Anna Björk í viðræðum við KR: „Rómantík að fara í uppeldisfélagið“ Anton Ingi Leifsson skrifar 5. maí 2020 21:00 Anna Björk í viðtalinu í dag. Hún á að baki rúmlega 140 leiki í efstu deild hér á landi sem og nokkra bikara. vísir/s2s Anna Björk Kristjánsdóttir, sem lék í vetur með PSV í hollensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, mun að öllum líkindum leika í Pepsi Max-deild kvenna í sumar en þetta staðfesti hún í Sportinu í dag. Anna Björk er þrítug en hún á að baki 43 landsleiki. Hún lék síðast hér á landi með Stjörnuna árið 2016, þar sem hún hafði leikið frá árinu 2009, en hún er þó uppalin í Vesturbænum. „Hugur minn leitar heim. Ég er mjög spenntur fyrir því og ætla að sjá hvernig það þróast,“ sagði Anna Björk í samtali við Kjartan Atla í dag. Umboðsmaðurinn skildi ekkert þegar Anna sagði við hana að hún vildi gjarnan spila fótbolta í sumar. „Þegar ég talaði við umboðsmanninn minn að það væri fínt að spila í sumar þá hló hún að mér og sagði að ég þyrfti að fara á aðra plánetu. Svo sagði ég henni að Ísland væri að stefna á að spila í sumar og þá talaði hún að senda alla leikmennina sem hún hefði til Íslands. Það eru forréttindi og það horfa margir til Íslands held ég.“ Anna Björk sagði í samtali við Morgunblaðið í morgun að hún væri í viðræðum við nokkur félög hér heima og eitt þeirra ku vera KR. Hún segir að það sé ákveðinn rómantík í því að fara heim. „Ég er að skoða mín mál og hvað hentar best fyrir mig á þessum tímapunkti. Maður á rætur að rekja til KR og það er rómantík að fara í uppeldisfélagið. Þetta er eitt af því sem ég er að skoða og ætla ekki að drífa mig of mikið þó ég vilji komast að niðurstöðu. Éger að skoða ýmsar hliðar og sjá hvað er best fyrir mig,“ Klippa: Sportið í dag - Anna Björk um KR Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Pepsi Max-deild kvenna Sportið í dag KR Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Í beinni: Svartfjallaland - Ísland | Gætu fellt Svartfellinga Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Í beinni: Svartfjallaland - Ísland | Gætu fellt Svartfellinga Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Sjá meira
Anna Björk Kristjánsdóttir, sem lék í vetur með PSV í hollensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, mun að öllum líkindum leika í Pepsi Max-deild kvenna í sumar en þetta staðfesti hún í Sportinu í dag. Anna Björk er þrítug en hún á að baki 43 landsleiki. Hún lék síðast hér á landi með Stjörnuna árið 2016, þar sem hún hafði leikið frá árinu 2009, en hún er þó uppalin í Vesturbænum. „Hugur minn leitar heim. Ég er mjög spenntur fyrir því og ætla að sjá hvernig það þróast,“ sagði Anna Björk í samtali við Kjartan Atla í dag. Umboðsmaðurinn skildi ekkert þegar Anna sagði við hana að hún vildi gjarnan spila fótbolta í sumar. „Þegar ég talaði við umboðsmanninn minn að það væri fínt að spila í sumar þá hló hún að mér og sagði að ég þyrfti að fara á aðra plánetu. Svo sagði ég henni að Ísland væri að stefna á að spila í sumar og þá talaði hún að senda alla leikmennina sem hún hefði til Íslands. Það eru forréttindi og það horfa margir til Íslands held ég.“ Anna Björk sagði í samtali við Morgunblaðið í morgun að hún væri í viðræðum við nokkur félög hér heima og eitt þeirra ku vera KR. Hún segir að það sé ákveðinn rómantík í því að fara heim. „Ég er að skoða mín mál og hvað hentar best fyrir mig á þessum tímapunkti. Maður á rætur að rekja til KR og það er rómantík að fara í uppeldisfélagið. Þetta er eitt af því sem ég er að skoða og ætla ekki að drífa mig of mikið þó ég vilji komast að niðurstöðu. Éger að skoða ýmsar hliðar og sjá hvað er best fyrir mig,“ Klippa: Sportið í dag - Anna Björk um KR Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Pepsi Max-deild kvenna Sportið í dag KR Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Í beinni: Svartfjallaland - Ísland | Gætu fellt Svartfellinga Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Í beinni: Svartfjallaland - Ísland | Gætu fellt Svartfellinga Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Sjá meira