Zlatan opinn fyrir endurkomu í landsliðið Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 27. nóvember 2020 07:00 Verður Zlatan með sænska landsliðinu á EM á næsta ári? Marco Canoniero/Getty Images Hinn síungi Zlatan Ibrahimović er opinn fyrir endurkomu í sænska landsliðið og hefur meira að segja rætt við landsliðsþjálfara Svía. Þetta kemur fram í viðtali sem Zlatan var í hjá sænska miðlinum Sportbladet. Í viðtalinu viðurkenndi Zlatan að hann saknaði þess að vera í sænska landsliðinu. Zlatan – sem hefur farið mikinn hjá AC Milan í upphafi tímabils og var nýverið valinn besti knattspyrnumaður Svíþjóðar í 12. sinn – segir fund sinn og Janne Andersson hafa verið jákvæðan og gefandi en þeir hittust í Mílanó nýverið. Framherjinn magnaði segir að ef þjálfarinn muni bjóða honum sæti í landsliðinu þá verði hann að hugsa um það. Hann vill þó ekki mæta ef Andersson telur að Zlatan muni trufla aðra leikmenn liðsins. Sportbladet náði í skottið á þjálfaranum og spurði hann út í endurkomu Zlatan. „Það er nægur tími til að skoða það þar sem næsta landsliðsverkefni er ekki fyrr en í mars á næsta ári,“ svaraði Andersson og sagðist ekki vilja tjá sig meira um fundinn með Zlatan. Hinn 39 ára gamli Zlatan hefur skorað 20 mörk í síðustu 24 leikjum sínum fyrir Milan. Þar áður skoraði hann 52 mörk í 56 leikjum fyrir LA Galaxy í MLS-deildinni í Bandaríkjunum. Þó þessi magnaði framherji sé að nálgast fertugt er ekki hægt að segja að það sé farið að hægjast á honum, allavega ekki þegar kemur að markaskorun. Janne och Zlatan har träffats: Mötet var bra och givande https://t.co/ers3dCWcX6— Sportbladet (@sportbladet) November 26, 2020 Það verður forvitnilegt að sjá hvað gerist í kjölfarið en mögulega fær Zlatan að taka þátt á einu stórmóti til viðbótar áður en skórnir fara upp í hillu. Alls hefur hann leikið 116 leiki fyrir sænska landsliðið og skorað í þeim 62 mörk. Hver veit nema Zlatan bæti við markafjöldann á EM næsta sumar. Hann lagði landsliðsskóna á hilluna eftir EM í Frakklandi sumarið 2016 en íhugaði að taka þá af hillunni fyrir HM í Rússlandi tveimur árum síðar. Svíar eru í E-riðli á EM 2021 [2020] með Spáni, Póllandi og Slóvakíu. Liðið á því ágætis möguleika á að komast upp úr riðlinum þegar þar að kemur. Fótbolti Sænski boltinn EM 2020 í fótbolta Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Fleiri fréttir Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Sjá meira
Þetta kemur fram í viðtali sem Zlatan var í hjá sænska miðlinum Sportbladet. Í viðtalinu viðurkenndi Zlatan að hann saknaði þess að vera í sænska landsliðinu. Zlatan – sem hefur farið mikinn hjá AC Milan í upphafi tímabils og var nýverið valinn besti knattspyrnumaður Svíþjóðar í 12. sinn – segir fund sinn og Janne Andersson hafa verið jákvæðan og gefandi en þeir hittust í Mílanó nýverið. Framherjinn magnaði segir að ef þjálfarinn muni bjóða honum sæti í landsliðinu þá verði hann að hugsa um það. Hann vill þó ekki mæta ef Andersson telur að Zlatan muni trufla aðra leikmenn liðsins. Sportbladet náði í skottið á þjálfaranum og spurði hann út í endurkomu Zlatan. „Það er nægur tími til að skoða það þar sem næsta landsliðsverkefni er ekki fyrr en í mars á næsta ári,“ svaraði Andersson og sagðist ekki vilja tjá sig meira um fundinn með Zlatan. Hinn 39 ára gamli Zlatan hefur skorað 20 mörk í síðustu 24 leikjum sínum fyrir Milan. Þar áður skoraði hann 52 mörk í 56 leikjum fyrir LA Galaxy í MLS-deildinni í Bandaríkjunum. Þó þessi magnaði framherji sé að nálgast fertugt er ekki hægt að segja að það sé farið að hægjast á honum, allavega ekki þegar kemur að markaskorun. Janne och Zlatan har träffats: Mötet var bra och givande https://t.co/ers3dCWcX6— Sportbladet (@sportbladet) November 26, 2020 Það verður forvitnilegt að sjá hvað gerist í kjölfarið en mögulega fær Zlatan að taka þátt á einu stórmóti til viðbótar áður en skórnir fara upp í hillu. Alls hefur hann leikið 116 leiki fyrir sænska landsliðið og skorað í þeim 62 mörk. Hver veit nema Zlatan bæti við markafjöldann á EM næsta sumar. Hann lagði landsliðsskóna á hilluna eftir EM í Frakklandi sumarið 2016 en íhugaði að taka þá af hillunni fyrir HM í Rússlandi tveimur árum síðar. Svíar eru í E-riðli á EM 2021 [2020] með Spáni, Póllandi og Slóvakíu. Liðið á því ágætis möguleika á að komast upp úr riðlinum þegar þar að kemur.
Fótbolti Sænski boltinn EM 2020 í fótbolta Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Fleiri fréttir Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Sjá meira