„Alltaf stefnan að keppa og reyna vinna alla titla“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. febrúar 2021 11:00 Vilhjálmur Kári segir ekkert annað en titilbaráttu koma til greina hjá Blikum næsta sumar þó svo að fjórar landsliðskonur séu horfnar á braut. Stöð 2 Sport „Það leggst bara rosalega vel í mig, þetta er virkilega spennandi verkefni,“ sagði Vilhjálmur Kári Haraldsson, nýráðinn þjálfari Íslandsmeistara Breiðabliks í knattspyrnu í viðtali við Vísi í gær. „Er krefjandi verkefni þar sem það eru töluverðar breytingar á liðinu en það leggst mjög vel í okkur. Erum búin að mynda gott teymi og stefnum ótrauð áfram að halda Breiðablik í fremstu röð.“ Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum neðst í fréttinni. „Við erum búin að missa marga góða leikmenn, margir farið erlendis. Steini [Þorsteinn Halldórsson] var búinn að fá inn svolítið af góðum leikmönnum upp á síðkasti. Svo má ekki gleyma því að við erum með fullt af ungum og efnilegum stelpum sem eru byrjaðar að banka á dyrnar. Síðan erum við með fjórar sem hafa verið í langvarandi meiðslum og koma vonandi allar inn í sumar,“ sagði Vilhjálmur Kári um stöðuna á Blika liðinu í dag. Þessar fjórar sem hann nefnir eru Hildur Antonsdóttir, Selma Sól Magnúsdóttir, Fjolla Shala og Ásta Eir Árnadóttir. Alls eiga þær að baki 559 leiki í meistaraflokki og því munar um minna. Þá hefur Selma Sól spilað 14 leiki fyrir íslenska A-landsliðið, Ásta Eir átta og Hildur tvo. Allar fjórar léku reglulega með yngri landsliðum Íslands. „Við erum með öfluga markmenn og vorum til að mynda með fjóra markmenn á æfingu í gær þannig við ætlum að keyra á þeim markvörðum sem við erum með. Láta þær keppast um sætið,“ sagði þjálfarinn varðandi markmannsstöðu Blika en Sonný Lára Þráinsdóttir, markvörður og fyrirliði félagsins, ákvað að kalla þetta gott að loknu síðasta tímabili. Breiðablik fór inn í sumarið 2020 með þær Berglindi Björgu Þorvaldsdóttur og Sveindísi Jane Jónsdóttur sem aðalframherja liðsins. Þær eru báðar farnar á brott í atvinnumennsku og því eðlilegt að velta því fyrir sér hvort Blikar séu að leita að framherja. „Við erum bara að skoða það. Fyrsta æfingin í gær erum að fara spila æfingaleik á morgun [í dag] þannig að næstu dagar fara í að skoða þessi mál. Við gefum þeim leikmönnum tækifæri sem eru í hópnum, svo sjáum við hvernig þetta blandast og tökum ákvörðun í framhaldinu.“ „Tek við mjög góðu búi og frábæru teymi. Teymi sem ég þekki vel. Ég og Úlfar [Hinrsiksson] byrjuðum að þjálfa saman hjá Breiðablik fyrir 25 árum síðan. Svo erum við með Óla Péturs sem er búinn að vera lengi hjá Breiðabliki og ná frábærum árangri. Bæði sem markmanns- og aðstoðarþjálfari.“ „Erum við með frábæran styrktarþjálfara, Aron [Már Björnsson], sem er náttúrulega mjög fær og hefur gert góða hluti undanfarin ár. Svo er náttúrulega búið að vera góður bragur á Breiðabliksliðinu undanfarin ár, við ætlum ekki að breyta of miklu en auðvitað koma ákveðin áherslu atriði.“ „Breiðablik er náttúrulega eitt af stóru félögunum svo það er alltaf stefnan að keppa og reyna vinna alla titla, það er bara þannig,“ sagði Vilhjálmur Kári Haraldsson, nýráðinn þjálfari Íslandsmeistara Breiðabliks, að lokum. Klippa: Stefnir á að halda Blikum á sömu braut Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Breiðablik Tengdar fréttir Vilhjálmur Kári tekur við Íslandsmeisturunum Vilhjálmur Kári Haraldsson hefur tekið við Íslandsmeisturum Breiðabliks í knattspyrnu. Tekur hann við starfinu af Þorsteini Halldórssyni sem tók nýverið við íslenska kvennalandsliðinu. 4. febrúar 2021 18:35 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Sjá meira
