„Við erum framtíðin“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. desember 2020 10:30 Grindavíkurstúlkur fagna hér Íslandsmeistaratitli. KKÍ Ungt körfuboltafólk hefur sent frá sér yfirlýsingu í tilefni af því að bæði eldra og yngra fólk megi nú æfa íþróttir sínar en ekki þau. Leikmenn í efstu deilum karla og kvenna á Íslandi mega nú æfa á nýjan leik og í fyrra sinn síðan í byrjun október eftir rýmkanir á sóttvarnarreglum. Unglingar landsins eru aftur á móti áfram á rauðu ljósi. Unglingar á aldrinum sextán til átján ára mega ekki æfa en þetta er viðkvæmur aldur þar sem er mikil hætta á brottfalli sem yrði mjög slæmt, ekki aðeins fyrir þau sjálf heldur einnig fyrir framtíð þeirra íþróttagreina á Íslandi. Leikmenn í drengja-, stúlkna- og unglingaflokki í körfubolta hafa nú sent frá sér yfirlýsingu þar sem þau vekja athygli á sinni stöðu og setja pressu á að þeim verði leyft að æfa íþrótt sína á nýjan leik. Þessi yfirlýsing er frá ungu körfuboltafólki en flestar íþróttagreinar á Íslandi gætu nú tekið undir þetta með þeim. Það eru margir sem óttast það að þessi kórónuveirufaraldur geti haft mjög alvarleg áhrif meðal unglinga landsins sem hafa ekki mátt æfa í að verða þrjá mánuði. Karen Lind Helgadóttir, sautján ára körfuboltakona frá Akureyri sem spilar með Tindastól, skrifaði þessa yfirlýsingu fyrir hönd leikmanna drengja-, stúlkna- og unglingaflokks í körfubolta á Íslandi. Hana má sjá hér fyrir neðan. Við erum framtíðin Það ætti ekki að hafa farið fram hjá neinum að tilkynnt var um nýjar sóttvarnareglur fyrir okkur þjóðina í gær. Í þessum sóttvarnarreglum kom fram að en þá verður 10 manna samkomubann, opnað verður fyrir sundlaugar og úrvalsdeildarlið íþrótta mega byrja æfa aftur. --- Okkur langar að stíga fram og tala fyrir hönd unga fólksins sem hefur að okkar mati einhvern veginn týnst alveg í umræðunni þegar kemur að Covid-19. Okkur finnst fáránlegt að við sem erum á framhaldsskólaaldri séum ekki í forgangi að mega byrja stunda áhugamál okkar, semsagt mæta á æfingar, í æskulýðsstarf, fara í ræktina eða hvert svosem áhugamálið okkar er. Það hefur oft komið fram í rannsóknum að hreyfing er mjög mikilvæg fyrir andlega og líkamlega heilsu og er núna búið að loka á okkar leið til að fá þá útrás sem hreyfing er, í nokkrar vikur og nokkra mánuði ef við teljum allt árið með. --- Það sem okkur langar hins vegar að koma á framfæri er að drengja- ,stúlkna- og unglingaflokkur fá ekki að æfa. Við héldum að þetta myndu vera allra fyrstu flokkarnir til að detta inn í tilslakanir yfirvalda og finnst okkur þetta fáránleg forgangsröðun hjá stjórnvöldum. --- Í stað þess að leyfa æfingar hjá úrvalsdeildarliðum finnst okkur að það hefði fyrst átt að leyfa æfingar hjá öllum yngri flokkum íþróttafélaganna. Við megum ekki gleyma því að flokkarnir okkar tilheyra barna-og unglingastarfi félagsliðanna. -- Unga fólkið er að reyna að gera allt til vinna að sínum stærstu markmiðum, t.d. að verða atvinnumenn, landsliðsmenn, komast út í háskóla eða hvað sem er. Því miður getum við ekkert gert nema fara út að hlaupa í snjónum og gera armbeygjur heima. Þau hafa ekki komist inn í íþróttahús mest megnis af árinu og geta lítið gert til að ná sinni allra bestu frammistöðu í sinni íþrótt. Þetta ár sem við erum að missa af í íþróttahúsinu er eitt af því mikilvægasta hjá okkur, á þessum árum erum við að æfa