Nóg að Ungverjar hafi þrettán menn en fresta má fram í júní Sindri Sverrisson skrifar 11. nóvember 2020 11:03 Marco Rossi stýrir Ungverjum ekki annað kvöld. Getty/Srdjan Stevanovic Úrslitaleikur Ungverjalands og Íslands er áfram á dagskrá annað kvöld þrátt fyrir að aðalþjálfari og einn aðstoðarþjálfara Ungverja hafi greinst með kórónuveirusmit. Mikið þarf enn að ganga á til að leikurinn fari ekki fram á morgun. Samkvæmt reglum UEFA fara leikirnir í EM-umspilinu fram svo lengi sem að hvort lið getur teflt fram 13 leikmönnum, þar af einum markmanni. Ef að sóttvarnalög koma í veg fyrir að Ungverjar geti teflt fram að minnsta kosti 13 mönnum á morgun mun Íslandi þó ekki vera úrskurðaður sigur. UEFA áskilur sér rétt til þess að fresta leiknum, jafnvel fram í júní á næsta ári ef til þess kæmi en þá væru aðeins nokkrir dagar í að EM hæfist. Annar aðstoðarþjálfari stýrir liðinu Ungverska knattspyrnusambandið greindi frá því í dag að þjálfarinn Marco Rossi væri með veiruna. Hans nánasti aðstoðarmaður, Giovanni Costantino, greindist með veiruna í síðustu viku. Aðrir í þjálfarateymi Ungverja og allir í leikmannahópnum greindust með neikvæð sýni í síðustu skimun. Rossi og Costantino eru því í einangrun og verða ekki á hliðarlínunni annað kvöld, en ekki er vitað til þess að fleiri úr ungverska hópnum hafi verið settir í sóttkví. Ungverski miðillinn Nemzeti Sport telur að aðstoðarþjálfarinn Cosimo Inguscio stýri Ungverjum á morgun. Hann hefur stýrt liðinu í tveimur leikjum sem báðir unnust. Það var í 2-0 sigri gegn Eistlandi í nóvember 2018 og í 1-0 sigri á Wales í júní í fyrra. Leikur Ungverjalands og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 19.45 en upphitun hefst klukkan 18.45. Áskrift er hægt að kaupa hér en einnig verður í boði að kaupa stakan viðburð á myndlyklum Vodafone og Símans á kr. 990, sem og í vefsjónvarpi Stöðvar 2. EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Aðstoðarþjálfari Ungverja smitaður Ísland og Ungverjaland mætast í Búdapest næsta fimmtudag í úrslitaleik um sæti á EM karla í fótbolta. Meðlimur í starfsliði Rúmena hefur nú greinst með kórónuveiruna. 6. nóvember 2020 16:01 Þjálfari Ungverja með kórónuveiruna og má ekki þjálfa á móti Íslandi Ungverjar urðu fyrir áfalli daginn fyrir leikinn mikilvæga á móti Íslandi í umspili um sæti á EM. 11. nóvember 2020 10:19 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Fleiri fréttir Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sjá meira
Úrslitaleikur Ungverjalands og Íslands er áfram á dagskrá annað kvöld þrátt fyrir að aðalþjálfari og einn aðstoðarþjálfara Ungverja hafi greinst með kórónuveirusmit. Mikið þarf enn að ganga á til að leikurinn fari ekki fram á morgun. Samkvæmt reglum UEFA fara leikirnir í EM-umspilinu fram svo lengi sem að hvort lið getur teflt fram 13 leikmönnum, þar af einum markmanni. Ef að sóttvarnalög koma í veg fyrir að Ungverjar geti teflt fram að minnsta kosti 13 mönnum á morgun mun Íslandi þó ekki vera úrskurðaður sigur. UEFA áskilur sér rétt til þess að fresta leiknum, jafnvel fram í júní á næsta ári ef til þess kæmi en þá væru aðeins nokkrir dagar í að EM hæfist. Annar aðstoðarþjálfari stýrir liðinu Ungverska knattspyrnusambandið greindi frá því í dag að þjálfarinn Marco Rossi væri með veiruna. Hans nánasti aðstoðarmaður, Giovanni Costantino, greindist með veiruna í síðustu viku. Aðrir í þjálfarateymi Ungverja og allir í leikmannahópnum greindust með neikvæð sýni í síðustu skimun. Rossi og Costantino eru því í einangrun og verða ekki á hliðarlínunni annað kvöld, en ekki er vitað til þess að fleiri úr ungverska hópnum hafi verið settir í sóttkví. Ungverski miðillinn Nemzeti Sport telur að aðstoðarþjálfarinn Cosimo Inguscio stýri Ungverjum á morgun. Hann hefur stýrt liðinu í tveimur leikjum sem báðir unnust. Það var í 2-0 sigri gegn Eistlandi í nóvember 2018 og í 1-0 sigri á Wales í júní í fyrra. Leikur Ungverjalands og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 19.45 en upphitun hefst klukkan 18.45. Áskrift er hægt að kaupa hér en einnig verður í boði að kaupa stakan viðburð á myndlyklum Vodafone og Símans á kr. 990, sem og í vefsjónvarpi Stöðvar 2.
Leikur Ungverjalands og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 19.45 en upphitun hefst klukkan 18.45. Áskrift er hægt að kaupa hér en einnig verður í boði að kaupa stakan viðburð á myndlyklum Vodafone og Símans á kr. 990, sem og í vefsjónvarpi Stöðvar 2.
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Aðstoðarþjálfari Ungverja smitaður Ísland og Ungverjaland mætast í Búdapest næsta fimmtudag í úrslitaleik um sæti á EM karla í fótbolta. Meðlimur í starfsliði Rúmena hefur nú greinst með kórónuveiruna. 6. nóvember 2020 16:01 Þjálfari Ungverja með kórónuveiruna og má ekki þjálfa á móti Íslandi Ungverjar urðu fyrir áfalli daginn fyrir leikinn mikilvæga á móti Íslandi í umspili um sæti á EM. 11. nóvember 2020 10:19 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Fleiri fréttir Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sjá meira
Aðstoðarþjálfari Ungverja smitaður Ísland og Ungverjaland mætast í Búdapest næsta fimmtudag í úrslitaleik um sæti á EM karla í fótbolta. Meðlimur í starfsliði Rúmena hefur nú greinst með kórónuveiruna. 6. nóvember 2020 16:01
Þjálfari Ungverja með kórónuveiruna og má ekki þjálfa á móti Íslandi Ungverjar urðu fyrir áfalli daginn fyrir leikinn mikilvæga á móti Íslandi í umspili um sæti á EM. 11. nóvember 2020 10:19