Aron Einar: Við höfum spilað mjög mikið af mikilvægustu landsleikjum Íslandssögunnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. nóvember 2020 14:30 Aron Einar Gunnarsson býr sig undir það að leiða íslenska landsliðið inn á völlinn. Getty/Oliver Hardt Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu er aðeins einum leik frá því að tryggja sér sæti á Evrópumótinu í knattspyrnu næsta sumar en hreinn úrslitaleikur á móti Ungverjalandi mun ráða því hvort Ísland komist á þriðja stórmótið í röð. Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson hefur trú á því að mikil reynsla innan íslenska hópsins eigi eftir að skila miklu í leiknum í Búdapest annað kvöld. Aron Einar ræddi við Henry Birgi Gunnarsson fyrir leikinn mikilvæga gegn Ungverjum. Henry Birgir spurði Aron Einar af því hvort að það væri þægilegra fyrir íslensku strákana að Ungverjar mættu ekki vera með áhorfendur á leiknum. „Bæði og. Ég var farinn að hlakka til að spila fyrir framan áhorfendur aftur og upplifa þann hluta. Við tókum samt eftir því á EM að stuðningsmenn þeirra eru harðir. Það eru læti í þeim og við þekkjum það bara sjálfir hvernig stemmningin á Laugardalsvellinum drífur okkur áfram. Vonandi er þetta því bara jákvætt fyrir okkur,“ sagði Aron Einar Gunnarsson. „Þeir voru væntanlega að hugsa út í það að þeirra áhorfendur gætu drifið þá áfram sem tólfti maður. Þetta er því vonandi bara gott fyrir okkur. Við erum líka vanir því að spila ekki fyrir framan neinn og það er vissulega gott að það heyrist vel í mönnum. Við getum þá stjórnað og verið skipulagðir,“ sagði Aron Einar. Íslenska landsliðið spilar tvo þjóðadeildarleiki eftir leikinn við Ungverja og það eru uppi heilmiklar vangaveltur um hvar þeir verða spilaðir eftir að Englendingar eru búnir að banna fólki frá Danmörku að koma inn í landið nema að það fara í tveggja vikna sóttkví. „Við getum ekki pælt í neinu öðru. Það eru vissir hlutir sem við lesum en við getum ekki verið að spá í því. Við treystum KSÍ, UEFA og öllum þeim sem eru inn í þessum hlutum að þetta sé allt gert rétt. Leikmennirnir fá bara að einblína á þennan leik. Ungverjaleikurinn er mikilvægasti leikurinn í þessum glugga og allur fókusinn hefur farið á hann. Svo tökum við bara stöðuna eftir þann leik þegar við erum búnir að tryggja okkur á EM,“ sagði Aron Einar. Svona úrslitaleikir eins og sá á móti Ungverjum er ástæða fyrir því af hverju menn spila fótbolta. Aron Einar er sammála því. „Það er tilhlökkun og maður fær fiðrildi í magann. Það er spenna og það er partur af því. Ef maður fengi það ekki þá væri maður á röngum stað. Auðvitað er skemmtilegt þegar það er mikið undir og þá er bara spurning um það hver gerir fæstu mistökin. Við þurfum að nýta okkur reynsluna úr þeim leikjum sem við höfum spilað hingað til. Við höfum spilað mjög mikið af mikilvægustu landsleikjum Íslandssögunnar. Við þurfum að nýta okkur þá reynslu og spila okkar leik,“ sagði Aron Einar „Ef við spilum okkar leik og erum samþéttir, samstilltir og stjórnum tempóinu í leiknum þá vinnum við þennan leik,“ sagði Aron Einar en það má finna viðtalið við hann hér fyrir neðan. Klippa: Aron Einar um reynsluna innan íslenska hópsins EM 2020 í fótbolta Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Fleiri fréttir Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu er aðeins einum leik frá því að tryggja sér sæti á Evrópumótinu í knattspyrnu næsta sumar en hreinn úrslitaleikur á móti Ungverjalandi mun ráða því hvort Ísland komist á þriðja stórmótið í röð. Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson hefur trú á því að mikil reynsla innan íslenska hópsins eigi eftir að skila miklu í leiknum í Búdapest annað kvöld. Aron Einar ræddi við Henry Birgi Gunnarsson fyrir leikinn mikilvæga gegn Ungverjum. Henry Birgir spurði Aron Einar af því hvort að það væri þægilegra fyrir íslensku strákana að Ungverjar mættu ekki vera með áhorfendur á leiknum. „Bæði og. Ég var farinn að hlakka til að spila fyrir framan áhorfendur aftur og upplifa þann hluta. Við tókum samt eftir því á EM að stuðningsmenn þeirra eru harðir. Það eru læti í þeim og við þekkjum það bara sjálfir hvernig stemmningin á Laugardalsvellinum drífur okkur áfram. Vonandi er þetta því bara jákvætt fyrir okkur,“ sagði Aron Einar Gunnarsson. „Þeir voru væntanlega að hugsa út í það að þeirra áhorfendur gætu drifið þá áfram sem tólfti maður. Þetta er því vonandi bara gott fyrir okkur. Við erum líka vanir því að spila ekki fyrir framan neinn og það er vissulega gott að það heyrist vel í mönnum. Við getum þá stjórnað og verið skipulagðir,“ sagði Aron Einar. Íslenska landsliðið spilar tvo þjóðadeildarleiki eftir leikinn við Ungverja og það eru uppi heilmiklar vangaveltur um hvar þeir verða spilaðir eftir að Englendingar eru búnir að banna fólki frá Danmörku að koma inn í landið nema að það fara í tveggja vikna sóttkví. „Við getum ekki pælt í neinu öðru. Það eru vissir hlutir sem við lesum en við getum ekki verið að spá í því. Við treystum KSÍ, UEFA og öllum þeim sem eru inn í þessum hlutum að þetta sé allt gert rétt. Leikmennirnir fá bara að einblína á þennan leik. Ungverjaleikurinn er mikilvægasti leikurinn í þessum glugga og allur fókusinn hefur farið á hann. Svo tökum við bara stöðuna eftir þann leik þegar við erum búnir að tryggja okkur á EM,“ sagði Aron Einar. Svona úrslitaleikir eins og sá á móti Ungverjum er ástæða fyrir því af hverju menn spila fótbolta. Aron Einar er sammála því. „Það er tilhlökkun og maður fær fiðrildi í magann. Það er spenna og það er partur af því. Ef maður fengi það ekki þá væri maður á röngum stað. Auðvitað er skemmtilegt þegar það er mikið undir og þá er bara spurning um það hver gerir fæstu mistökin. Við þurfum að nýta okkur reynsluna úr þeim leikjum sem við höfum spilað hingað til. Við höfum spilað mjög mikið af mikilvægustu landsleikjum Íslandssögunnar. Við þurfum að nýta okkur þá reynslu og spila okkar leik,“ sagði Aron Einar „Ef við spilum okkar leik og erum samþéttir, samstilltir og stjórnum tempóinu í leiknum þá vinnum við þennan leik,“ sagði Aron Einar en það má finna viðtalið við hann hér fyrir neðan. Klippa: Aron Einar um reynsluna innan íslenska hópsins
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Fleiri fréttir Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Sjá meira