Holdarfar Harden til umræðu er hann sneri aftur Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. desember 2020 12:30 Harden spilaði 21 mínútu í æfingaleik gegn San Antonio Spurs í fyrranótt. Houston Chronicle James Harden, leikmaður Houston Rockets í NBA-deildinni, sneri aftur er liðið lagði San Antonio Spurs í æfingaleik í fyrranótt. Hann virkaði ekki beint í sínu besta formi. Hinn 31 árs gamli Harden hefur án alls efa verið einn besti leikmaður NBA-deildarinnar undanfarin ár. Hann var valinn verðmætasti leikmaður deildarinnar árið 2018 og hefur verið stigahæsti leikmaður deildarinnar þrjú ár í röð, 2018-2020. Það er ef frá er talin úrslitakeppnin. Harden virðist hins vegar hafa tekið aðeins of vel á því í fríinu sínu nú eftir að Los Angeles Lakers sló þá út á leið sinni að meistaratitlinum. Harden mætti seint til æfinga og virtist töluvert frá sínu besta er Rockets mættu Spurs í fyrranótt. Var holdarfar Harden til umræðu hjá þeim sem fjölluðu um leikinn vestanhafs. James Harden did not look good last night. pic.twitter.com/YWSkdnYZVn— shannon sharpe (@ShannonSharpe) December 17, 2020 Þá birti ESPN grein um að Harden fengi í raun allt sem hann vildi hjá Houston. Hann hefur verið hjá félaginu síðan 2012. Félagið hefur verið með fjóra þjálfara á þeim tíma og samkvæmt fyrrum starfsmanni félagsins mætti segja að stefna þess sé í rauninni „hvað sem James vill.“ Hann fær auka frídaga, hann alltaf frí eftir Stjörnuleikinn og öllu sem honum fylgir. Samkvæmt heimildum ESPN þá hefur áhrif á hverjir koma og fara sem og hver þjálfar. Hann á að hafa ýtt undir að Kevin McHale, fyrrverandi þjálfari liðsins, hafi verið látinn taka poka sinn. James Harden says he was training for the season in Atlanta and Vegas with his personal trainers pic.twitter.com/Z81z3DtR3B— Bleacher Report (@BleacherReport) December 16, 2020 Þá mun Harden hafa séð til þess að bæði Dwight Howard og Chris Paul var skipt út fyrir aðra leikmenn. Svo virðist sem Houston sé alveg sama svo lengi sem Harden stendur sig inn á vellinum. Hann hefur hins vegar aldrei farið lengra en í úrslit Vesturdeildarinnar með liðið á sínum átta árum í Houston. Harden spilaði 21 mínútu í 14 stiga sigri Rockets á Spurs, lokatölur 112-98. Hann skoraði 12 stig, tók þrjú fráköst og gaf fjórar stoðsendingar. Hann þarf að gera mikið mun betur ef Houston ætla sér aftur í úrslit Vesturdeildarinnar. Körfubolti NBA Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Söguleg frammistaða Júlíu og Manuels skilaði þeim á EM Sport Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Enski boltinn Basile verið kallaður röngu nafni í fjögur ár Sport Fleiri fréttir Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Sjá meira
Hinn 31 árs gamli Harden hefur án alls efa verið einn besti leikmaður NBA-deildarinnar undanfarin ár. Hann var valinn verðmætasti leikmaður deildarinnar árið 2018 og hefur verið stigahæsti leikmaður deildarinnar þrjú ár í röð, 2018-2020. Það er ef frá er talin úrslitakeppnin. Harden virðist hins vegar hafa tekið aðeins of vel á því í fríinu sínu nú eftir að Los Angeles Lakers sló þá út á leið sinni að meistaratitlinum. Harden mætti seint til æfinga og virtist töluvert frá sínu besta er Rockets mættu Spurs í fyrranótt. Var holdarfar Harden til umræðu hjá þeim sem fjölluðu um leikinn vestanhafs. James Harden did not look good last night. pic.twitter.com/YWSkdnYZVn— shannon sharpe (@ShannonSharpe) December 17, 2020 Þá birti ESPN grein um að Harden fengi í raun allt sem hann vildi hjá Houston. Hann hefur verið hjá félaginu síðan 2012. Félagið hefur verið með fjóra þjálfara á þeim tíma og samkvæmt fyrrum starfsmanni félagsins mætti segja að stefna þess sé í rauninni „hvað sem James vill.“ Hann fær auka frídaga, hann alltaf frí eftir Stjörnuleikinn og öllu sem honum fylgir. Samkvæmt heimildum ESPN þá hefur áhrif á hverjir koma og fara sem og hver þjálfar. Hann á að hafa ýtt undir að Kevin McHale, fyrrverandi þjálfari liðsins, hafi verið látinn taka poka sinn. James Harden says he was training for the season in Atlanta and Vegas with his personal trainers pic.twitter.com/Z81z3DtR3B— Bleacher Report (@BleacherReport) December 16, 2020 Þá mun Harden hafa séð til þess að bæði Dwight Howard og Chris Paul var skipt út fyrir aðra leikmenn. Svo virðist sem Houston sé alveg sama svo lengi sem Harden stendur sig inn á vellinum. Hann hefur hins vegar aldrei farið lengra en í úrslit Vesturdeildarinnar með liðið á sínum átta árum í Houston. Harden spilaði 21 mínútu í 14 stiga sigri Rockets á Spurs, lokatölur 112-98. Hann skoraði 12 stig, tók þrjú fráköst og gaf fjórar stoðsendingar. Hann þarf að gera mikið mun betur ef Houston ætla sér aftur í úrslit Vesturdeildarinnar.
Körfubolti NBA Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Söguleg frammistaða Júlíu og Manuels skilaði þeim á EM Sport Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Enski boltinn Basile verið kallaður röngu nafni í fjögur ár Sport Fleiri fréttir Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Sjá meira