LeBron James sjóheitur þegar Lakers byrjaði langt útileikjaferðlag á sigri Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. janúar 2021 07:31 LeBron James var illviðráðanlegur í nótt enda setti hann niður sex af tíu þriggja stiga skotum sínum. AP/Jae C. Hong LeBron James og félagar í Los Angeles Lakers voru sjóðheitir fyrir utan þriggja stiga línuna í NBA deildinni í körfubolta í nótt. New York Knicks vann Golden State og sigurganga Utah Jazz hélt áfram. LeBron James skoraði 34 stig þegar Los Angeles Lakers vann 113-106 útisigur á Milwaukee Bucks en þetta var fyrsti leikurinn í löngu ferðalagi Lakers liðsins þar sem liðið spilar sjö útileiki í röð. LBJ drops season-high! @KingJames' 34 PTS (6 3PM), 8 AST propels the @Lakers past MIL as they move to 8-0 on the road! #LakeShow pic.twitter.com/dX2lc8Uyjw— NBA (@NBA) January 22, 2021 LeBron James hafði ekki skorað meira í einum leik á tímabilinu en hann ætlaði greinilega að passa upp á það að liðið kæmi sterkt til baka eftir tapið á móti Golden State Warriors í leiknum á undan. James var auk stiganna með 8 stoðsendingar og 6 fráköst en liðið vann fær 38 mínútur sem hann spilaði með 15 stigum. Kentavious Caldwell-Pope skoraði 23 stig og Anthony Davis var með 18 stig, 9 fráköst og 6 stoðsendingar. James var annar á eftir Giannis Antetokounmpo hjá Milwaukee Bucks í kjörinu á mikilvægasta leikmann NBA-deildarinnar á síðustu leiktíð og þetta var fyrsta viðureign þeirra félaga síðan þá. Giannis var með 25 stig, 12 fráköst og 3 stoðsendingar í nótt en hann tapaði líka níu boltum. Jrue Holiday skoraði 22 stig og Khris Middleton var með 20 stig. KCP catches fire! @CaldwellPope pours in 23 PTS, 7 3PM in the @Lakers W! #LakeShow pic.twitter.com/SmEujsvTs2— NBA (@NBA) January 22, 2021 Leikmenn Lakers liðsins röðuðu niður þriggja stiga skotum í leiknum en þeir hittu alls úr 19 af 37 skotum fyrir utan. James setti niður sex af tíu þriggja stiga skotum sínum en Caldwell-Pope gerði enn betur með því að setja niður sjö af tíu. Career-high for RJ! @RjBarrett6's 28 PTS help the @nyknicks win on the road in San Fran. #NewYorkForever pic.twitter.com/vNIhAf11zF— NBA (@NBA) January 22, 2021 New York Knicks liðið er komið á skrið en liðið vann 119-104 sigur á Golden State Warriors í nótt. Þetta var þriðji sigur liðsins í röð. RJ Barrett var með 28 stig og 5 stoðsendingar, Mitchell Robinson skoraði 18 stig og Julius Randle var með 16 stig, 17 fráköst og 9 stoðsendingar. Steph Curry var með 30 stig fyrir Golden State liðið sem náði ekki að fylgja eftir sigri á Lakers í leiknum á unan. Curry hitti úr 5 af 14 þriggja stiga skotum sínum í leiknum. Andrew Wiggins var næststigahæstur með 17 stig og nýliðinn James Wiseman skoraði 15 stig. JAZZ WIN 7th STRAIGHT! @spidadmitchell goes for a season-high 36 in the @utahjazz W vs. New Orleans! #TakeNote pic.twitter.com/dgLNWYJ3y1— NBA (@NBA) January 22, 2021 Donovan Mitchell skoraði 36 stig á aðeins 34 mínútum þegar Utah Jazz vann 129-118 sigur á New Orleans Pelicans en Utah liðið hefur nú unnið sjö leiki í röð og ellefu af fimmtán leikjum tímabilsins. Mike Conley skoraði 20 stig og Jordan Clarkson kom með 19 sitg inn af bekknum. Zion Williamson skoraði 27 stig fyrir Pelicans liðið og Brandon Ingram var með 23 stig. NBA Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Handbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Söguleg frammistaða Júlíu og Manuels skilaði þeim á EM Sport Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Fótbolti Fleiri fréttir Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Sjá meira
