Steph Curry farinn að finna fyrir aldrinum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. desember 2020 17:01 Steph Curry segir aldurinn farinn að segja til sín. vísir/getty Hinn 32 ára gamli Steph Curry segist vera farinn að finna fyrir aldrinum eftir að hitta nýliðana sem Golden State Warriors – lið hans í NBA-deildinni í körfubolta – valdi í nýliðavali deildarinnar á dögunum. Curry hefur verið einn allra besti leikmaður NBA-deildarinnar undanfarin ár og verið einn mikilvægasti hlekkurinn í einkar sigursælu Warriors-liði. Þrívegis hefur liðið orðið meistari á síðustu fimm árum [ 2015, 2017 og 2018]. Curry missti hins vegar af síðasta tímabili vegna meiðsla og stefnir á að bæta það upp á komandi leiktíð. Þessi magnaði leikmaður finnur hins vegar svo sannarlega fyrir aldrinum þessa dagana en það er ekki meiðslunum að kenna. Ástæðan er nýliðar Golden State, þeir James Wiseman og Nico Mannion. Curry þekkir báða nokkuð vel en þeir mættu í æfingabúðir sem hann hélt sumarið 2018. Báru þeir höfuð og herðar yfir alla aðra í búðunum. pic.twitter.com/46vwTjcOh9— Dalton Johnson (@DaltonJ_Johnson) November 19, 2020 „Það er aðallega það sem lætur mig finna fyrir aldreinum. Wiseman og Mannion voru í búðunum hjá mér fyrir tveimur og þremur árum, síðan þá hafa þeir farið í gegnum menntaskóla og er nú orðnir samherjar mínir,“ sagði Curry í viðtali nýverið. Hann telur þó að það gæti hjálpað tvímenningunum að hafa verið í SC30 æfingabúðunum á sínum tíma. „Þessi kunnugleiki hjálpar til. Vonandi treysta þeir mér, Draymond Green og hinum reynsluboltunum í liðinu til að kenna þeim það sem við vitum og koma þeim í stöðu til að verða sigursælir í því sem þeir gera. Ég er mjög spenntur,“ bætti Curry við að lokum. NBA-deildin fer af stað að nýju þann 22. desember og eru liðin í óðaönn að hefja æfingar. Tíu dögum fyrr leika Warriors sinn fyrsta æfingaleik en þeir mæta þá Denver Nuggets á heimavelli. Körfubolti NBA Tengdar fréttir Skipt þrisvar sinnum á milli liða á einni viku og á nú NBA metið NBA-leikmaðurinn Trevor Ariza átti stórfurðulega viku en í henni náði kappinn að vera leikmaður fjögurra liða í NBA-deildinni. 30. nóvember 2020 11:00 Fimm NBA leikmenn fóru og hittu páfann Frans páfi fékk óvenjulega heimsókn í Vatíkanið í gær. 24. nóvember 2020 11:31 Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti Söguleg frammistaða Júlíu og Manuels skilaði þeim á EM Sport Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Enski boltinn Basile verið kallaður röngu nafni í fjögur ár Sport Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti Hin 38 ára Marta gerði tvær að fíflum með ótrúlegu marki Fótbolti Fleiri fréttir Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Sjá meira
Curry hefur verið einn allra besti leikmaður NBA-deildarinnar undanfarin ár og verið einn mikilvægasti hlekkurinn í einkar sigursælu Warriors-liði. Þrívegis hefur liðið orðið meistari á síðustu fimm árum [ 2015, 2017 og 2018]. Curry missti hins vegar af síðasta tímabili vegna meiðsla og stefnir á að bæta það upp á komandi leiktíð. Þessi magnaði leikmaður finnur hins vegar svo sannarlega fyrir aldrinum þessa dagana en það er ekki meiðslunum að kenna. Ástæðan er nýliðar Golden State, þeir James Wiseman og Nico Mannion. Curry þekkir báða nokkuð vel en þeir mættu í æfingabúðir sem hann hélt sumarið 2018. Báru þeir höfuð og herðar yfir alla aðra í búðunum. pic.twitter.com/46vwTjcOh9— Dalton Johnson (@DaltonJ_Johnson) November 19, 2020 „Það er aðallega það sem lætur mig finna fyrir aldreinum. Wiseman og Mannion voru í búðunum hjá mér fyrir tveimur og þremur árum, síðan þá hafa þeir farið í gegnum menntaskóla og er nú orðnir samherjar mínir,“ sagði Curry í viðtali nýverið. Hann telur þó að það gæti hjálpað tvímenningunum að hafa verið í SC30 æfingabúðunum á sínum tíma. „Þessi kunnugleiki hjálpar til. Vonandi treysta þeir mér, Draymond Green og hinum reynsluboltunum í liðinu til að kenna þeim það sem við vitum og koma þeim í stöðu til að verða sigursælir í því sem þeir gera. Ég er mjög spenntur,“ bætti Curry við að lokum. NBA-deildin fer af stað að nýju þann 22. desember og eru liðin í óðaönn að hefja æfingar. Tíu dögum fyrr leika Warriors sinn fyrsta æfingaleik en þeir mæta þá Denver Nuggets á heimavelli.
Körfubolti NBA Tengdar fréttir Skipt þrisvar sinnum á milli liða á einni viku og á nú NBA metið NBA-leikmaðurinn Trevor Ariza átti stórfurðulega viku en í henni náði kappinn að vera leikmaður fjögurra liða í NBA-deildinni. 30. nóvember 2020 11:00 Fimm NBA leikmenn fóru og hittu páfann Frans páfi fékk óvenjulega heimsókn í Vatíkanið í gær. 24. nóvember 2020 11:31 Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti Söguleg frammistaða Júlíu og Manuels skilaði þeim á EM Sport Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Enski boltinn Basile verið kallaður röngu nafni í fjögur ár Sport Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti Hin 38 ára Marta gerði tvær að fíflum með ótrúlegu marki Fótbolti Fleiri fréttir Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Sjá meira
Skipt þrisvar sinnum á milli liða á einni viku og á nú NBA metið NBA-leikmaðurinn Trevor Ariza átti stórfurðulega viku en í henni náði kappinn að vera leikmaður fjögurra liða í NBA-deildinni. 30. nóvember 2020 11:00
Fimm NBA leikmenn fóru og hittu páfann Frans páfi fékk óvenjulega heimsókn í Vatíkanið í gær. 24. nóvember 2020 11:31