eins og brjálæðingar, erum á 2-3 æfingum á dag alla daga vikunnar og náum við mestum framförum á þessum árum. Við getum hins vegar ekki gert neitt núna nema gera það besta í stöðunni og gera heimaæfingar og fara út að hlaupa sem okkur finnst ekki vera nóg. --- Það hefur verið mikið í umræðunni að félögin séu að tapa miklum peningum og það sé ein af ástæðum þess að úrvalsdeildarliðin fengu að byrja að æfa aftur. Nú spyr við, hvort er andleg og líkamleg heilsa unglinga eða peningar félaganna mikilvægari? --- Það er gjörsamlega búið að loka á allt líf okkar krakkanna í framhaldsskóla, við fáum ekki að mæta á æfingar, ekki í skólann, ekkert félagslíf, gjörsamlega búið að loka á allt lífið okkar á þessu ári. Félagsþörfin er sennilega aldrei meiri en akkúrat á þessum árum, við erum á mjög viðkæmum aldri og skiptir góð andleg og líkamleg heilsa mjög miklu máli en það er eins og flest öllum sé alveg sama um framtíðina en við unga fólkið eru framtíðin í þessu þjóðfélagi. -- Það er mikilvægt fyrir okkur unga fólkið að við upplifum að það sé hlustað á okkur, að okkar skoðanir og okkar raddir heyrist. Það er okkar upplifun að það sé ekki verið verið að hlusta og ekki verið að koma til móts við okkar þarfir. Það er enginn sem talar við okkar og enginn sem hlustar. Erum við ekki hluti af þessu samfélagi? Er of mikils að ætlast til þess að það sé útskýrt fyrir okkur afhverju við fáum ekki að stunda okkar áhugamál? Það þarf að ræða hlutina, tala og hlusta. Talið við okkur, ekki tala til okkar, hlustið á okkur og heyrið hvað við höfum að segja. --- Við erum FRAMTÍÐIN, Fyrirfram þakkir, Leikmenn drengja-, stúlkna- og unglingaflokks. Körfubolti Íþróttir barna Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Söguleg frammistaða Júlíu og Manuels skilaði þeim á EM Sport Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Enski boltinn Basile verið kallaður röngu nafni í fjögur ár Sport Fleiri fréttir Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Sjá meira
Leikmenn í efstu deilum karla og kvenna á Íslandi mega nú æfa á nýjan leik og í fyrra sinn síðan í byrjun október eftir rýmkanir á sóttvarnarreglum. Unglingar landsins eru aftur á móti áfram á rauðu ljósi. Unglingar á aldrinum sextán til átján ára mega ekki æfa en þetta er viðkvæmur aldur þar sem er mikil hætta á brottfalli sem yrði mjög slæmt, ekki aðeins fyrir þau sjálf heldur einnig fyrir framtíð þeirra íþróttagreina á Íslandi. Leikmenn í drengja-, stúlkna- og unglingaflokki í körfubolta hafa nú sent frá sér yfirlýsingu þar sem þau vekja athygli á sinni stöðu og setja pressu á að þeim verði leyft að æfa íþrótt sína á nýjan leik. Þessi yfirlýsing er frá ungu körfuboltafólki en flestar íþróttagreinar á Íslandi gætu nú tekið undir þetta með þeim. Það eru margir sem óttast það að þessi kórónuveirufaraldur geti haft mjög alvarleg áhrif meðal unglinga landsins sem hafa ekki mátt æfa í að verða þrjá mánuði. Karen Lind Helgadóttir, sautján ára körfuboltakona frá Akureyri sem spilar með Tindastól, skrifaði þessa yfirlýsingu fyrir hönd leikmanna drengja-, stúlkna- og unglingaflokks í körfubolta á Íslandi. Hana má sjá hér fyrir neðan. Við erum framtíðin Það ætti ekki að hafa farið fram hjá neinum að tilkynnt var um nýjar sóttvarnareglur fyrir okkur þjóðina í gær. Í þessum sóttvarnarreglum kom fram að en þá verður 10 manna samkomubann, opnað