Harden leikmannaskiptin björguðu mögulega lífi NBA leikmanns Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. janúar 2021 11:31 Caris LeVert í leik með sínu gamla liði Brooklyn Nets. AP/Brandon Dill Caris LeVert var einn af leikmönnunum sem fór í nýtt NBA-lið þegar Brooklyn Nets fékk til sín James Harden á dögunum. Við nákvæma læknisskoðun vegna skiptanna uppgötvaðist hins vegar blettur á nýranu hans. Caris LeVert hefur verið leikmaður Indiana Pacers í nokkra daga en hann er þó ekki að fara að spila fyrir Pacers liðið á næstunni. Ástæðan tengist þó ekkert körfubolta. Caris LeVert var einn af þeim sem fóru á milli fjögurra félaga í risaleikmannaskiptunum sem gáfu liði Brooklyn Nets tækifæri til að fá stigahæsta leikmann deildarinnar undanfarin ár í James Harden. James Harden er farin að spila með Brooklyn Nets og sömu sögu er að segja af hinum leikmönnum sem fóru á milli liða í skiptunum. LeVert er þakklátur fyrir skiptin en ekki beint körfuboltans vegna. Hann þurfti að gangast undir nákvæma læknisskoðun og þar kom falið mein í ljós. Það sást nefnilega blettur á nýran hans og LeVert hefur síðan verið í meðferð. Indiana Pacers segir að það sé ekki ljóst hvenær Caris LeVert spilar sinn fyrsta leik með liðinu. „Ég sýndi engin einkenni. Ég var að spila leiki og hafði ekki misst af einum leik á þessu tímabili. Mér leið eins og ég væri hundrað prósent heilbrigður,“ sagði Caris LeVert. "This trade could've possibly saved me in the long run."Caris LeVert opens up about the mass found on his kidney during his MRI for the Pacers pic.twitter.com/kdCmyWXqSJ— Bleacher Report (@BleacherReport) January 19, 2021 „Það má því segja að þessi skipti sýndu mér hvað var í gangi í líkamanum mínum. Ég ætla að horfa á þetta þannig og ég er auðmjúkur af því að þessi skipti hafa mögulega bjargað lífi mínu,“ sagði LeVert. „Fyrir mig er það mikilvægasta er að ná fullri heilsu á ný og passa upp á það að ég eigi langt líf. Fyrir utan körfuboltann þá er það mikilvægasta. Ég er ekki mikið að horfa á körfuboltann núna,“ sagði LeVert. „Auðvitað vil ég spila aftur eins fljótt og hægt er. Ég er keppnismaður og ég elska að spila körfubolta. Það mikilvægasta er samt að ná heilsu á ný. Við munum finna út úr þessu öllu í framtíðinni en akkúrat núna hef ég engin svör,“ sagði Caris LeVert um hvenær hann kemur aftur inn á körfuboltavöllinn. Breaking: Caris LeVert will be out indefinitely after an MRI revealed a small mass on his left kidney during a physical prior to finalizing the four-team trade. LeVert will undergo further medical tests and more details will follow as needed. pic.twitter.com/XwlBqzMFEJ— SportsCenter (@SportsCenter) January 16, 2021 Caris LeVert hafði spilað vel með Brooklyn Nets á tímabilinu og var með 18,5 stig og 6,0 stoðsendingar að meðaltali í fyrstu tólf leikjum liðsins. Þetta er ekki fyrsta áfallið í fjölskyldunni. Faðir hans dó úr hjartaáfalli þegar hann var fimmtán ára en LeVert og yngri bróður hans komu að pabba sínum. Móðir hans Kim er síðan með MS-sjúkdóminn. „Ég reyni að sjá það jákvæða í öllu. Ef þið sæjuð mömmu mína þá myndu þið aldrei giska á það að hún væri með MS sjúkdóminn eða að það væri eitthvað að henni. Ég hef trú á guð. Ég veit að allt getur ekki verið fullkomið en mínum huga er lífið hvernig þú bregst við hlutum miklu frekar en í hverju þú lendir,“ sagði Caris LeVert. NBA Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Söguleg frammistaða Júlíu og Manuels skilaði þeim á EM Sport Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Handbolti Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Fótbolti Fleiri fréttir Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Sjá meira