LeBron James skoraði 34 stig þegar Los Angeles Lakers vann 113-106 útisigur á Milwaukee Bucks en þetta var fyrsti leikurinn í löngu ferðalagi Lakers liðsins þar sem liðið spilar sjö útileiki í röð. LBJ drops season-high! @KingJames' 34 PTS (6 3PM), 8 AST propels the @Lakers past MIL as they move to 8-0 on the road! #LakeShow pic.twitter.com/dX2lc8Uyjw— NBA (@NBA) January 22, 2021 LeBron James hafði ekki skorað meira í einum leik á tímabilinu en hann ætlaði greinilega að passa upp á það að liðið kæmi sterkt til baka eftir tapið á móti Golden State Warriors í leiknum á undan. James var auk stiganna með 8 stoðsendingar og 6 fráköst en liðið vann fær 38 mínútur sem hann spilaði með 15 stigum. Kentavious Caldwell-Pope skoraði 23 stig og Anthony Davis var með 18 stig, 9 fráköst og 6 stoðsendingar. James var annar á eftir Giannis Antetokounmpo hjá Milwaukee Bucks í kjörinu á mikilvægasta leikmann NBA-deildarinnar á síðustu leiktíð og þetta var fyrsta viðureign þeirra félaga síðan þá. Giannis var með 25 stig, 12 fráköst og 3 stoðsendingar í nótt en hann tapaði líka níu boltum. Jrue Holiday skoraði 22 stig og Khris Middleton var með 20 stig. KCP catches fire! @CaldwellPope pours in 23 PTS, 7 3PM in the @Lakers W! #LakeShow pic.twitter.com/SmEujsvTs2— NBA (@NBA) January 22, 2021 Leikmenn Lakers liðsins röðuðu niður þriggja stiga skotum í leiknum en þeir hittu alls úr 19 af 37 skotum fyrir utan. James setti niður sex af tíu þriggja stiga skotum sínum en Caldwell-Pope gerði enn betur með því að setja niður sjö af tíu. Career-high for RJ! @RjBarrett6's 28 PTS help the @nyknicks win on the road in San Fran. #NewYorkForever pic.twitter.com/vNIhAf11zF— NBA (@NBA) January 22, 2021 New York Knicks liðið er komið á skrið en liðið vann 119-104 sigur á Golden State Warriors í nótt. Þetta var þriðji sigur liðsins í röð. RJ Barrett var með 28 stig og 5 stoðsendingar, Mitchell Robinson skoraði 18 stig og Julius Randle var með 16 stig, 17 fráköst og 9 stoðsendingar. Steph Curry var með 30 stig fyrir Golden State liðið sem náði ekki að fylgja eftir sigri á Lakers í leiknum á unan. Curry hitti úr 5 af 14 þriggja stiga skotum sínum í leiknum. Andrew Wiggins var næststigahæstur með 17 stig og nýliðinn James Wiseman skoraði 15 stig. JAZZ WIN 7th STRAIGHT! @spidadmitchell goes for a season-high 36 in the @utahjazz W vs. New Orleans! #TakeNote pic.twitter.com/dgLNWYJ3y1— NBA (@NBA) January 22, 2021 Donovan Mitchell skoraði 36 stig á aðeins 34 mínútum þegar Utah Jazz vann 129-118 sigur á New Orleans Pelicans en Utah liðið hefur nú unnið sjö leiki í röð og ellefu af fimmtán leikjum tímabilsins. Mike Conley skoraði 20 stig og Jordan Clarkson kom með 19 sitg inn af bekknum. Zion Williamson skoraði 27 stig fyrir Pelicans liðið og Brandon Ingram var með 23 stig.
NBA Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Handbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Söguleg frammistaða Júlíu og Manuels skilaði þeim á EM Sport Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Fótbolti Fleiri fréttir Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Sjá meira