verður fyrir sundlaugar og úrvalsdeildarlið íþrótta mega byrja æfa aftur. --- Okkur langar að stíga fram og tala fyrir hönd unga fólksins sem hefur að okkar mati einhvern veginn týnst alveg í umræðunni þegar kemur að Covid-19. Okkur finnst fáránlegt að við sem erum á framhaldsskólaaldri séum ekki í forgangi að mega byrja stunda áhugamál okkar, semsagt mæta á æfingar, í æskulýðsstarf, fara í ræktina eða hvert svosem áhugamálið okkar er. Það hefur oft komið fram í rannsóknum að hreyfing er mjög mikilvæg fyrir andlega og líkamlega heilsu og er núna búið að loka á okkar leið til að fá þá útrás sem hreyfing er, í nokkrar vikur og nokkra mánuði ef við teljum allt árið með. --- Það sem okkur langar hins vegar að koma á framfæri er að drengja- ,stúlkna- og unglingaflokkur fá ekki að æfa. Við héldum að þetta myndu vera allra fyrstu flokkarnir til að detta inn í tilslakanir yfirvalda og finnst okkur þetta fáránleg forgangsröðun hjá stjórnvöldum. --- Í stað þess að leyfa æfingar hjá úrvalsdeildarliðum finnst okkur að það hefði fyrst átt að leyfa æfingar hjá öllum yngri flokkum íþróttafélaganna. Við megum ekki gleyma því að flokkarnir okkar tilheyra barna-og unglingastarfi félagsliðanna. -- Unga fólkið er að reyna að gera allt til vinna að sínum stærstu markmiðum, t.d. að verða atvinnumenn, landsliðsmenn, komast út í háskóla eða hvað sem er. Því miður getum við ekkert gert nema fara út að hlaupa í snjónum og gera armbeygjur heima. Þau hafa ekki komist inn í íþróttahús mest megnis af árinu og geta lítið gert til að ná sinni allra bestu frammistöðu í sinni íþrótt. Þetta ár sem við erum að missa af í íþróttahúsinu er eitt af því mikilvægasta hjá okkur, á þessum árum erum við að æfa eins og brjálæðingar, erum á 2-3 æfingum á dag alla daga vikunnar og náum við mestum framförum á þessum árum. Við getum hins vegar ekki gert neitt núna nema gera það besta í stöðunni og gera heimaæfingar og fara út að hlaupa sem okkur finnst ekki vera nóg. --- Það hefur verið mikið í umræðunni að félögin séu að tapa miklum peningum og það sé ein af ástæðum þess að úrvalsdeildarliðin fengu að byrja að æfa aftur. Nú spyr við, hvort er andleg og líkamleg heilsa unglinga eða peningar félaganna mikilvægari? --- Það er gjörsamlega búið að loka á allt líf okkar krakkanna í framhaldsskóla, við fáum ekki að mæta á æfingar, ekki í skólann, ekkert félagslíf, gjörsamlega búið að loka á allt lífið okkar á þessu ári. Félagsþörfin er sennilega aldrei meiri en akkúrat á þessum árum, við erum á mjög viðkæmum aldri og skiptir góð andleg og líkamleg heilsa mjög miklu máli en það er eins og flest öllum sé alveg sama um framtíðina en við unga fólkið eru framtíðin í þessu þjóðfélagi. -- Það er mikilvægt fyrir okkur unga fólkið að við upplifum að það sé hlustað á okkur, að okkar skoðanir og okkar raddir heyrist. Það er okkar upplifun að það sé ekki verið verið að hlusta og ekki verið að koma til móts við okkar þarfir. Það er enginn sem talar við okkar og enginn sem hlustar. Erum við ekki hluti af þessu samfélagi? Er of mikils að ætlast til þess að það sé útskýrt fyrir okkur afhverju við fáum ekki að stunda okkar áhugamál? Það þarf að ræða hlutina, tala og hlusta. Talið við okkur, ekki tala til okkar, hlustið á okkur og heyrið hvað við höfum að segja. --- Við erum FRAMTÍÐIN, Fyrirfram þakkir, Leikmenn drengja-, stúlkna- og unglingaflokks.
