„Liðið er að skrifa sig í sögubækurnar fyrir austan“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. febrúar 2021 10:31 Farið var yfir magnaðan 25 stiga sigur Hattar á Þór Akureyri í Dominos Körfuboltakvöld á föstudagskvöldið. Höttur vann leikinn 95-70 og eru á góðu skriði eftir tvo sigurleiki í röð, eitthvað sem hefur aldrei gerst í úrvalsdeildinni áður. „Viðar Örn [Hafsteinsson, þjálfari Hattar] er með gott lið í höndunum og liðið er að skrifa sig í sögubækurnar fyrir austan, svona verður þetta til. Stærsti sigur Hattar í sögunni,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson er farið var í skilti sem sýndi að aldrei hefur Höttur unnið neinn leik með jafn miklum mun og þeir gerðu gegn Þór Akureyri á dögunum. Liðið vann ÍR með 23 stigum árið 2016 en gerði gott betur gegn Þór Ak. og vann með 25 stiga mun. „Ánægjulegt að sjá Viðar búinn að ná svona góðum takti,“ bætti Kjartan við áður en umræðan færðist að Michael A. Mallory II. „Man bara þegar ég sá hann á móti KR, þeir voru við það að vinna þann leik. Hann breytir þessu liði frá fyrsta degi all svakalega. Hafa verið óheppnir að klára ekki suma leiki en nú eru þeir búnir að klára tvo leiki þannig það verður fróðlegt að sjá næstu skref hjá þeim. Hvort þeir stigi næstu skref upp sem lið eða hvort þetta fari í „status quo“ og við fáum Viðar aftur brjálaðan,“ sagði Hermann Hauksson um Mallory. „Hafa þeir oft unnið tvo leiki í röð?“ spurði Teitur Örlygsson og fékk svar frá bæði Hermanni og Kjartani Atla: „Aldrei.“ „Kúl,“ svaraði Teitur sem leiddi til mikils hláturs hjá bæði Kjartani Atla og Hermanni. Nú er bara að bíða og sjá hvort gott gengi Hattar haldi áfram og þeir slái enn eitt metið í næsta leik. Þeir mæta Þór Þorlákshöfn, öðru sjóðandi heitu liði, á morgun, sunnudaginn 7. febrúar. Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Höttur Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Múlaþing Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Höttur - Þór Ak. 95 - 70 | Klaufalegir Þórsarar töpuðu stórt á Egilsstöðum Höttur vann 95-70 sigur á Þór Akureyri þegar liðin mættust í úrvalsdeild karla í körfuknattleik á Egilsstöðum í kvöld. Hattarar nýttu sér klaufagang og lánleysi gestanna til hins ýtrasta. 4. febrúar 2021 20:15 Viðar Örn: Höttur hefur aldrei verið með betra lið Öflugur varnarleikur var það sem lagði grunninn að öðrum sigri Hattar á heimavelli í röð í úrvalsdeild karla í körfuknattleik, en liðið vann Þór Akureyri 95-70 á heimavelli í kvöld. Höttur hefur ekki áður unnið tvo heimaleiki í röð í úrvalsdeild, en liðið leikur þar nú í fjórða sinn. 4. febrúar 2021 21:21 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Steig á tána á Mike Tyson Sport Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Sjá meira
„Viðar Örn [Hafsteinsson, þjálfari Hattar] er með gott lið í höndunum og liðið er að skrifa sig í sögubækurnar fyrir austan, svona verður þetta til. Stærsti sigur Hattar í sögunni,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson er farið var í skilti sem sýndi að aldrei hefur Höttur unnið neinn leik með jafn miklum mun og þeir gerðu gegn Þór Akureyri á dögunum. Liðið vann ÍR með 23 stigum árið 2016 en gerði gott betur gegn Þór Ak. og vann með 25 stiga mun. „Ánægjulegt að sjá Viðar búinn að ná svona góðum takti,“ bætti Kjartan við áður en umræðan færðist að Michael A. Mallory II. „Man bara þegar ég sá hann á móti KR, þeir voru við það að vinna þann leik. Hann breytir þessu liði frá fyrsta degi all svakalega. Hafa verið óheppnir að klára ekki suma leiki en nú eru þeir búnir að klára tvo leiki þannig það verður fróðlegt að sjá næstu skref hjá þeim. Hvort þeir stigi næstu skref upp sem lið eða hvort þetta fari í „status quo“ og við fáum Viðar aftur brjálaðan,“ sagði Hermann Hauksson um Mallory. „Hafa þeir oft unnið tvo leiki í röð?“ spurði Teitur Örlygsson og fékk svar frá bæði Hermanni og Kjartani Atla: „Aldrei.“ „Kúl,“ svaraði Teitur sem leiddi til mikils hláturs hjá bæði Kjartani Atla og Hermanni. Nú er bara að bíða og sjá hvort gott gengi Hattar haldi áfram og þeir slái enn eitt metið í næsta leik. Þeir mæta Þór Þorlákshöfn, öðru sjóðandi heitu liði, á morgun, sunnudaginn 7. febrúar. Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Höttur Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Múlaþing Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Höttur - Þór Ak. 95 - 70 | Klaufalegir Þórsarar töpuðu stórt á Egilsstöðum Höttur vann 95-70 sigur á Þór Akureyri þegar liðin mættust í úrvalsdeild karla í körfuknattleik á Egilsstöðum í kvöld. Hattarar nýttu sér klaufagang og lánleysi gestanna til hins ýtrasta. 4. febrúar 2021 20:15 Viðar Örn: Höttur hefur aldrei verið með betra lið Öflugur varnarleikur var það sem lagði grunninn að öðrum sigri Hattar á heimavelli í röð í úrvalsdeild karla í körfuknattleik, en liðið vann Þór Akureyri 95-70 á heimavelli í kvöld. Höttur hefur ekki áður unnið tvo heimaleiki í röð í úrvalsdeild, en liðið leikur þar nú í fjórða sinn. 4. febrúar 2021 21:21 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Steig á tána á Mike Tyson Sport Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Höttur - Þór Ak. 95 - 70 | Klaufalegir Þórsarar töpuðu stórt á Egilsstöðum Höttur vann 95-70 sigur á Þór Akureyri þegar liðin mættust í úrvalsdeild karla í körfuknattleik á Egilsstöðum í kvöld. Hattarar nýttu sér klaufagang og lánleysi gestanna til hins ýtrasta. 4. febrúar 2021 20:15
Viðar Örn: Höttur hefur aldrei verið með betra lið Öflugur varnarleikur var það sem lagði grunninn að öðrum sigri Hattar á heimavelli í röð í úrvalsdeild karla í körfuknattleik, en liðið vann Þór Akureyri 95-70 á heimavelli í kvöld. Höttur hefur ekki áður unnið tvo heimaleiki í röð í úrvalsdeild, en liðið leikur þar nú í fjórða sinn. 4. febrúar 2021 21:21