Ingibjörg skoraði fyrsta markið þegar Vålerenga fór áfram í Meistaradeildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. nóvember 2020 12:51 Ingibjörg Sigurðardóttir skoraði fyrsta mark leiksins en hún spilar í vörninni. Getty/VI Images Íslenska landsliðskonan Ingibjörg Sigurðrdóttir var á skotskónum í 7-0 sigri Vålerenga á litháenska liðinu Gintra-Universitetas í annarri umferð forkeppni Meistaradeildarinnar í dag. Vålerenga er því eitt af 32 liðunum sem verða í pottinum þegar útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar hefst. Ingibjörg Sigurðrdóttir skoraði fyrsta mark leiksins á 19. mínútu og kom sínu liði á blað. Ingibjörg skoraði þá með skalla eftir hornspyrnu frá hinni hollensku Sherida Spitse. 18 min. MÅL! Corner fra høyre, Sherida Spitse slår inn og der kommer Ingibjørg Sigurdardottir stormende og setter pannebrasken til kula som fyker inn i nettmaskene. 0-1. Deilig!— Vålerenga Fotball Kvinner (@VIFDamer) November 19, 2020 Hin danska Rikke Madsen kom Vålerenga í 2-0 á 33. mínútu og þriðja markið í uppbótatíma fyrri hálfleiks var líklega sjálfsmark þó að UEFA skrái það á hina serbnesku Dejönu Stefanović. UEFA-síðan skráði líka stoðsendingu á Ingibjörgu í þriðja markinu en Twitter-síða Vålerenga er ekki alveg sammála því. Það er mikið í gangi hjá liðinu þessa dagana enda Vålerenga liðið að keppa á þremur vígstöðvum. Þjálfarinn gat því leyft sér að hvíla Ingibjörgu og hann tók hana því af velli í hálfleik. Dejana Stefanović, Ajara Nchout og Synne Jensen bættu við mörkum í seinni hálfleiknum auk þess að Gintra skoraði eitt sjálfsmark og Vålerenga vann því á endanum stórsigur. Cloé Eyja Lacasse og félagar í Benfica komust líka áfram í 32 liða úrslitin með 2-1 útisigri á Anderlecht í Belgíu í gær. Nycole Raysla skoraði bæði mörkin fyrir Benfica liðið. Í 32 liða úrslitunum eru Sara Björk Gunnarsdóttir og félagar hennar í franska liðinu Lyon sem og Glódís Perla Viggósdóttir og félagar hennar í sænska liðinu Rosengård. María Þórisdóttir og Chelsea liðið er einnig í pottinum. Þar verður líka skoska liðið Glasgow City sem vann Val í vítakeppni á Hlíðarenda í gær. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Fleiri fréttir Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Sjá meira
Íslenska landsliðskonan Ingibjörg Sigurðrdóttir var á skotskónum í 7-0 sigri Vålerenga á litháenska liðinu Gintra-Universitetas í annarri umferð forkeppni Meistaradeildarinnar í dag. Vålerenga er því eitt af 32 liðunum sem verða í pottinum þegar útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar hefst. Ingibjörg Sigurðrdóttir skoraði fyrsta mark leiksins á 19. mínútu og kom sínu liði á blað. Ingibjörg skoraði þá með skalla eftir hornspyrnu frá hinni hollensku Sherida Spitse. 18 min. MÅL! Corner fra høyre, Sherida Spitse slår inn og der kommer Ingibjørg Sigurdardottir stormende og setter pannebrasken til kula som fyker inn i nettmaskene. 0-1. Deilig!— Vålerenga Fotball Kvinner (@VIFDamer) November 19, 2020 Hin danska Rikke Madsen kom Vålerenga í 2-0 á 33. mínútu og þriðja markið í uppbótatíma fyrri hálfleiks var líklega sjálfsmark þó að UEFA skrái það á hina serbnesku Dejönu Stefanović. UEFA-síðan skráði líka stoðsendingu á Ingibjörgu í þriðja markinu en Twitter-síða Vålerenga er ekki alveg sammála því. Það er mikið í gangi hjá liðinu þessa dagana enda Vålerenga liðið að keppa á þremur vígstöðvum. Þjálfarinn gat því leyft sér að hvíla Ingibjörgu og hann tók hana því af velli í hálfleik. Dejana Stefanović, Ajara Nchout og Synne Jensen bættu við mörkum í seinni hálfleiknum auk þess að Gintra skoraði eitt sjálfsmark og Vålerenga vann því á endanum stórsigur. Cloé Eyja Lacasse og félagar í Benfica komust líka áfram í 32 liða úrslitin með 2-1 útisigri á Anderlecht í Belgíu í gær. Nycole Raysla skoraði bæði mörkin fyrir Benfica liðið. Í 32 liða úrslitunum eru Sara Björk Gunnarsdóttir og félagar hennar í franska liðinu Lyon sem og Glódís Perla Viggósdóttir og félagar hennar í sænska liðinu Rosengård. María Þórisdóttir og Chelsea liðið er einnig í pottinum. Þar verður líka skoska liðið Glasgow City sem vann Val í vítakeppni á Hlíðarenda í gær.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Fleiri fréttir Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Sjá meira