Teitur: Það er ekkert „panikk“ á Hlíðarenda Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. febrúar 2021 13:30 Kjartan Atli Kjartansson og sérfræðingar hans Sævar Sævarsson og Teitur Örlygsson sjást hér ræða um Valsliðið. S2 Sport Það er Íslandsmeistarapressa á Valsliðinu þó að byrjunin sýni ekki og sanni að þar sé á ferðinni lið sem er líklegt til að berjast um stóra titilinn í vetur. Kjartan Atli Kjartansson og sérfræðingar hans í Domino´s Körfuboltakvöldi ræddu ýmis mál í Framlengingunni í síðasta þætti þar sem farið var yfir sjöundu umferð Domino´s deildar karla. Sérfræðingar þáttarins að þessu sinni voru þeir Teitur Örlygsson og Sævar Sævarsson. Í framlengingunni í lok þáttarins henti Kjartan Atli fram nokkrum góðum spurningum. Ein af þeim var um meistaravonir Valsmanna sem réðu fimmfaldan Íslandsmeistaraþjálfara Finn Frey Stefánsson fyrir tímabilið og fengu líka til sín stórstjörnunnar Jón Arnór Stefánsson og Kristófer Axox frá Íslandsmeisturum KR. Klippa: Dominos Körfuboltakvöld: Framlengingin 1. febrúar 2021 Teitur Örlygsson segir enga ástæðu til að örvænta á Hlíðarenda þrátt fyrir að Valsliðið hafi tapað fjórum af fyrstu sjö leikjum sínum þar á meðal á móti Þór á Akureyri í síðasta leik sínum. „Ég held að það sé ekkert panikk. Það er alltof snemmt til að fara að panikka eitthvað núna,“ sagði Teitur Örlygsson en Kjartan Atli skaut þá inn í: „En ætlast Valsmenn til þess að þeir verði Íslandsmeistarar,“ spurði Kjartan. „Ég held að þeir vilji gera tilkall til þess og ég hvort sem þeir vinna titilinn eða ekki þá vilja þeir komast í úrslitarimmuna sjálfa. Þeir hafa verið að tjalda ýmislegu til þarna og þeir eru ekkert hættir,“ sagði Teitur. „Það hlýtur að vera krafa því þeir væru annars ekki að fá Acox, Pavel, Jón Arnór og alla þessa kappa. Þetta eru KR-ingar sem eru vanir því að vinna titilinn. Þeir eru ekki að fara úr liði sem er búið að vinna sex titla í röð í að hafa það eitthvað náðugt í blokkaríbúðum í Hlíðunum,“ sagði Sævar Sævarsson. „Þeir vilja loksins fá pening fyrir að vinna titil en ekki bara í formi gullpenings heldur líka smá seðla,“ sagði Sævar. Umræðuefni framlengingarinnar að þessu sinni voru eftirtalin: Aftur: Haukar á fallsvæðinu Er ÍR-liðið ólíkt sjálfu sér? Er krafan titill á Hlíðarenda? ... en í Vesturbænum? Hvort hefur álagið meiri áhrif á leikmenn eða dómara? Það má finna alla framlenginguna í myndbandinu hér fyrir ofan. Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Steig á tána á Mike Tyson Sport Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Sjá meira
Kjartan Atli Kjartansson og sérfræðingar hans í Domino´s Körfuboltakvöldi ræddu ýmis mál í Framlengingunni í síðasta þætti þar sem farið var yfir sjöundu umferð Domino´s deildar karla. Sérfræðingar þáttarins að þessu sinni voru þeir Teitur Örlygsson og Sævar Sævarsson. Í framlengingunni í lok þáttarins henti Kjartan Atli fram nokkrum góðum spurningum. Ein af þeim var um meistaravonir Valsmanna sem réðu fimmfaldan Íslandsmeistaraþjálfara Finn Frey Stefánsson fyrir tímabilið og fengu líka til sín stórstjörnunnar Jón Arnór Stefánsson og Kristófer Axox frá Íslandsmeisturum KR. Klippa: Dominos Körfuboltakvöld: Framlengingin 1. febrúar 2021 Teitur Örlygsson segir enga ástæðu til að örvænta á Hlíðarenda þrátt fyrir að Valsliðið hafi tapað fjórum af fyrstu sjö leikjum sínum þar á meðal á móti Þór á Akureyri í síðasta leik sínum. „Ég held að það sé ekkert panikk. Það er alltof snemmt til að fara að panikka eitthvað núna,“ sagði Teitur Örlygsson en Kjartan Atli skaut þá inn í: „En ætlast Valsmenn til þess að þeir verði Íslandsmeistarar,“ spurði Kjartan. „Ég held að þeir vilji gera tilkall til þess og ég hvort sem þeir vinna titilinn eða ekki þá vilja þeir komast í úrslitarimmuna sjálfa. Þeir hafa verið að tjalda ýmislegu til þarna og þeir eru ekkert hættir,“ sagði Teitur. „Það hlýtur að vera krafa því þeir væru annars ekki að fá Acox, Pavel, Jón Arnór og alla þessa kappa. Þetta eru KR-ingar sem eru vanir því að vinna titilinn. Þeir eru ekki að fara úr liði sem er búið að vinna sex titla í röð í að hafa það eitthvað náðugt í blokkaríbúðum í Hlíðunum,“ sagði Sævar Sævarsson. „Þeir vilja loksins fá pening fyrir að vinna titil en ekki bara í formi gullpenings heldur líka smá seðla,“ sagði Sævar. Umræðuefni framlengingarinnar að þessu sinni voru eftirtalin: Aftur: Haukar á fallsvæðinu Er ÍR-liðið ólíkt sjálfu sér? Er krafan titill á Hlíðarenda? ... en í Vesturbænum? Hvort hefur álagið meiri áhrif á leikmenn eða dómara? Það má finna alla framlenginguna í myndbandinu hér fyrir ofan. Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Umræðuefni framlengingarinnar að þessu sinni voru eftirtalin: Aftur: Haukar á fallsvæðinu Er ÍR-liðið ólíkt sjálfu sér? Er krafan titill á Hlíðarenda? ... en í Vesturbænum? Hvort hefur álagið meiri áhrif á leikmenn eða dómara?
Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Steig á tána á Mike Tyson Sport Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Sjá meira