„Er krefjandi verkefni þar sem það eru töluverðar breytingar á liðinu en það leggst mjög vel í okkur. Erum búin að mynda gott teymi og stefnum ótrauð áfram að halda Breiðablik í fremstu röð.“ Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum neðst í fréttinni. „Við erum búin að missa marga góða leikmenn, margir farið erlendis. Steini [Þorsteinn Halldórsson] var búinn að fá inn svolítið af góðum leikmönnum upp á síðkasti. Svo má ekki gleyma því að við erum með fullt af ungum og efnilegum stelpum sem eru byrjaðar að banka á dyrnar. Síðan erum við með fjórar sem hafa verið í langvarandi meiðslum og koma vonandi allar inn í sumar,“ sagði Vilhjálmur Kári um stöðuna á Blika liðinu í dag. Þessar fjórar sem hann nefnir eru Hildur Antonsdóttir, Selma Sól Magnúsdóttir, Fjolla Shala og Ásta Eir Árnadóttir. Alls eiga þær að baki 559 leiki í meistaraflokki og því munar um minna. Þá hefur Selma Sól spilað 14 leiki fyrir íslenska A-landsliðið, Ásta Eir átta og Hildur tvo. Allar fjórar léku reglulega með yngri landsliðum Íslands. „Við erum með öfluga markmenn og vorum til að mynda með fjóra markmenn á æfingu í gær þannig við ætlum að keyra á þeim markvörðum sem við erum með. Láta þær keppast um sætið,“ sagði þjálfarinn varðandi markmannsstöðu Blika en Sonný Lára Þráinsdóttir, markvörður og fyrirliði félagsins, ákvað að kalla þetta gott að loknu síðasta tímabili. Breiðablik fór inn í sumarið 2020 með þær Berglindi Björgu Þorvaldsdóttur og Sveindísi Jane Jónsdóttur sem aðalframherja liðsins. Þær eru báðar farnar á brott í atvinnumennsku og því eðlilegt að velta því fyrir sér hvort Blikar séu að leita að framherja. „Við erum bara að skoða það. Fyrsta æfingin í gær erum að fara spila æfingaleik á morgun [í dag] þannig að næstu dagar fara í að skoða þessi mál. Við gefum þeim leikmönnum tækifæri sem eru í hópnum, svo sjáum við hvernig þetta blandast og tökum ákvörðun í framhaldinu.“ „Tek við mjög góðu búi og frábæru teymi. Teymi sem ég þekki vel. Ég og Úlfar [Hinrsiksson] byrjuðum að þjálfa saman hjá Breiðablik fyrir 25 árum síðan. Svo erum við með Óla Péturs sem er búinn að vera lengi hjá Breiðabliki og ná frábærum árangri. Bæði sem markmanns- og aðstoðarþjálfari.“ „Erum við með frábæran styrktarþjálfara, Aron [Már Björnsson], sem er náttúrulega mjög fær og hefur gert góða hluti undanfarin ár. Svo er náttúrulega búið að vera góður bragur á Breiðabliksliðinu undanfarin ár, við ætlum ekki að breyta of miklu en auðvitað koma ákveðin áherslu atriði.“ „Breiðablik er náttúrulega eitt af stóru félögunum svo það er alltaf stefnan að keppa og reyna vinna alla titla, það er bara þannig,“ sagði Vilhjálmur Kári Haraldsson, nýráðinn þjálfari Íslandsmeistara Breiðabliks, að lokum. Klippa: Stefnir á að halda Blikum á sömu braut
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Breiðablik Tengdar fréttir Vilhjálmur Kári tekur við Íslandsmeisturunum Vilhjálmur Kári Haraldsson hefur tekið við Íslandsmeisturum Breiðabliks í knattspyrnu. Tekur hann við starfinu af Þorsteini Halldórssyni sem tók nýverið við íslenska kvennalandsliðinu. 4. febrúar 2021 18:35 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Sjá meira
Vilhjálmur Kári tekur við Íslandsmeisturunum Vilhjálmur Kári Haraldsson hefur tekið við Íslandsmeisturum Breiðabliks í knattspyrnu. Tekur hann við starfinu af Þorsteini Halldórssyni sem tók nýverið við íslenska kvennalandsliðinu. 4. febrúar 2021 18:35