Sara Rún aðeins sú þriðja sem skorar þrjátíu stig í leik fyrir A-landsliðið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. nóvember 2020 13:00 Sara Rún Hinriksdóttir í leik með íslenska landsliðinu. Vísir/Bára Sara Rún Hinriksdóttir komst í fámennan hóp með frammistöðu sinni á móti Búlgaríu í undankeppni EM kvenna í körfubolta um helgina. Sara Rún Hinriksdóttir skoraði 31 stig í 21 stigs tapi íslenska kvennalandsliðsins á móti því búlgarska í FIBA búbblunni í Heraklion á Krít. Aðeins tvær aðrar íslenskar körfuboltakonur hafa náð því að skora 30 stig í einum leik fyrir íslenska A-landsliðið. Það eru Anna María Sveinsdóttir, sem gerði það fyrst, og Helena Sverrisdóttir sem hefur gerst það oftast. Anna María Sveinsdóttir á enn stigametið en það setti hún á Möltu í Promotion Cup í júní 1996. Anna María skoraði þá 35 stig í sigri á heimastúlkum. Helena Sverrisdóttir hefur skorað 34 stig í tveimur landsleikjum og 33 stig í einum leik en hefur ekki tekist að taka metið af Önnu Maríu. Frammistaða Söru Rúnar tryggði henni líka sæti í fimm manna úrvalsliði FIBA Europe úr fjórðu umferð undankeppninnar eins og sjá má hér fyrir neðan. @KSSRBIJE | @YMAnder12 @SweBasketball | @fridaelde Bulgaria | B. Hristova @kkikarfa | S. Hinriksdottir Denmark | @mjespersen12#EuroBasketWomen— #EuroBasketWomen (@EuroBasketWomen) November 16, 2020 Sara Rún Hinriksdóttir skoraði 54 stig í leikjunum tveimur á Krít eða 27 stig að meðaltali í leik. Hún hafði skorað 138 stig í fyrstu 19 A-landsleikjum sínum eða 7,2 stig að meðaltali í leik. Sara Rún missti af mörgum A-landsleikjum vegna þess að hún stundaði nám í Canisius háskólanum í Bandaríkjunum í fjögur ár frá 2015 til 2018. Sara spilar núna með enska liðinu Leicester Riders. Sara Rún var allt í öllu í sóknarleik íslenska liðsins í leikjunum tveimur á Krót en hún þurfti að taka 45 skot til að skora þessu 54 stig. Sara var einnig með 15 fráköst og 6 stoðsendingar í þessum tveimur leikjum. Sara skoraði meira en helming stiga íslenska liðsins á móti Búlgaríu eða 31 af 53 en það gera 58 prósent stiganna. Hún var með 40 prósent stiganna í fyrri leiknum á móti Slóveníu eða 23 af 58. Næststigahæsti leikmaður íslenska liðsins í leikjunum tveimur var Þóra Kristín Jónsdóttir með 18 stig eða 36 stigum færra en Sara. Sara Rún var með 54 stig í leikjunum tveimur en restin af íslenska liðinu skoraði samanlagt 57 stig. 30 stiga leikmenn A-landsliðs kvenna í körfubolta: 5 sinnum - Helena Sverrisdóttir (2007, 2008, 2014, 2018, 2019) 2 sinnum - Anna María Sveinsdóttir (1989 og 1996) 1 sinni - Sara Rún Hinriksdóttir (2020) Körfubolti Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Söguleg frammistaða Júlíu og Manuels skilaði þeim á EM Sport Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Enski boltinn Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Fleiri fréttir Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Sjá meira
Sara Rún Hinriksdóttir komst í fámennan hóp með frammistöðu sinni á móti Búlgaríu í undankeppni EM kvenna í körfubolta um helgina. Sara Rún Hinriksdóttir skoraði 31 stig í 21 stigs tapi íslenska kvennalandsliðsins á móti því búlgarska í FIBA búbblunni í Heraklion á Krít. Aðeins tvær aðrar íslenskar körfuboltakonur hafa náð því að skora 30 stig í einum leik fyrir íslenska A-landsliðið. Það eru Anna María Sveinsdóttir, sem gerði það fyrst, og Helena Sverrisdóttir sem hefur gerst það oftast. Anna María Sveinsdóttir á enn stigametið en það setti hún á Möltu í Promotion Cup í júní 1996. Anna María skoraði þá 35 stig í sigri á heimastúlkum. Helena Sverrisdóttir hefur skorað 34 stig í tveimur landsleikjum og 33 stig í einum leik en hefur ekki tekist að taka metið af Önnu Maríu. Frammistaða Söru Rúnar tryggði henni líka sæti í fimm manna úrvalsliði FIBA Europe úr fjórðu umferð undankeppninnar eins og sjá má hér fyrir neðan. @KSSRBIJE | @YMAnder12 @SweBasketball | @fridaelde Bulgaria | B. Hristova @kkikarfa | S. Hinriksdottir Denmark | @mjespersen12#EuroBasketWomen— #EuroBasketWomen (@EuroBasketWomen) November 16, 2020 Sara Rún Hinriksdóttir skoraði 54 stig í leikjunum tveimur á Krít eða 27 stig að meðaltali í leik. Hún hafði skorað 138 stig í fyrstu 19 A-landsleikjum sínum eða 7,2 stig að meðaltali í leik. Sara Rún missti af mörgum A-landsleikjum vegna þess að hún stundaði nám í Canisius háskólanum í Bandaríkjunum í fjögur ár frá 2015 til 2018. Sara spilar núna með enska liðinu Leicester Riders. Sara Rún var allt í öllu í sóknarleik íslenska liðsins í leikjunum tveimur á Krót en hún þurfti að taka 45 skot til að skora þessu 54 stig. Sara var einnig með 15 fráköst og 6 stoðsendingar í þessum tveimur leikjum. Sara skoraði meira en helming stiga íslenska liðsins á móti Búlgaríu eða 31 af 53 en það gera 58 prósent stiganna. Hún var með 40 prósent stiganna í fyrri leiknum á móti Slóveníu eða 23 af 58. Næststigahæsti leikmaður íslenska liðsins í leikjunum tveimur var Þóra Kristín Jónsdóttir með 18 stig eða 36 stigum færra en Sara. Sara Rún var með 54 stig í leikjunum tveimur en restin af íslenska liðinu skoraði samanlagt 57 stig. 30 stiga leikmenn A-landsliðs kvenna í körfubolta: 5 sinnum - Helena Sverrisdóttir (2007, 2008, 2014, 2018, 2019) 2 sinnum - Anna María Sveinsdóttir (1989 og 1996) 1 sinni - Sara Rún Hinriksdóttir (2020)
30 stiga leikmenn A-landsliðs kvenna í körfubolta: 5 sinnum - Helena Sverrisdóttir (2007, 2008, 2014, 2018, 2019) 2 sinnum - Anna María Sveinsdóttir (1989 og 1996) 1 sinni - Sara Rún Hinriksdóttir (2020)
Körfubolti Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Söguleg frammistaða Júlíu og Manuels skilaði þeim á EM Sport Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Enski boltinn Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Fleiri fréttir Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Sjá meira