Justin Shouse skrifaði skáldsögu um Ísland þrettán ára gamall og hún rættist Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. desember 2020 14:01 Justin Shouse og sögulega skáldsagan hans um Ísland. Skjámynd/S2 Sport Heimildaþáttur um hinn magnaða Justin Shouse verður á dagskrá á Stöð 2 Sport í kvöld þar sem Kjartan Atli Kjartansson ræðir við þennan frábæra leikmann og mikla karakter. Þar kemur ýmislegt í ljós. Justin Shouse sagði meðal annars sögun af því hvernig hann kynnti fyrst Íslandi í áttunda bekk löngu áður en hann mætti til landsins til að spila körfubolta. Guðjón Guðmundsson birti þetta brot úr heimildarmyndinni í kvöldfréttum Stöðvar tvö í gær. „Ég á skrýtna tengingu við Íslands áður en þetta ævintýri varð að veruleika. Þegar ég var í áttunda bekk þá áttum við að skrifa ritgerð um land. Maður mátti velja sér land,“ sagði Justin Shouse og hélt áfram: „Ég hef alltaf farið ótroðnar slóðir og ég valdi sem sagt Ísland. Nokkrum árum síðar talaði ég um Ísland við þjálfara minn í háskólakörfuboltanum sem var góður vinur Sigurðar Hjörleifssonar umboðsmanns. Hann fer að tala um að tækifæri hafi opnast fyrir mig að spila körfubolta á Íslandi,“ sagði Justin Shouse. „Ég sagði: Mér fannst alltaf vera eitthvað sem tengdi mig við Ísland. Ég var líka að tala við mömmu sem geymir gamlar greinar úr dagblöðum og alls konar hluti sem ég hafði búið til að í smíða- og handavinnutímum. Hún hafði geymt skýrsluna mína um Ísland og tók hana upp úr þessari stóru kistu sem hún átti,“ sagði Shouse. „Hún sagði: Mannstu eftir þessu? Ég sagði bara Vá. Þetta var söguleg skáldsaga og ég hafði farið til Íslands til að spila sem atvinnumaður í körfubolta. Stundum er ég stressaður að tala um þetta því það er með ólíkindum að ég hafi skrifað ritgerð um land þar sem ég átti að vera atvinnumaður í körfubolta og það myndi síðan allt rætast. Hverjar eru líkurnar á því miðað við öll löndin í Evrópu þar sem ég gat spilað?,“ sagði Shouse. Justin Shouse kom til Íslands árið 2015 og er hér enn. Hann átti magnaðan feril í úrvalsdeildinni með Snæfelli og Stjörnunni, varð fjórum sinnum bikarmeistari, lék með íslenska landsliðinu, var tvisvar kosinn leikmaður ársins og er sá sem hefur gefið flestar stoðsendingar í sögu úrvalsdeildar karla. Heimildarmyndin „Justin Shouse - Kjúklingur og körfubolti“ verður frumsýnd klukkan 20.00 á Stöð 2 Sport í kvöld. Það má sjá myndbrotið hér fyrir neðan. Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Íslenski körfuboltinn Mest lesið Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Handbolti Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Sjá meira
Justin Shouse sagði meðal annars sögun af því hvernig hann kynnti fyrst Íslandi í áttunda bekk löngu áður en hann mætti til landsins til að spila körfubolta. Guðjón Guðmundsson birti þetta brot úr heimildarmyndinni í kvöldfréttum Stöðvar tvö í gær. „Ég á skrýtna tengingu við Íslands áður en þetta ævintýri varð að veruleika. Þegar ég var í áttunda bekk þá áttum við að skrifa ritgerð um land. Maður mátti velja sér land,“ sagði Justin Shouse og hélt áfram: „Ég hef alltaf farið ótroðnar slóðir og ég valdi sem sagt Ísland. Nokkrum árum síðar talaði ég um Ísland við þjálfara minn í háskólakörfuboltanum sem var góður vinur Sigurðar Hjörleifssonar umboðsmanns. Hann fer að tala um að tækifæri hafi opnast fyrir mig að spila körfubolta á Íslandi,“ sagði Justin Shouse. „Ég sagði: Mér fannst alltaf vera eitthvað sem tengdi mig við Ísland. Ég var líka að tala við mömmu sem geymir gamlar greinar úr dagblöðum og alls konar hluti sem ég hafði búið til að í smíða- og handavinnutímum. Hún hafði geymt skýrsluna mína um Ísland og tók hana upp úr þessari stóru kistu sem hún átti,“ sagði Shouse. „Hún sagði: Mannstu eftir þessu? Ég sagði bara Vá. Þetta var söguleg skáldsaga og ég hafði farið til Íslands til að spila sem atvinnumaður í körfubolta. Stundum er ég stressaður að tala um þetta því það er með ólíkindum að ég hafi skrifað ritgerð um land þar sem ég átti að vera atvinnumaður í körfubolta og það myndi síðan allt rætast. Hverjar eru líkurnar á því miðað við öll löndin í Evrópu þar sem ég gat spilað?,“ sagði Shouse. Justin Shouse kom til Íslands árið 2015 og er hér enn. Hann átti magnaðan feril í úrvalsdeildinni með Snæfelli og Stjörnunni, varð fjórum sinnum bikarmeistari, lék með íslenska landsliðinu, var tvisvar kosinn leikmaður ársins og er sá sem hefur gefið flestar stoðsendingar í sögu úrvalsdeildar karla. Heimildarmyndin „Justin Shouse - Kjúklingur og körfubolti“ verður frumsýnd klukkan 20.00 á Stöð 2 Sport í kvöld. Það má sjá myndbrotið hér fyrir neðan.
Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Íslenski körfuboltinn Mest lesið Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Handbolti Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Sjá meira