„KR var svona klúbbur sem fór á Rauða ljónið á fimmtudegi eftir leik og fékk sér bjór“ Anton Ingi Leifsson skrifar 22. apríl 2020 09:30 Fannar Ólafsson fór um víðan völl í Sportinu í gær. vísir/s2s Fannar Ólafsson valdi KR fram yfir Grindavík árið 2005 eftir söluræðu Böðvars Guðjónssonar formanns körfuknattleiksdeildar KR. Hann segir að margt hafi verið að hjá KR á þeim tíma og að menn hafi viljað breytunum. Fannar var gestur hjá Rikka G í Sportinu í kvöld sem var á dagskrá Stöðvar 2 Sports í gærkvöldi en þar gerði Fannar upp ferilinn. Hann er ansi myndarlegur en hann vann tólf titla á sínum ferli, þar á meðal varð hann fimm sinnum Íslandsmeistari. Miðherjinn lék með gríska liðinu Dukas tímabilið 2004/2005 en er hann snéri heim voru það tvö lið sem vildu fá hann. „Ég kem í KR tímabilið 2005/2006 og Herbert Arnarson er með okkur. Hann er frábær þjálfari. Það er búinn til ákveðinn grunnur og Benedikt Guðmundsson kemur árið eftir,“ sagði Fannar áður en hann taldi upp flotta leikmenn KR-liðsins á þessum tíma. „Þarna var KR ekki búið að vinna titil síðan 1999. Þegar ég kem heim að utan þá heyra Böðvar Guðjónsson og Páll Kolbeinsson í mér. Grindavík var að tala við mig þarna og ég ætla ekki að vera ljúga þessu en ég man þetta ekki alveg. Mig minnir að Grindavík hafi getað borgað 350 þúsund kall en KR 150. Ég er að koma heim meiddur. Böddi segir við mig að hann vilji fá þetta klikkaða „attitude“. Hann sagðist þurfa að búa þetta til í KR.“ Fannar segir að KR hafi verið nánast aðhlátursefni þegar þeir töluðu um að þeir ætluðu að verða flottasta félagið í körfunni og hann segir að það hafi tekið sinn tíma. „Það var þannig að KR var svona klúbbur sem fór á Rauða ljónið á fimmtudegi eftir leik og fékk sér bjór. Þeir sögðu við mig að við ætlum að setja fullt af peningum í yngri flokkana og þú þarft að koma og hjálpa okkur. Sama hvort það var söluræða eða ekki. Það tók þessa klikkaða hugsun í manni og ég tók minni pening en ekki því ég treysti því að því yrði fylgt eftir.“ Klippa: Sportið í kvöld - Fannar um ákvörðunina að fara í KR Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Sportið í kvöld Dominos-deild karla KR Mest lesið Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Handbolti Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Sjá meira
Fannar Ólafsson valdi KR fram yfir Grindavík árið 2005 eftir söluræðu Böðvars Guðjónssonar formanns körfuknattleiksdeildar KR. Hann segir að margt hafi verið að hjá KR á þeim tíma og að menn hafi viljað breytunum. Fannar var gestur hjá Rikka G í Sportinu í kvöld sem var á dagskrá Stöðvar 2 Sports í gærkvöldi en þar gerði Fannar upp ferilinn. Hann er ansi myndarlegur en hann vann tólf titla á sínum ferli, þar á meðal varð hann fimm sinnum Íslandsmeistari. Miðherjinn lék með gríska liðinu Dukas tímabilið 2004/2005 en er hann snéri heim voru það tvö lið sem vildu fá hann. „Ég kem í KR tímabilið 2005/2006 og Herbert Arnarson er með okkur. Hann er frábær þjálfari. Það er búinn til ákveðinn grunnur og Benedikt Guðmundsson kemur árið eftir,“ sagði Fannar áður en hann taldi upp flotta leikmenn KR-liðsins á þessum tíma. „Þarna var KR ekki búið að vinna titil síðan 1999. Þegar ég kem heim að utan þá heyra Böðvar Guðjónsson og Páll Kolbeinsson í mér. Grindavík var að tala við mig þarna og ég ætla ekki að vera ljúga þessu en ég man þetta ekki alveg. Mig minnir að Grindavík hafi getað borgað 350 þúsund kall en KR 150. Ég er að koma heim meiddur. Böddi segir við mig að hann vilji fá þetta klikkaða „attitude“. Hann sagðist þurfa að búa þetta til í KR.“ Fannar segir að KR hafi verið nánast aðhlátursefni þegar þeir töluðu um að þeir ætluðu að verða flottasta félagið í körfunni og hann segir að það hafi tekið sinn tíma. „Það var þannig að KR var svona klúbbur sem fór á Rauða ljónið á fimmtudegi eftir leik og fékk sér bjór. Þeir sögðu við mig að við ætlum að setja fullt af peningum í yngri flokkana og þú þarft að koma og hjálpa okkur. Sama hvort það var söluræða eða ekki. Það tók þessa klikkaða hugsun í manni og ég tók minni pening en ekki því ég treysti því að því yrði fylgt eftir.“ Klippa: Sportið í kvöld - Fannar um ákvörðunina að fara í KR Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í kvöld Dominos-deild karla KR Mest lesið Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Handbolti Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Sjá meira