ágætis málum,“ sagði Darri Freyr Atlason, þjálfari KR, að lokum. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Dominos-deild karla KR Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Sjá meira