Það er smá óbragð í munninum á manni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. nóvember 2020 17:43 Hallbera Guðný var frekar súr, og köld, að loknum leik Vals og Glasgow City í Meistaradeildinni í dag. Eðlilega þar sem leikurinn fór alla leið í vítaspyrnukeppni þar sem Valur tapaði á svekkjandi hátt. Vísir/Bára Hallbera Guðný Gísladóttir átti frábæran leik í liði Vals sem tapaði gegn Glasgow City í vítaspyrnukeppni í Meistaradeild Evrópu í dag. Þar með er Valur úr leik en liðið barðist hetjulega frá upphafi til enda og var síst lakara liðið í dag. Lokatölur að loknum venjulegum leiktíma sem og framlengingu voru 1-1 en Hallbera Guðný lagði upp jöfnunarmark Vals þegar tíu mínútur voru til leiksloka. Hún því miður skoraði ekki úr vítaspyrnu sinni og því fór það svo að Valsstúlkur eru úr leik. „Maður er bara drullu svekktur. Sérstaklega miðað við hvernig leikurinn þróaðist, mér fannst við eiga að taka sigurinn. Fáum nokkur góð færi, mér skilst að við hefðum átt að fá víti, þær skora mark sem er vægast sagt vafasamt svo það er smá óbragð í munninum á manni. Því miður fór í vítaspyrnukeppni og við gömlu stóðum okkur ekki alveg nógu vel á punktinum þar þannig að það fór sem fór,“ sagði Hallbera Guðný að leik loknum. Atriðin sem hún nefnir eru annars vegar fyrra mark leiksins þar sem tveir leikmenn Vals enda í jörðinni eftir aukaspyrnu. Í kjölfarið komst Glasgow City yfir. Það var svo á 117. mínútu leiksins sem brotið var á Hlín Eiríksdóttur innan vítateigs en hvorki dómari leiksins né aðstoðardómari virtust þora að dæma vítaspyrnu á þeim tímapunkti leiksins. „Mér fannst að við hefðum átt að klára þetta í venjulegum leiktíma. Svo í framlengingunni fannst mér líka eiga að klára leikinn. Það hefði verið gott að klára þetta en því miður náðum við ekki að ganga frá því. Það er alltaf erfitt að fara í vítaspyrnukeppni, það er bara 50/50 þannig að við erum smá súrar með þetta,“ sagði vinstri bakvörðurinn knái enn fremur um leikinn. Ekki var að sjá á Valsliðinu að þær hefðu ekki spilað síðan þær unnu HJK í Meistaradeildinni fyrir tveimur vikum síðan. Að lokum var Hallbera spurð hvort Valsliðið gæti tekið eitthvað jákvætt út úr jafn súru tapi og raun bar vitni. „Held við getum tekið helling jákvætt út úr þessu. Við erum með ungar stelpu sem er að spila í miðverðinum [Örnu Eiríksdóttur], Malla [Málfríður Anna Eiríksdóttir] kemur inn á miðjuna og svo Ásdís [Karen Halldórsdóttir]. Þetta eru leikmenn sem hafa ekki verið að spila mikið í sumar, þær eru að koma inn í Evrópuleikina og það sýnir hvað við erum með breiðan og góðan hóp,“ sagði Hallbera Guðný að lokum. Fótbolti Valur Meistaradeild Evrópu Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Fleiri fréttir Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Sjá meira
Hallbera Guðný Gísladóttir átti frábæran leik í liði Vals sem tapaði gegn Glasgow City í vítaspyrnukeppni í Meistaradeild Evrópu í dag. Þar með er Valur úr leik en liðið barðist hetjulega frá upphafi til enda og var síst lakara liðið í dag. Lokatölur að loknum venjulegum leiktíma sem og framlengingu voru 1-1 en Hallbera Guðný lagði upp jöfnunarmark Vals þegar tíu mínútur voru til leiksloka. Hún því miður skoraði ekki úr vítaspyrnu sinni og því fór það svo að Valsstúlkur eru úr leik. „Maður er bara drullu svekktur. Sérstaklega miðað við hvernig leikurinn þróaðist, mér fannst við eiga að taka sigurinn. Fáum nokkur góð færi, mér skilst að við hefðum átt að fá víti, þær skora mark sem er vægast sagt vafasamt svo það er smá óbragð í munninum á manni. Því miður fór í vítaspyrnukeppni og við gömlu stóðum okkur ekki alveg nógu vel á punktinum þar þannig að það fór sem fór,“ sagði Hallbera Guðný að leik loknum. Atriðin sem hún nefnir eru annars vegar fyrra mark leiksins þar sem tveir leikmenn Vals enda í jörðinni eftir aukaspyrnu. Í kjölfarið komst Glasgow City yfir. Það var svo á 117. mínútu leiksins sem brotið var á Hlín Eiríksdóttur innan vítateigs en hvorki dómari leiksins né aðstoðardómari virtust þora að dæma vítaspyrnu á þeim tímapunkti leiksins. „Mér fannst að við hefðum átt að klára þetta í venjulegum leiktíma. Svo í framlengingunni fannst mér líka eiga að klára leikinn. Það hefði verið gott að klára þetta en því miður náðum við ekki að ganga frá því. Það er alltaf erfitt að fara í vítaspyrnukeppni, það er bara 50/50 þannig að við erum smá súrar með þetta,“ sagði vinstri bakvörðurinn knái enn fremur um leikinn. Ekki var að sjá á Valsliðinu að þær hefðu ekki spilað síðan þær unnu HJK í Meistaradeildinni fyrir tveimur vikum síðan. Að lokum var Hallbera spurð hvort Valsliðið gæti tekið eitthvað jákvætt út úr jafn súru tapi og raun bar vitni. „Held við getum tekið helling jákvætt út úr þessu. Við erum með ungar stelpu sem er að spila í miðverðinum [Örnu Eiríksdóttur], Malla [Málfríður Anna Eiríksdóttir] kemur inn á miðjuna og svo Ásdís [Karen Halldórsdóttir]. Þetta eru leikmenn sem hafa ekki verið að spila mikið í sumar, þær eru að koma inn í Evrópuleikina og það sýnir hvað við erum með breiðan og góðan hóp,“ sagði Hallbera Guðný að lokum.
Fótbolti Valur Meistaradeild Evrópu Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Fleiri fréttir Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Sjá meira