Baldur: Rútan lenti út af skömmu eftir að við fórum frá Mývatni Gunnar Gunnarsson skrifar 25. janúar 2021 22:20 Baldur Þór Ragnarsson gat loksins fagnað sigri í kvöld. vísir/bára Baldur Ragnarsson, þjálfari Tindastóls, sagði baráttugleði og liðsheild hafa skilað liðinu 86-103 sigri á Hetti á Egilsstöðum í kvöld. „Við sýndum vilja og unnum saman sem lið. Það var þessi orka sem flestir sem spilað hafa leikinn kannast við að skilar sigrinum, hlutirnir sem sjást ekki. Þeir hafa vanalega verið sterkir í þessu liði og voru það í kvöld.“ Antanas Udras var stigahæstur Tindastólsliðsins með 23 stig auk þess að taka ellefu fráköst. „Mér fannst hann frábær í þessum leik. Hann er góður frákastari og mjög ákveðinn sóknarfrákastari auk þess sem hann spilaði vel á móti Sigga (Sigurði Gunnari Þorsteinssyni).“ Um miðjan þriðja leikhluta var Bandaríkjamaðurinn Shawn Glover rekinn út af með sína aðra tæknivillu en hann var þá stigahæstur Tindastólsmanna. Nikolas Tomsick steig þá upp og raðaði niður stigum en kom lítið við sögu í fjórða leikhlutanum. Hann virtist hlífa öðrum fætinum en Baldur fullyrðir að hann sé heill. „Ég tók hann út af og ætlaði að setja hann inn á en þá voru þeir sem voru á vellinum búnir að læsa vörninni. Höttur skoraði ekki á okkur en við vorum skynsamir og góðir í sókninni og kláruðum þetta. Það er leikur á fimmtudag og með hliðsjón af honum og orkunni sem var inni á vellinum ákveð ég að halda honum á bekknum. Hann er fínn. Við erum með fullt af vopnum í okkar liði en það er liðsheildin sem siglir þessu heim. Ákveðnir leikmenn skora en svo eru aðrir sem taka þátt með að stökkva á lausa bolta eða leggja sig meira fram í vörninni.“ Tindastóll vann í kvöld sinn annan sigur í deildinni. Liðið er í níunda sæti en vill vera ofar. „Við höfum tapað í jöfnum leikjum eins og gegn Val og Njarðvík. Þar skilja á milli litlu hlutirnir sem sjást illa og ég minntist á áðan. Þá hefur vantað en voru til staðar í dag.“ Leikmenn Tindastóls reyndu að drífa sig af stað eftir leikinn í von um að fjallvegirnir norður í land haldist opnir þannig þeir komist heim eftir langan dag. „Við lögðum af stað um klukkan tíu í morgun og vorum komnir hingað um 17:30. Við tókum bara stutt matarstopp á Laugum. Rútan lenti út af skömmu eftir að við fórum frá Mývatni. Við biðum þar dálítinn tíma en svo mættu einhverjir meistarar, vinnukallar úr sveitinni og mokuðu okkur upp. Núna er svo best að fara heim.“ Dominos-deild karla Tindastóll Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Steig á tána á Mike Tyson Sport Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Sjá meira
„Við sýndum vilja og unnum saman sem lið. Það var þessi orka sem flestir sem spilað hafa leikinn kannast við að skilar sigrinum, hlutirnir sem sjást ekki. Þeir hafa vanalega verið sterkir í þessu liði og voru það í kvöld.“ Antanas Udras var stigahæstur Tindastólsliðsins með 23 stig auk þess að taka ellefu fráköst. „Mér fannst hann frábær í þessum leik. Hann er góður frákastari og mjög ákveðinn sóknarfrákastari auk þess sem hann spilaði vel á móti Sigga (Sigurði Gunnari Þorsteinssyni).“ Um miðjan þriðja leikhluta var Bandaríkjamaðurinn Shawn Glover rekinn út af með sína aðra tæknivillu en hann var þá stigahæstur Tindastólsmanna. Nikolas Tomsick steig þá upp og raðaði niður stigum en kom lítið við sögu í fjórða leikhlutanum. Hann virtist hlífa öðrum fætinum en Baldur fullyrðir að hann sé heill. „Ég tók hann út af og ætlaði að setja hann inn á en þá voru þeir sem voru á vellinum búnir að læsa vörninni. Höttur skoraði ekki á okkur en við vorum skynsamir og góðir í sókninni og kláruðum þetta. Það er leikur á fimmtudag og með hliðsjón af honum og orkunni sem var inni á vellinum ákveð ég að halda honum á bekknum. Hann er fínn. Við erum með fullt af vopnum í okkar liði en það er liðsheildin sem siglir þessu heim. Ákveðnir leikmenn skora en svo eru aðrir sem taka þátt með að stökkva á lausa bolta eða leggja sig meira fram í vörninni.“ Tindastóll vann í kvöld sinn annan sigur í deildinni. Liðið er í níunda sæti en vill vera ofar. „Við höfum tapað í jöfnum leikjum eins og gegn Val og Njarðvík. Þar skilja á milli litlu hlutirnir sem sjást illa og ég minntist á áðan. Þá hefur vantað en voru til staðar í dag.“ Leikmenn Tindastóls reyndu að drífa sig af stað eftir leikinn í von um að fjallvegirnir norður í land haldist opnir þannig þeir komist heim eftir langan dag. „Við lögðum af stað um klukkan tíu í morgun og vorum komnir hingað um 17:30. Við tókum bara stutt matarstopp á Laugum. Rútan lenti út af skömmu eftir að við fórum frá Mývatni. Við biðum þar dálítinn tíma en svo mættu einhverjir meistarar, vinnukallar úr sveitinni og mokuðu okkur upp. Núna er svo best að fara heim.“
Dominos-deild karla Tindastóll Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Steig á tána á Mike Tyson Sport Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Sjá meira