Íslenska VARsjáin gat borið sig saman við tæknina sem er notuð í enska boltanum Anton Ingi Leifsson skrifar 26. mars 2020 19:00 Vilhjálmur Alvar Þórarinsson er einn starfsmanna OZ. Hann er einnig einn besti dómari Pepsi Max-deildarinnar. vísir/bára Vilhjálmur Alvar Þórarinsson, milliríkjadómari, hefur undanfarnar vikur og mánuði unnið að nýju VAR-kerfi sem gæti nýst á Íslandi. Hann vinnur hjá íslenska hugbúnaðarfyrirtækinu OZ þar sem unnið er hörðum höndum að kerfi sem gæti nýst sem hin svokallaða VARsjá, myndbandaðstoðardómarar. Vilhjálmur Alvar segir að kerfið sem OZ hefur hannað hafi komist í gegnum ákveðið próf fyrr í mánuðinum en OZ hefur unnið að kerfinu undanfarna mánuði. Þar voru það tvö fyrirtæki sem komust í gegnum prófið og hitt fyrirtækið var ekkert smá fyrirtæki. „Á þessum viðburði hjá hollenska knattspyrnusambandinu sem við vorum á í mars voru tvö fyrirtæki. Það voru við og Hawk-Eye en þeir sjá um enska, spænska, ítalska boltann, UEFA og þessar stærstu. Við gátum borið okkur saman við toppinn og eigum eftir að fá niðurstöðurnar en við komumst í gegnum þetta nálarauga,“ sagði Vilhjálmur Alvar sem var gestur í Sportinu í dag. Næsta spurning beindist svo að því hvenær við myndum sjá VAR-ið í Pepsi Max-deildunum hér heima. „Vonandi sem fyrst. Það er alltaf ákvörðun sem knattspyrnusamböndin þurfa að taka því að maður tekur ekki bara ákvörðun og segja nú ætlum við að taka VAR. Það þarf að þjálfa dómara og þessi þjálfun tekur langan tíma. Þú þarft að þjálfa þá í að vinna með myndbandsbúnaðinn og þjálfa dómarana á vellinum að hafa VAR í eyranu og annað.“ „Slíkt þjálfunarferli tekur hjá sumum allt upp í ár. Danirnir eru að eyða átta mánuðum í þetta og svo framvegis. Það væri frábært fyrir okkur að fá þetta inn á Íslandi og ekki bara fyrir okkur heldur fyrir íslenska knattspyrnu. Til þess að tryggja það að stórar ákvarðanir fara ekki úrskeiðis. Maður sem vill dómari vill dæma allt rétt en það getur gerst að eitthvað stórt gerist. Við höfum dæmi úr íslenskri knattspyrnu þar sem hefði verið gott að hafa myndbandsdómgæslu.“ Farið var yfir nokkur atvik í stærstu deildunum og þeir Henry Birgir Gunnarsson og Kjartan Atli Kjartansson létu Vilhjálm útskýra hina ýmsu dóma. Klippa: Vilhjálmur Alvar um OZ Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Íslenski boltinn Sportið í dag Mest lesið Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Fótbolti Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Fleiri fréttir Birkir Valur yfirgefur HK Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Markvörður Bayern með krabbamein Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Sjá meira
Vilhjálmur Alvar Þórarinsson, milliríkjadómari, hefur undanfarnar vikur og mánuði unnið að nýju VAR-kerfi sem gæti nýst á Íslandi. Hann vinnur hjá íslenska hugbúnaðarfyrirtækinu OZ þar sem unnið er hörðum höndum að kerfi sem gæti nýst sem hin svokallaða VARsjá, myndbandaðstoðardómarar. Vilhjálmur Alvar segir að kerfið sem OZ hefur hannað hafi komist í gegnum ákveðið próf fyrr í mánuðinum en OZ hefur unnið að kerfinu undanfarna mánuði. Þar voru það tvö fyrirtæki sem komust í gegnum prófið og hitt fyrirtækið var ekkert smá fyrirtæki. „Á þessum viðburði hjá hollenska knattspyrnusambandinu sem við vorum á í mars voru tvö fyrirtæki. Það voru við og Hawk-Eye en þeir sjá um enska, spænska, ítalska boltann, UEFA og þessar stærstu. Við gátum borið okkur saman við toppinn og eigum eftir að fá niðurstöðurnar en við komumst í gegnum þetta nálarauga,“ sagði Vilhjálmur Alvar sem var gestur í Sportinu í dag. Næsta spurning beindist svo að því hvenær við myndum sjá VAR-ið í Pepsi Max-deildunum hér heima. „Vonandi sem fyrst. Það er alltaf ákvörðun sem knattspyrnusamböndin þurfa að taka því að maður tekur ekki bara ákvörðun og segja nú ætlum við að taka VAR. Það þarf að þjálfa dómara og þessi þjálfun tekur langan tíma. Þú þarft að þjálfa þá í að vinna með myndbandsbúnaðinn og þjálfa dómarana á vellinum að hafa VAR í eyranu og annað.“ „Slíkt þjálfunarferli tekur hjá sumum allt upp í ár. Danirnir eru að eyða átta mánuðum í þetta og svo framvegis. Það væri frábært fyrir okkur að fá þetta inn á Íslandi og ekki bara fyrir okkur heldur fyrir íslenska knattspyrnu. Til þess að tryggja það að stórar ákvarðanir fara ekki úrskeiðis. Maður sem vill dómari vill dæma allt rétt en það getur gerst að eitthvað stórt gerist. Við höfum dæmi úr íslenskri knattspyrnu þar sem hefði verið gott að hafa myndbandsdómgæslu.“ Farið var yfir nokkur atvik í stærstu deildunum og þeir Henry Birgir Gunnarsson og Kjartan Atli Kjartansson létu Vilhjálm útskýra hina ýmsu dóma. Klippa: Vilhjálmur Alvar um OZ Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Íslenski boltinn Sportið í dag Mest lesið Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Fótbolti Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Fleiri fréttir Birkir Valur yfirgefur HK Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Markvörður Bayern með krabbamein Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Sjá meira