Mættu of seint vegna tafa á brautinni en Sigurður sýndi enga miskunn Anton Ingi Leifsson skrifar 22. apríl 2020 14:00 Fannar Ólafsson fór um víðan völl í Sportinu í gær. vísir/s2s Fannar Ólafsson segir að aginn hjá Sigurði Ingimundarsyni hjá Keflavík hafi hjálpað sér mikið. Það var ekki sýnd nein miskunn þegar menn mættu of seint, sama hver ástæðan fyrir því hafi verið. Fannar gekk í raðir Keflavíkur árið 1997 en Sigurður Ingimundarson var þá þjálfari Keflavíkur. Aginn var þar mikill og menn máttu ekki mæta of seint. Fannar rifjaði upp skemmtilega sögu í Sportinu í kvöld sem var sýnt á dagskrá Stöðvar 2 Sports í gærkvöldi. „Við lentum í því að það er slys á Reykjanesbrautinni og við erum stopp. Við hugsuðum bara að við megum ekki vera of seinir. Það var algjör dauðasynd að vera of seinir hjá Sigga. Það er slys á Reykjanesbrautinni og við fórum aftur í og klæddum okkur í fötin og allt. Við vissum hvað myndi gerast því það var mikill agi á því,“ sagði Fannar en þeir komu örlítið of seint inn í íþróttahúsið í Keflavík. Þá beið þeirra samtal við Sigurð. Klippa: Sportið í kvöld - Fannar um Sigurð Ingimundarson „Við komum inn hlaupandi og erum fjórar mínútur yfir. Ef þú komst of seint þurftirðu að hlaupa svokallaðan stiga. Fram og til baka á ákveðnum tíma og fyrir hverja mínútu sem þú varst of seinn þurftirðu að gera það. Við komum inn og ég hélt að við ættum séns og sögðum að það hafi verið slys á brautinni og við gátum ekkert að þessu gert. Löggan hafi lokað. Hann svaraði: Af hverju lögðuði ekki fimm mínútum fyrr af stað? Þetta er dagsatt.“ Hann segir að þeir félagar hafi breytt sínum vönum eftir þetta atvik. „Hvað gerðum við? Klukkutíma og tuttugu mínútum fyrir æfingu keyrðum við af stað eftir þetta og við vorum komnir 40 mínútum fyrir æfingu. Það var enn fimleikaæfing í gangi í salnum.“ Hugarfarið var svona hjá margföldum Íslandsmeisturum Keflavíkur og Fannar segir að það hafi hjálpað sér síðar meir á ferlinum að koma inn og sjá allan þennan aga. „Þetta var hugarfarið. Þú ert hérna þegar þú átt að vera hérna og þú ert bara hér, ekki einhvers staðar annars staðar. Ég lærði þetta og lærði það líka að ef þú ert hérna þá þarftu að taka ákvörðun um hverju þú ætlar að sleppa. Hérna ertu til þess að verða bestur. Þú ert hjá fimmföldum meisturum og til þess að það sé hægt þá er allt annað aukaatriði.“ Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Sportið í kvöld Íslenski körfuboltinn Keflavík ÍF Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Fleiri fréttir „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Sjá meira
Fannar Ólafsson segir að aginn hjá Sigurði Ingimundarsyni hjá Keflavík hafi hjálpað sér mikið. Það var ekki sýnd nein miskunn þegar menn mættu of seint, sama hver ástæðan fyrir því hafi verið. Fannar gekk í raðir Keflavíkur árið 1997 en Sigurður Ingimundarson var þá þjálfari Keflavíkur. Aginn var þar mikill og menn máttu ekki mæta of seint. Fannar rifjaði upp skemmtilega sögu í Sportinu í kvöld sem var sýnt á dagskrá Stöðvar 2 Sports í gærkvöldi. „Við lentum í því að það er slys á Reykjanesbrautinni og við erum stopp. Við hugsuðum bara að við megum ekki vera of seinir. Það var algjör dauðasynd að vera of seinir hjá Sigga. Það er slys á Reykjanesbrautinni og við fórum aftur í og klæddum okkur í fötin og allt. Við vissum hvað myndi gerast því það var mikill agi á því,“ sagði Fannar en þeir komu örlítið of seint inn í íþróttahúsið í Keflavík. Þá beið þeirra samtal við Sigurð. Klippa: Sportið í kvöld - Fannar um Sigurð Ingimundarson „Við komum inn hlaupandi og erum fjórar mínútur yfir. Ef þú komst of seint þurftirðu að hlaupa svokallaðan stiga. Fram og til baka á ákveðnum tíma og fyrir hverja mínútu sem þú varst of seinn þurftirðu að gera það. Við komum inn og ég hélt að við ættum séns og sögðum að það hafi verið slys á brautinni og við gátum ekkert að þessu gert. Löggan hafi lokað. Hann svaraði: Af hverju lögðuði ekki fimm mínútum fyrr af stað? Þetta er dagsatt.“ Hann segir að þeir félagar hafi breytt sínum vönum eftir þetta atvik. „Hvað gerðum við? Klukkutíma og tuttugu mínútum fyrir æfingu keyrðum við af stað eftir þetta og við vorum komnir 40 mínútum fyrir æfingu. Það var enn fimleikaæfing í gangi í salnum.“ Hugarfarið var svona hjá margföldum Íslandsmeisturum Keflavíkur og Fannar segir að það hafi hjálpað sér síðar meir á ferlinum að koma inn og sjá allan þennan aga. „Þetta var hugarfarið. Þú ert hérna þegar þú átt að vera hérna og þú ert bara hér, ekki einhvers staðar annars staðar. Ég lærði þetta og lærði það líka að ef þú ert hérna þá þarftu að taka ákvörðun um hverju þú ætlar að sleppa. Hérna ertu til þess að verða bestur. Þú ert hjá fimmföldum meisturum og til þess að það sé hægt þá er allt annað aukaatriði.“ Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í kvöld Íslenski körfuboltinn Keflavík ÍF Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Fleiri fréttir „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Sjá meira