Lukaku fékk reiðilestur frá Conte | „Hvað varstu að gera?“ Sindri Sverrisson skrifar 19. mars 2020 21:30 Romelu Lukaku hefur raðað inn mörkum fyrir Inter. vísir/getty Romelu Lukaku segir að minnstu hafi mátt muna að hann færi til Juventus í stað Inter Mílanó síðasta sumar. Hann segir Ole Gunnar Solskjær hafa viljað halda sér hjá Manchester United. Lukaku er í heimasóttkví eins og aðrir knattspyrnumenn á Ítalíu en áður en að kórónuveiran setti allt úr skorðum hafði hann skorað 17 mörk í 26 deildarleikjum fyrir Inter. Vistaskiptin til Ítalíu virðast því hafa gert honum gott og í viðtali á Youtube-rás gamla markahróksins Ian Wright kveðst hann ekki sjá eftir því að hafa yfirgefið United: „Ég vissi að það yrði gott. Það geta allir átt eitt slæmt tímabil á sínum ferli. Þú veist hvað var í gangi á bakvið tjöldin – þetta var bara búið spil. Þetta var erfið staða þar sem ég varð að taka ákvörðun og fara eitthvert þar sem ég myndi vinna með einhverjum sem vildi mig líka. Þeir vildu halda mér en ég sagði að þessu væri lokið. Ég sagði Manchester United að félagið væri á réttri leið, væri að fá rétta leikmenn og standa sig vel, og ég óska þeim alls hins besta. Það er barnalegt að vera með einhverja vanvirðingu gagnvart sínu gamla félagi,“ sagði Lukaku. Aðspurður um möguleikann á að hann færi til Juventus sagði Belginn: „Það munaði litlu, alveg sáralitlu, en ég horfði alltaf til Inter og þjálfarans hér. Þegar ég var stráklingur þá leit ég upp til Adriano, Ronaldo, Christian Vieri, svo að þegar Inter kom inn í myndina… og Conte hafði viljað fá mig til Chelsea og Juve sömuleiðis. Ég hugsaði með mér að nú væri tímabært að fara og sjá hvernig þetta væri. Mikilvægast var að komast í gott form. Þetta er öðruvísi, hérna er mikið lagt á mann maður. Guð minn góður, spurðu Ashley Young einhvern tímann út í þetta,“ sagði Lukaku. Hann kann vel að meta Antonio Conte sem sótti það fast að fá Lukaku til Inter, en stjórinn væntir mikils af sínum mönnum eins og Lukaku fékk að kynnast: „Við vinnum eftir ákveðnum kerfum svo að ef að maður klúðrar einhverju þá stoppar hann allt og spyr: „Hvað varstu að gera?“ Fyrir framan alla! Hann gerði það við mig þegar við spiluðum við Slavia Prag. Það var náungi þarna í vörninni sem vann návígi við mig og fagnaði því eins og marki. Stjórinn talaði um þetta í fimm mínútur — þrumaði yfir mér fyrir framan alla. Ég hefði getað sokkið ofan í jörðina. Þetta var í fyrsta sinn á mínum tíu ára ferli sem ég lenti í svona. Maður getur annað hvort sokkið niður eða brugðist við og það gerði ég,“ sagði Lukaku. Ítalski boltinn Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Sóley Margrét heimsmeistari Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Fleiri fréttir Aron Einar miðvörður í Niksic Í beinni: Svartfjallaland - Ísland | Gætu fellt Svartfellinga Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Sjá meira
Romelu Lukaku segir að minnstu hafi mátt muna að hann færi til Juventus í stað Inter Mílanó síðasta sumar. Hann segir Ole Gunnar Solskjær hafa viljað halda sér hjá Manchester United. Lukaku er í heimasóttkví eins og aðrir knattspyrnumenn á Ítalíu en áður en að kórónuveiran setti allt úr skorðum hafði hann skorað 17 mörk í 26 deildarleikjum fyrir Inter. Vistaskiptin til Ítalíu virðast því hafa gert honum gott og í viðtali á Youtube-rás gamla markahróksins Ian Wright kveðst hann ekki sjá eftir því að hafa yfirgefið United: „Ég vissi að það yrði gott. Það geta allir átt eitt slæmt tímabil á sínum ferli. Þú veist hvað var í gangi á bakvið tjöldin – þetta var bara búið spil. Þetta var erfið staða þar sem ég varð að taka ákvörðun og fara eitthvert þar sem ég myndi vinna með einhverjum sem vildi mig líka. Þeir vildu halda mér en ég sagði að þessu væri lokið. Ég sagði Manchester United að félagið væri á réttri leið, væri að fá rétta leikmenn og standa sig vel, og ég óska þeim alls hins besta. Það er barnalegt að vera með einhverja vanvirðingu gagnvart sínu gamla félagi,“ sagði Lukaku. Aðspurður um möguleikann á að hann færi til Juventus sagði Belginn: „Það munaði litlu, alveg sáralitlu, en ég horfði alltaf til Inter og þjálfarans hér. Þegar ég var stráklingur þá leit ég upp til Adriano, Ronaldo, Christian Vieri, svo að þegar Inter kom inn í myndina… og Conte hafði viljað fá mig til Chelsea og Juve sömuleiðis. Ég hugsaði með mér að nú væri tímabært að fara og sjá hvernig þetta væri. Mikilvægast var að komast í gott form. Þetta er öðruvísi, hérna er mikið lagt á mann maður. Guð minn góður, spurðu Ashley Young einhvern tímann út í þetta,“ sagði Lukaku. Hann kann vel að meta Antonio Conte sem sótti það fast að fá Lukaku til Inter, en stjórinn væntir mikils af sínum mönnum eins og Lukaku fékk að kynnast: „Við vinnum eftir ákveðnum kerfum svo að ef að maður klúðrar einhverju þá stoppar hann allt og spyr: „Hvað varstu að gera?“ Fyrir framan alla! Hann gerði það við mig þegar við spiluðum við Slavia Prag. Það var náungi þarna í vörninni sem vann návígi við mig og fagnaði því eins og marki. Stjórinn talaði um þetta í fimm mínútur — þrumaði yfir mér fyrir framan alla. Ég hefði getað sokkið ofan í jörðina. Þetta var í fyrsta sinn á mínum tíu ára ferli sem ég lenti í svona. Maður getur annað hvort sokkið niður eða brugðist við og það gerði ég,“ sagði Lukaku.
Ítalski boltinn Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Sóley Margrét heimsmeistari Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Fleiri fréttir Aron Einar miðvörður í Niksic Í beinni: Svartfjallaland - Ísland | Gætu fellt Svartfellinga Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Sjá meira