Skoðuðu meðferðina sem ungi strákurinn fékk frá Stólunum: „Þetta herðir hann bara“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. febrúar 2021 12:30 Styrmir Snær Þrastarson er duglegur að keyra á körfuna. Hér er hann í leik á móti Stjörnunni á dögunum. Vísir/Elín Björg Hinn ungi Styrmir Snær Þrastarson hefur slegið í gegn með Þórsliðinu í Domino´s deild karla í körfubolta í vetur en eins og strákarnir í Körfuboltakvöldi þá á strákurinn enn eftir að vinna sér inn virðingu frá dómurum deildarinnar. Kjartan Atli Kjartansson og félagar hans í Körfuboltakvöldi fóru yfir línuna sem dómararnir lögðu í leik Þórs frá Þorlákshöfn og Tindastóls á sunnudagskvöldið þar sem gestirnir frá Sauðárkróki unnu eins stigs sigur eftir framlengingu. „Þegar lið er með bakið upp við vegg þá er það ákveðið próf á liðið hvernig það kemur út í næsta leik. Koma menn út agressífir eða linir. Mér fannst Stólarnir koma út agressífir og maður velti því fyrir sér hvort að það hafi verið dagskipun að láta Styrmi finna fyrir því. Mér fannst hann vera svolítið ‚pundaður'. Við skulum skoða hvernig meðferð ungi leikmaðurinn fékk í þessum leik,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson og fór yfir nokkur dæmi þar sem leikmenn Tindastóls komust upp með að brjóta á Styrmi Snæ Þrastarsyni í leiknum. Klippa: Dominos Körfuboltakvöld: Slæm dómgæsla i Þorlákshöfn „Það er magnað að hann skuli ekki hafa fengið villu. Þetta er ótrúlegt,“ sagði Sævar Sævarsson, annar sérfræðinga þáttarins um eitt atvikið. „Ég tók kannski ekki alveg eftir þessum atriðum en mér fannst önnur atriði í leiknum þar sem var illa dæmt. Mér fannst þessi leikur illa dæmdur,“ sagði Teitur Örlygsson, hinn sérfræðingur þáttarins. „Ég tek undir það mér þér,“ sagði Kjartan Atli. Dómarar leiksins voru þrír af reyndustu dómurum landsins eða þeir Sigmundur Már Herbertsson, Eggert Þór Aðalsteinsson og Rögnvaldur Hreiðarsson. Skjámynd/S2 Sport „Oft er það þegar ungir leikmenn koma inn í deildina þá eru þeir ekki komnir með þetta. Ef þeir væru landsliðsmenn þá fengju þeir meiri virðingu,“ sagði Kjartan Atli og bætti við: „Kannski þurfa dómararnir að venjast því að dæma hjá svona gæja sem keyrir bara á körfuna í hvert einasta sinn,“ sagði Kjartan Atli. „Jonni (Jón Halldór Eðvaldsson) segir að ungir strákar eigi ekkert að fá dæmt, sagði Teitur og Kjartan Atli skaut þá inn í: „Jonni vill bara að stjörnurnar fái eitthvað dæmt,“ sagði Kjartan Atli. „Þetta herðir hann bara. Það herðir bara Styrmi að spila í gegnum þetta og það er ekkert gefins,“ sagði Teitur. Þeir héldu síðan áfram að fara yfir slaka dómgæslu í leiknum og má finna alla umfjöllun þeirra hér fyrir ofan. Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Mest lesið Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Handbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Fótbolti Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Sóley Margrét heimsmeistari Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Sjá meira
Kjartan Atli Kjartansson og félagar hans í Körfuboltakvöldi fóru yfir línuna sem dómararnir lögðu í leik Þórs frá Þorlákshöfn og Tindastóls á sunnudagskvöldið þar sem gestirnir frá Sauðárkróki unnu eins stigs sigur eftir framlengingu. „Þegar lið er með bakið upp við vegg þá er það ákveðið próf á liðið hvernig það kemur út í næsta leik. Koma menn út agressífir eða linir. Mér fannst Stólarnir koma út agressífir og maður velti því fyrir sér hvort að það hafi verið dagskipun að láta Styrmi finna fyrir því. Mér fannst hann vera svolítið ‚pundaður'. Við skulum skoða hvernig meðferð ungi leikmaðurinn fékk í þessum leik,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson og fór yfir nokkur dæmi þar sem leikmenn Tindastóls komust upp með að brjóta á Styrmi Snæ Þrastarsyni í leiknum. Klippa: Dominos Körfuboltakvöld: Slæm dómgæsla i Þorlákshöfn „Það er magnað að hann skuli ekki hafa fengið villu. Þetta er ótrúlegt,“ sagði Sævar Sævarsson, annar sérfræðinga þáttarins um eitt atvikið. „Ég tók kannski ekki alveg eftir þessum atriðum en mér fannst önnur atriði í leiknum þar sem var illa dæmt. Mér fannst þessi leikur illa dæmdur,“ sagði Teitur Örlygsson, hinn sérfræðingur þáttarins. „Ég tek undir það mér þér,“ sagði Kjartan Atli. Dómarar leiksins voru þrír af reyndustu dómurum landsins eða þeir Sigmundur Már Herbertsson, Eggert Þór Aðalsteinsson og Rögnvaldur Hreiðarsson. Skjámynd/S2 Sport „Oft er það þegar ungir leikmenn koma inn í deildina þá eru þeir ekki komnir með þetta. Ef þeir væru landsliðsmenn þá fengju þeir meiri virðingu,“ sagði Kjartan Atli og bætti við: „Kannski þurfa dómararnir að venjast því að dæma hjá svona gæja sem keyrir bara á körfuna í hvert einasta sinn,“ sagði Kjartan Atli. „Jonni (Jón Halldór Eðvaldsson) segir að ungir strákar eigi ekkert að fá dæmt, sagði Teitur og Kjartan Atli skaut þá inn í: „Jonni vill bara að stjörnurnar fái eitthvað dæmt,“ sagði Kjartan Atli. „Þetta herðir hann bara. Það herðir bara Styrmi að spila í gegnum þetta og það er ekkert gefins,“ sagði Teitur. Þeir héldu síðan áfram að fara yfir slaka dómgæslu í leiknum og má finna alla umfjöllun þeirra hér fyrir ofan. Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Mest lesið Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Handbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Fótbolti Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Sóley Margrét heimsmeistari Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Sjá meira