NBA dagsins: Versta skotnýting ferilsins en Curry gat brosað Sindri Sverrisson skrifar 11. janúar 2021 14:30 Stephen Curry og Eric Paschall ánægðir í sigrinum nauma á Toronto Raptors. Getty/Ezra Shaw Stephen Curry var sjálfsagt manna fegnastur að sjá boltann dansa upp úr hringnum um leið og lokaflautið gall, í 106-105 sigri Golden State Warriors á Toronto Raptors í NBA-deildinni í nótt. Lokaskotið, sem Pascal Siakam tók, er meðal þess sem sjá má í NBA dagsins hér á Vísi en myndbandið er hér neðar í greininni. Curry er vanur því að vera í aðalhlutverki hjá Golden State en eftir nokkra stórleiki að undanförnu átti hann sitt versta kvöld á ferlinum gegn Toronto ef horft er til skotnýtingarinnar. Hann nýtti aðeins tvö af 16 skotum sínum úr opnum leik og hefur ekki átt verri frammistöðu hvað skot varðar, í leikjum þar sem hann hefur reynt að minnsta kosti fimm skot. Warriors fengu aftur á móti 46 stig af bekknum og Curry kvaðst sjálfur ekki hafa neinar áhyggjur af frammistöðu sinni í leiknum. Hann myndi halda áfram að skjóta í næstu leikjum. Náði þessu með mikilli vinnu á hverjum degi Í Los Angeles unnu heimamenn í Clippers nauman sigur á Chicago Bulls, 130-127, þar sem Kawhi Leonard átti tímamótaleik er hann rauf 10.000 stiga múrinn á sínum ferli. Leonard skoraði 35 stig og fagnaði sigri, á meðan að 45 stig Zach LaVine fyrir Chicago skiluðu engu. „Þetta er bara mikil vinna og fórnfýsi. Ég hef eytt ótal tímum í ræktinni til að komast hingað. Enginn bjóst við neinu af mér – ég náði þessu bara með mikilli vinnu á hverjum degi, með augun á settu marki,“ sagði Leonard. Meistararnir í Los Angeles Lakers eru svo á toppi vesturdeildarinnar með 8 sigra og 3 töp, eftir að hafa unnið öruggan sigur á Houston Rockets, 120-102, þar sem Anthony Davis var í aðalhlutverki með 27 stig. Svipmyndir úr leiknum, sem og sigrum Warriors og Clippers auk tíu bestu tilþrifa kvöldsins, má sjá hér að neðan: Klippa: NBA dagsins 11. janúar NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Söguleg frammistaða Júlíu og Manuels skilaði þeim á EM Sport Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Fótbolti Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Handbolti Fleiri fréttir Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Sjá meira
Lokaskotið, sem Pascal Siakam tók, er meðal þess sem sjá má í NBA dagsins hér á Vísi en myndbandið er hér neðar í greininni. Curry er vanur því að vera í aðalhlutverki hjá Golden State en eftir nokkra stórleiki að undanförnu átti hann sitt versta kvöld á ferlinum gegn Toronto ef horft er til skotnýtingarinnar. Hann nýtti aðeins tvö af 16 skotum sínum úr opnum leik og hefur ekki átt verri frammistöðu hvað skot varðar, í leikjum þar sem hann hefur reynt að minnsta kosti fimm skot. Warriors fengu aftur á móti 46 stig af bekknum og Curry kvaðst sjálfur ekki hafa neinar áhyggjur af frammistöðu sinni í leiknum. Hann myndi halda áfram að skjóta í næstu leikjum. Náði þessu með mikilli vinnu á hverjum degi Í Los Angeles unnu heimamenn í Clippers nauman sigur á Chicago Bulls, 130-127, þar sem Kawhi Leonard átti tímamótaleik er hann rauf 10.000 stiga múrinn á sínum ferli. Leonard skoraði 35 stig og fagnaði sigri, á meðan að 45 stig Zach LaVine fyrir Chicago skiluðu engu. „Þetta er bara mikil vinna og fórnfýsi. Ég hef eytt ótal tímum í ræktinni til að komast hingað. Enginn bjóst við neinu af mér – ég náði þessu bara með mikilli vinnu á hverjum degi, með augun á settu marki,“ sagði Leonard. Meistararnir í Los Angeles Lakers eru svo á toppi vesturdeildarinnar með 8 sigra og 3 töp, eftir að hafa unnið öruggan sigur á Houston Rockets, 120-102, þar sem Anthony Davis var í aðalhlutverki með 27 stig. Svipmyndir úr leiknum, sem og sigrum Warriors og Clippers auk tíu bestu tilþrifa kvöldsins, má sjá hér að neðan: Klippa: NBA dagsins 11. janúar NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Söguleg frammistaða Júlíu og Manuels skilaði þeim á EM Sport Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Fótbolti Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Handbolti Fleiri fréttir Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Sjá meira