Caris LeVert hefur verið leikmaður Indiana Pacers í nokkra daga en hann er þó ekki að fara að spila fyrir Pacers liðið á næstunni. Ástæðan tengist þó ekkert körfubolta. Caris LeVert var einn af þeim sem fóru á milli fjögurra félaga í risaleikmannaskiptunum sem gáfu liði Brooklyn Nets tækifæri til að fá stigahæsta leikmann deildarinnar undanfarin ár í James Harden. James Harden er farin að spila með Brooklyn Nets og sömu sögu er að segja af hinum leikmönnum sem fóru á milli liða í skiptunum. LeVert er þakklátur fyrir skiptin en ekki beint körfuboltans vegna. Hann þurfti að gangast undir nákvæma læknisskoðun og þar kom falið mein í ljós. Það sást nefnilega blettur á nýran hans og LeVert hefur síðan verið í meðferð. Indiana Pacers segir að það sé ekki ljóst hvenær Caris LeVert spilar sinn fyrsta leik með liðinu. „Ég sýndi engin einkenni. Ég var að spila leiki og hafði ekki misst af einum leik á þessu tímabili. Mér leið eins og ég væri hundrað prósent heilbrigður,“ sagði Caris LeVert. "This trade could've possibly saved me in the long run."Caris LeVert opens up about the mass found on his kidney during his MRI for the Pacers pic.twitter.com/kdCmyWXqSJ— Bleacher Report (@BleacherReport) January 19, 2021 „Það má því segja að þessi skipti sýndu mér hvað var í gangi í líkamanum mínum. Ég ætla að horfa á þetta þannig og ég er auðmjúkur af því að þessi skipti hafa mögulega bjargað lífi mínu,“ sagði LeVert. „Fyrir mig er það mikilvægasta er að ná fullri heilsu á ný og passa upp á það að ég eigi langt líf. Fyrir utan körfuboltann þá er það mikilvægasta. Ég er ekki mikið að horfa á körfuboltann núna,“ sagði LeVert. „Auðvitað vil ég spila aftur eins fljótt og hægt er. Ég er keppnismaður og ég elska að spila körfubolta. Það mikilvægasta er samt að ná heilsu á ný. Við munum finna út úr þessu öllu í framtíðinni en akkúrat núna hef ég engin svör,“ sagði Caris LeVert um hvenær hann kemur aftur inn á körfuboltavöllinn. Breaking: Caris LeVert will be out indefinitely after an MRI revealed a small mass on his left kidney during a physical prior to finalizing the four-team trade. LeVert will undergo further medical tests and more details will follow as needed. pic.twitter.com/XwlBqzMFEJ— SportsCenter (@SportsCenter) January 16, 2021 Caris LeVert hafði spilað vel með Brooklyn Nets á tímabilinu og var með 18,5 stig og 6,0 stoðsendingar að meðaltali í fyrstu tólf leikjum liðsins. Þetta er ekki fyrsta áfallið í fjölskyldunni. Faðir hans dó úr hjartaáfalli þegar hann var fimmtán ára en LeVert og yngri bróður hans komu að pabba sínum. Móðir hans Kim er síðan með MS-sjúkdóminn. „Ég reyni að sjá það jákvæða í öllu. Ef þið sæjuð mömmu mína þá myndu þið aldrei giska á það að hún væri með MS sjúkdóminn eða að það væri eitthvað að henni. Ég hef trú á guð. Ég veit að allt getur ekki verið fullkomið en mínum huga er lífið hvernig þú bregst við hlutum miklu frekar en í hverju þú lendir,“ sagði Caris LeVert.
NBA Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Söguleg frammistaða Júlíu og Manuels skilaði þeim á EM Sport Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Handbolti Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Fótbolti Fleiri fréttir Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Sjá meira