Vildi sem minnst tjá sig um Kjartan Anton Ingi Leifsson skrifar 3. febrúar 2021 23:31 Kjartan Henry í baráttunni með Horsens á leiktíðinni gegn Bröndby. Nú hefur hann samið við Esbjerg. Ulrik Pedersen/Getty Jens Berthel Askou, þjálfari AC Horsens, hafði ekki mikinn áhuga á því að ræða ákvörðun Kjartans Henrys Finnbogasonar eftir leik Horsens gegn Randers í gær. Ákvörðun Kjartans hefur vakið mikið umtal í Danmörku. Kjartan rifti samningi sínum við Horsens um liðna helgi og virtist á heimleið en á mánudaginn samdi hann svo við danska B-deildarliðið Esbjerg og verður áfram í Danmörku. Þetta hefur vakið reiði hjá einhverjum en þjálfarinn missti ekki svefn yfir málinu. „Ég hef í raun ekki eytt neinum tíma í þetta því ég hef verið með heilt lið sem ég þurfti að undirbúa. Kjartan vildi prufa eitthvað annað og við berum virðingu fyrir því. Við hjálpuðum honum að leysa það því hann vildi það svo mikið,“ sagði Askou eftir 3-0 tapið gegn Randers í fyrsta leik Horsens eftir jólafrí í gær. Askou om Kjartan: Har fyldt meget, meget lidt https://t.co/xWfPNg76bc #1div #efbdk #achorsens #sldk— bold.dk (@bolddk) February 3, 2021 „Hvað hann svo gerir eftir það hef ég ekki eytt neinum tíma í. Ég hef notað tímann í þá leikmenn sem gjarnan vilja vera í Horsens og hjálpa þeim fyrir leikinn. Svo þetta hefur tekið mjög, mjög lítinn tíma frá mér og þannig er það.“ Askou tók við Horsens liðinu í janúar eftir að fyrrum þjálfari liðsins var rekinn. Askou starfaði síðast hjá HB í Færeyjum, á síðasta ári, þar sem hann var arftaki Heimis Guðjónssonar. Aðspurður um hvort þetta væri vanvirðing af Kjartani svaraði Askou: „Ég vil ekki tjá mig um það. Eins og ég sagði var leikur sem ég þurfti að einbeita mér að. Kjartan hefur átt frábæran feril í Horsens og nú er hann farinn. Hann hefur auðvitað gert það sem var gott fyrir hann. Við stýrum því ekki og það í raun skiptir engu. Við einbeitum okkur að þeim sem vilja vera hér.“ Vi har valgt at imødekomme et ønske fra Kjartan Finnbogason om at ophæve kontrakten, og dermed stopper han med øjeblikkelig virkning 💛 #sldk https://t.co/Oyw4YDsnYE pic.twitter.com/gfIKKtIInC— AC Horsens (@AC_Horsens) January 30, 2021 Danski boltinn Mest lesið Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Handbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ Fótbolti Fleiri fréttir Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Sjá meira
Kjartan rifti samningi sínum við Horsens um liðna helgi og virtist á heimleið en á mánudaginn samdi hann svo við danska B-deildarliðið Esbjerg og verður áfram í Danmörku. Þetta hefur vakið reiði hjá einhverjum en þjálfarinn missti ekki svefn yfir málinu. „Ég hef í raun ekki eytt neinum tíma í þetta því ég hef verið með heilt lið sem ég þurfti að undirbúa. Kjartan vildi prufa eitthvað annað og við berum virðingu fyrir því. Við hjálpuðum honum að leysa það því hann vildi það svo mikið,“ sagði Askou eftir 3-0 tapið gegn Randers í fyrsta leik Horsens eftir jólafrí í gær. Askou om Kjartan: Har fyldt meget, meget lidt https://t.co/xWfPNg76bc #1div #efbdk #achorsens #sldk— bold.dk (@bolddk) February 3, 2021 „Hvað hann svo gerir eftir það hef ég ekki eytt neinum tíma í. Ég hef notað tímann í þá leikmenn sem gjarnan vilja vera í Horsens og hjálpa þeim fyrir leikinn. Svo þetta hefur tekið mjög, mjög lítinn tíma frá mér og þannig er það.“ Askou tók við Horsens liðinu í janúar eftir að fyrrum þjálfari liðsins var rekinn. Askou starfaði síðast hjá HB í Færeyjum, á síðasta ári, þar sem hann var arftaki Heimis Guðjónssonar. Aðspurður um hvort þetta væri vanvirðing af Kjartani svaraði Askou: „Ég vil ekki tjá mig um það. Eins og ég sagði var leikur sem ég þurfti að einbeita mér að. Kjartan hefur átt frábæran feril í Horsens og nú er hann farinn. Hann hefur auðvitað gert það sem var gott fyrir hann. Við stýrum því ekki og það í raun skiptir engu. Við einbeitum okkur að þeim sem vilja vera hér.“ Vi har valgt at imødekomme et ønske fra Kjartan Finnbogason om at ophæve kontrakten, og dermed stopper han med øjeblikkelig virkning 💛 #sldk https://t.co/Oyw4YDsnYE pic.twitter.com/gfIKKtIInC— AC Horsens (@AC_Horsens) January 30, 2021
Danski boltinn Mest lesið Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Handbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ Fótbolti Fleiri fréttir Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Sjá meira