Við erum framtíðin Það ætti ekki að hafa farið fram hjá neinum að tilkynnt var um nýjar sóttvarnareglur fyrir okkur þjóðina í gær. Í þessum sóttvarnarreglum kom fram að en þá verður 10 manna samkomubann, opnað verður fyrir sundlaugar og úrvalsdeildarlið íþrótta mega byrja æfa aftur. --- Okkur langar að stíga fram og tala fyrir hönd unga fólksins sem hefur að okkar mati einhvern veginn týnst alveg í umræðunni þegar kemur að Covid-19. Okkur finnst fáránlegt að við sem erum á framhaldsskólaaldri séum ekki í forgangi að mega byrja stunda áhugamál okkar, semsagt mæta á æfingar, í æskulýðsstarf, fara í ræktina eða hvert svosem áhugamálið okkar er. Það hefur oft komið fram í rannsóknum að hreyfing er mjög mikilvæg fyrir andlega og líkamlega heilsu og er núna búið að loka á okkar leið til að fá þá útrás sem hreyfing er, í nokkrar vikur og nokkra mánuði ef við teljum allt árið með. --- Það sem okkur langar hins vegar að koma á framfæri er að drengja- ,stúlkna- og unglingaflokkur fá ekki að æfa. Við héldum að þetta myndu vera allra fyrstu flokkarnir til að detta inn í tilslakanir yfirvalda og finnst okkur þetta fáránleg forgangsröðun hjá stjórnvöldum. --- Í stað þess að leyfa æfingar hjá úrvalsdeildarliðum finnst okkur að það hefði fyrst átt að leyfa æfingar hjá öllum yngri flokkum íþróttafélaganna. Við megum ekki gleyma því að flokkarnir okkar tilheyra barna-og unglingastarfi félagsliðanna. -- Unga fólkið er að reyna að gera allt til vinna að sínum stærstu markmiðum, t.d. að verða atvinnumenn, landsliðsmenn, komast út í háskóla eða hvað sem er. Því miður getum við ekkert gert nema fara út að hlaupa í snjónum og gera armbeygjur heima. Þau hafa ekki komist inn í íþróttahús mest megnis af árinu og geta lítið gert til að ná sinni allra bestu frammistöðu í sinni íþrótt. Þetta ár sem við erum að missa af í íþróttahúsinu er eitt af því mikilvægasta hjá okkur, á þessum árum erum við að æfa eins og brjálæðingar, erum á 2-3 æfingum á dag alla daga vikunnar og náum við mestum framförum á þessum árum. Við getum hins vegar ekki gert neitt núna nema gera það besta í stöðunni og gera heimaæfingar og fara út að hlaupa sem okkur finnst ekki vera nóg. --- Það hefur verið mikið í umræðunni að félögin séu að tapa miklum peningum og það sé ein af ástæðum þess að úrvalsdeildarliðin fengu að byrja að æfa aftur. Nú spyr við, hvort er andleg og líkamleg heilsa unglinga eða peningar félaganna mikilvægari? --- Það er gjörsamlega búið að loka á allt líf okkar krakkanna í framhaldsskóla, við fáum ekki að mæta á æfingar, ekki í skólann, ekkert félagslíf, gjörsamlega búið að loka á allt lífið okkar á þessu ári. Félagsþörfin er sennilega aldrei meiri en akkúrat á þessum árum, við erum á mjög viðkæmum aldri og skiptir góð andleg og líkamleg heilsa mjög miklu máli en það er eins og flest öllum sé alveg sama um framtíðina en við unga fólkið eru framtíðin í þessu þjóðfélagi. -- Það er mikilvægt fyrir okkur unga fólkið að við upplifum að það sé hlustað á okkur, að okkar skoðanir og okkar raddir heyrist. Það er okkar upplifun að það sé ekki verið verið að hlusta og ekki verið að koma til móts við okkar þarfir. Það er enginn sem talar við okkar og enginn sem hlustar. Erum við ekki hluti af þessu samfélagi? Er of mikils að ætlast til þess að það sé útskýrt fyrir okkur afhverju við fáum ekki að stunda okkar áhugamál? Það þarf að ræða hlutina, tala og hlusta. Talið við okkur, ekki tala til okkar, hlustið á okkur og heyrið hvað við höfum að segja. --- Við erum FRAMTÍÐIN, Fyrirfram þakkir, Leikmenn drengja-, stúlkna- og unglingaflokks.
Körfubolti Íþróttir barna Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Söguleg frammistaða Júlíu og Manuels skilaði þeim á EM Sport Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Enski boltinn Basile verið kallaður röngu nafni í fjögur ár Sport Fleiri fréttir Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Sjá meira