Sendi frá sér yfirlýsingu eftir að hafa brotið reglur um sóttkví Anton Ingi Leifsson skrifar 20. mars 2020 10:45 Luka Jovic á varamannabekknum hjá Real fyrr í vetur. vísir/getty Luka Jovic, framherji Real Madrid, sendi frá sér stutta yfirlýsingu á Instagram í gær eftir að fréttir bárust af því að hann hefði brotið af sér í sóttkví er hann var í heimsókn í heimalandi sínu, Serbíu. Þessi 22 ára gamli framherji kom til Serbíu frá Spáni í síðustu viku og átti hann að vera 28 daga í sóttkví eins og allir aðrir sem koma heim frá löndum þar sem veiran hefur náð til. Hann sást hins vegar á götum Belgrad og í viðtali í gær sagði innanríkisráðherra Serba að það skipti engu máli hvort menn væru íþróttamenn eða ekki; þeim yrði refsað sem myndu brjóta gagnvart sóttkví reglunum. „Það er mjög erfitt að fylgjast með aðstæðunum í landinu okkar sem og öllum heiminum. Ég vil senda stuðning á alla en fyrst vil ég segja að ég er miður mín að vera aðal umræðuefnið þessa dagana,“ skrifaði Jovic á Instagram-síðu sína. Real Madrid striker Luka Jovic has moved to explain hismself after allegedly breaking the coronavirus quarantine imposed by Serbian authorities.https://t.co/3TKbZ9vZRT— Sky Sports Football (@SkyFootball) March 20, 2020 „Það er stöðugt verið að skrifa um mig og mér finnst það miður því það er ekki verið að skrifa um þessar hetjur sem eru að berjast við veiruna, sem eru læknar og þeir sem vinna í heilbrigðisgeiranum.“ „Í Madríd var ég mældur fyrir COVID-19 en það kom neikvætt út. Ég ferðaðist þar af leiðandi til Serbíu til að styðja fólkið og vera nálægt fólkinu mínu, en ég fékk leyfi frá félaginu. Þegar ég kom til Serbíu fór ég aftur í prufu og hún kom neikvæð út.“ „Ég er sorgmæddur yfir því að það er fólk sem hefur ekki unnið þeirra vinnu almennilega og hefur ekki gefið mér fullkomnar upplýsingar um sóttkví. Á Spáni máttu fara í matvörubúð og apótek en ekki hér. Ég vona að við getum komist yfir þetta saman,“ skrifað Jovic. Spænski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir Öruggt hjá liði Díönu Daggar í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Suðurnesjaliðin með góða sigra Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Frækinn sigur Vals í Kristianstad Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sóley Margrét heimsmeistari Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Vildi ekki rota og meiða Tyson Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Sjá meira
Luka Jovic, framherji Real Madrid, sendi frá sér stutta yfirlýsingu á Instagram í gær eftir að fréttir bárust af því að hann hefði brotið af sér í sóttkví er hann var í heimsókn í heimalandi sínu, Serbíu. Þessi 22 ára gamli framherji kom til Serbíu frá Spáni í síðustu viku og átti hann að vera 28 daga í sóttkví eins og allir aðrir sem koma heim frá löndum þar sem veiran hefur náð til. Hann sást hins vegar á götum Belgrad og í viðtali í gær sagði innanríkisráðherra Serba að það skipti engu máli hvort menn væru íþróttamenn eða ekki; þeim yrði refsað sem myndu brjóta gagnvart sóttkví reglunum. „Það er mjög erfitt að fylgjast með aðstæðunum í landinu okkar sem og öllum heiminum. Ég vil senda stuðning á alla en fyrst vil ég segja að ég er miður mín að vera aðal umræðuefnið þessa dagana,“ skrifaði Jovic á Instagram-síðu sína. Real Madrid striker Luka Jovic has moved to explain hismself after allegedly breaking the coronavirus quarantine imposed by Serbian authorities.https://t.co/3TKbZ9vZRT— Sky Sports Football (@SkyFootball) March 20, 2020 „Það er stöðugt verið að skrifa um mig og mér finnst það miður því það er ekki verið að skrifa um þessar hetjur sem eru að berjast við veiruna, sem eru læknar og þeir sem vinna í heilbrigðisgeiranum.“ „Í Madríd var ég mældur fyrir COVID-19 en það kom neikvætt út. Ég ferðaðist þar af leiðandi til Serbíu til að styðja fólkið og vera nálægt fólkinu mínu, en ég fékk leyfi frá félaginu. Þegar ég kom til Serbíu fór ég aftur í prufu og hún kom neikvæð út.“ „Ég er sorgmæddur yfir því að það er fólk sem hefur ekki unnið þeirra vinnu almennilega og hefur ekki gefið mér fullkomnar upplýsingar um sóttkví. Á Spáni máttu fara í matvörubúð og apótek en ekki hér. Ég vona að við getum komist yfir þetta saman,“ skrifað Jovic.
Spænski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir Öruggt hjá liði Díönu Daggar í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Suðurnesjaliðin með góða sigra Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Frækinn sigur Vals í Kristianstad Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sóley Margrét heimsmeistari Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Vildi ekki rota og meiða Tyson Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Sjá meira