Liverpool maðurinn endaði 30 ára og 23 ára bið á sama árinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. nóvember 2020 15:41 Andy Robertson og félagar í skoska landsliðinu fagna hér EM-sætinu í Belgrad í gærkvöldi. EPA-EFE/ANDREJ CUKIC Andy Robertson og félagar í skoska landsliðinu tryggðu sér sæti á Evrópumótinu í knattspyrnu i gærkvöldi eftir sigur á Serbíu í vítakeppni í einum af umspilsleikjunum. Liverpool bakvörðurinn hefur því átt stóran þátt í því að enda tvær langar eyðimerkurgöngur á árinu 2020. Kórónuveiruárið 2020 verður ekki bara sögulegt fyrir veiruna hjá skoska bakverðinum Andy Robertson. Á þessu ári tókst honum að enda bæði 30 ára og 23 ára bið með liðum sinum. Fyrr í sumar varð Andy Robertson enskur meistari með Liverpool en hann spilaði risahlutverk með liðinu og var með 12 stoðsendingar úr bakvarðarstöðunni í ensku úrvalsdeildinni auk þess að skora tvö mörk. Liverpool hafði ekki orðið enskur meistari síðan 1990 eða í þrjátíu ár. Andy Robertson hefur spilað með Liverpool frá árinu 2017 eða síðan að hann var 23 ára gamall. Robertson er einnig fyrirliði skoska landsliðsins sem hafði fyrir gærkvöldið ekki tekist að tryggja sér sæti á stórmóti síðan á HM í Frakklandi 1998. Skotunum tókst hins vegar að enda þessa 23 ára bið með 5-4 sigri á Serbum í vítakeppni í Belgrad í gær. Sigurinn var í höfn eftir að markvörðurinn David Marshall varði víti frá Aleksandar Mitrovic. Andy Robertson átti að taka næstu vítaspyrnu Skota en þakkaði fyrir það eftir leikinn að hafa sloppið því hann var glíma við tognun aftan í læri. Andy Robertson setti þessa færslu hér fyrir neðan inn á Instagram reikning sinn. Þar segist hann ætla að skál fyrir látinni frænku sinni nú þegar báðar þessar eyðurmerkurgöngur heyra sögunni til. View this post on Instagram A post shared by Andrew Robertson (@andyrobertson94) EM 2020 í fótbolta Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Fleiri fréttir Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Sjá meira
Andy Robertson og félagar í skoska landsliðinu tryggðu sér sæti á Evrópumótinu í knattspyrnu i gærkvöldi eftir sigur á Serbíu í vítakeppni í einum af umspilsleikjunum. Liverpool bakvörðurinn hefur því átt stóran þátt í því að enda tvær langar eyðimerkurgöngur á árinu 2020. Kórónuveiruárið 2020 verður ekki bara sögulegt fyrir veiruna hjá skoska bakverðinum Andy Robertson. Á þessu ári tókst honum að enda bæði 30 ára og 23 ára bið með liðum sinum. Fyrr í sumar varð Andy Robertson enskur meistari með Liverpool en hann spilaði risahlutverk með liðinu og var með 12 stoðsendingar úr bakvarðarstöðunni í ensku úrvalsdeildinni auk þess að skora tvö mörk. Liverpool hafði ekki orðið enskur meistari síðan 1990 eða í þrjátíu ár. Andy Robertson hefur spilað með Liverpool frá árinu 2017 eða síðan að hann var 23 ára gamall. Robertson er einnig fyrirliði skoska landsliðsins sem hafði fyrir gærkvöldið ekki tekist að tryggja sér sæti á stórmóti síðan á HM í Frakklandi 1998. Skotunum tókst hins vegar að enda þessa 23 ára bið með 5-4 sigri á Serbum í vítakeppni í Belgrad í gær. Sigurinn var í höfn eftir að markvörðurinn David Marshall varði víti frá Aleksandar Mitrovic. Andy Robertson átti að taka næstu vítaspyrnu Skota en þakkaði fyrir það eftir leikinn að hafa sloppið því hann var glíma við tognun aftan í læri. Andy Robertson setti þessa færslu hér fyrir neðan inn á Instagram reikning sinn. Þar segist hann ætla að skál fyrir látinni frænku sinni nú þegar báðar þessar eyðurmerkurgöngur heyra sögunni til. View this post on Instagram A post shared by Andrew Robertson (@andyrobertson94)
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Fleiri fréttir Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Sjá meira