John Wall stimplaði sig inn með stæl hjá Rockets Arnar Geir Halldórsson skrifar 1. janúar 2021 11:00 Spennandi samvinna í vændum. vísir/Getty Sjö leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt og í gærkvöldi, þar sem áramótunum var fagnað með flottum leikjum. Ein stærstu félagaskipti síðasta árs áttu sér stað í desembermánuði þegar leikstjórnandinn öflugi, John Wall, gekk í raðir Houston Rockets frá Washinghton Wizards en Russel Westbrook hélt í staðinn til höfuðborgarinnar. Wall lék sinn fyrsta leik fyrir Rockets í nótt þegar Sacramento Kings kom í heimsókn en Rockets hafði tapað tveimur fyrstu leikjum sínum á tímabilinu. Úr varð hörkuleikur þar sem Rockets hafði að lokum betur með þriggja stiga mun, 122-119. James Harden stóð fyrir sínu í stigaskorun, gerði 33 stig en John Wall átti sömuleiðis góðan leik í frumraun sinni; skoraði 22 stig auk þess að gefa níu stoðsendingar. Harden, Wall combine for 5 5 points and 1 7 assists in their first game as @HoustonRockets teammates!@JHarden13: 33 PTS, 8 AST@JohnWall: 22 PTS, 9 AST pic.twitter.com/pKugEKQ0TF— NBA (@NBA) January 1, 2021 Toronto Raptors innbyrti sinn fyrsta sigur á tímabilinu þegar liðið fékk New York Knicks í heimsókn og bundu þar með enda á tveggja leikja sigurgöngu Knicks. Fred VanVleet var stigahæstur í liði Raptors með 25 stig en Kyle Lowry kom næstur með 20 stig. Fred VanVleet's game-high 25 PTS and 7 AST lift the @Raptors at home! #KiaTipOff20 Kyle Lowry: 20 PTS, 4 3PMNorman Powell: 17 PTSJulius Randle: 16 PTS, 10 REB, 5 AST pic.twitter.com/yqHClWxcEe— NBA (@NBA) January 1, 2021 Í Philadelphia mættust tvö lið sem hafa farið vel af stað í byrjun leiktíðar þar sem heimamenn í 76ers voru með Orlando Magic í heimsókn. Höfðu heimamenn öruggan sigur, 116-92. Seth Curry, yngri bróðir Steph Curry, var atkvæðamestur Sixers manna með 21 stig ásamt Joel Embiid sem gerði einnig 21 stig auk þess að rífa niður níu fráköst. Öll úrslit næturinnar Indiana Pacers - Cleveland Cavaliers 119-99 Washington Wizards - Chicago Bulls 130-133 Orlando Magic - Philadelphia 76ers 92-116 Houston Rockets - Sacramento Kings 122-119 Toronto Raptors - New York Knicks 100-83 Oklahoma City Thunder - New Orleans Pelicans 80-113 Utah Jazz - Phoenix Suns 95-106 NBA Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti Söguleg frammistaða Júlíu og Manuels skilaði þeim á EM Sport Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Enski boltinn Basile verið kallaður röngu nafni í fjögur ár Sport Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti Hin 38 ára Marta gerði tvær að fíflum með ótrúlegu marki Fótbolti Fleiri fréttir Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Sjá meira
Ein stærstu félagaskipti síðasta árs áttu sér stað í desembermánuði þegar leikstjórnandinn öflugi, John Wall, gekk í raðir Houston Rockets frá Washinghton Wizards en Russel Westbrook hélt í staðinn til höfuðborgarinnar. Wall lék sinn fyrsta leik fyrir Rockets í nótt þegar Sacramento Kings kom í heimsókn en Rockets hafði tapað tveimur fyrstu leikjum sínum á tímabilinu. Úr varð hörkuleikur þar sem Rockets hafði að lokum betur með þriggja stiga mun, 122-119. James Harden stóð fyrir sínu í stigaskorun, gerði 33 stig en John Wall átti sömuleiðis góðan leik í frumraun sinni; skoraði 22 stig auk þess að gefa níu stoðsendingar. Harden, Wall combine for 5 5 points and 1 7 assists in their first game as @HoustonRockets teammates!@JHarden13: 33 PTS, 8 AST@JohnWall: 22 PTS, 9 AST pic.twitter.com/pKugEKQ0TF— NBA (@NBA) January 1, 2021 Toronto Raptors innbyrti sinn fyrsta sigur á tímabilinu þegar liðið fékk New York Knicks í heimsókn og bundu þar með enda á tveggja leikja sigurgöngu Knicks. Fred VanVleet var stigahæstur í liði Raptors með 25 stig en Kyle Lowry kom næstur með 20 stig. Fred VanVleet's game-high 25 PTS and 7 AST lift the @Raptors at home! #KiaTipOff20 Kyle Lowry: 20 PTS, 4 3PMNorman Powell: 17 PTSJulius Randle: 16 PTS, 10 REB, 5 AST pic.twitter.com/yqHClWxcEe— NBA (@NBA) January 1, 2021 Í Philadelphia mættust tvö lið sem hafa farið vel af stað í byrjun leiktíðar þar sem heimamenn í 76ers voru með Orlando Magic í heimsókn. Höfðu heimamenn öruggan sigur, 116-92. Seth Curry, yngri bróðir Steph Curry, var atkvæðamestur Sixers manna með 21 stig ásamt Joel Embiid sem gerði einnig 21 stig auk þess að rífa niður níu fráköst. Öll úrslit næturinnar Indiana Pacers - Cleveland Cavaliers 119-99 Washington Wizards - Chicago Bulls 130-133 Orlando Magic - Philadelphia 76ers 92-116 Houston Rockets - Sacramento Kings 122-119 Toronto Raptors - New York Knicks 100-83 Oklahoma City Thunder - New Orleans Pelicans 80-113 Utah Jazz - Phoenix Suns 95-106
NBA Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti Söguleg frammistaða Júlíu og Manuels skilaði þeim á EM Sport Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Enski boltinn Basile verið kallaður röngu nafni í fjögur ár Sport Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti Hin 38 ára Marta gerði tvær að fíflum með ótrúlegu marki Fótbolti Fleiri fréttir Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Sjá meira