Hefur góða tilfinningu fyrir leiknum gegn Ungverjum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. nóvember 2020 23:01 Hamrén fagnar eftir sigurinn á Rúmeníu. Vonandi næst svipuð mynd á fimmtudaginn kemur. Vísir/Hulda Margrét Erik Hamrén, landsliðsþjálfari Íslands, ræddi við Henry Birgi Gunnarsson í dag fyrir leik Ísalnds og Ungverjalands sem fram fer á fimmtudag. Er leikurinn hreinn úrslitaleikur um sæti á Evrópumótinu sem fram fer næsta sumar. Liðið sem vinnur á fimmtudaginn fer á EM og verður með heimsmeisturum Frakklands, Evrópumeisturum Portúgals og Þjóðverjum í riðli. Hamrén segist hafa góða tilfinningu fyrir leiknum og telur liðið vel undirbúið þó það hafi ekki náð að æfa mikið saman fyrir leik. Viðtalið má sjá í spilaranum hér að neðan. Það er á ensku og ótextað. Varðandi undirbúning liðsins „Miðað við að leikurinn er á fimmtudag hefur undirbúningurinn verið nokkuð skrítinn, en það er eins og það er. Við æfðum í gær með aðeins tíu leikmenn, aðrir fóru í endurhæfingu. Í dag voru allir leikmennirnir mættir og við gátum farið yfir þá taktík sem við vildum fara yfir. Síðan er æfing á morgun á vellinum. Sem þjálfari viltu auðvitað meiri tíma til að undirbúa þig en ég er ánægður með það sem við höfum gert. Við höfum líka undirbúið okkur í gegnum fundi, horft mikið á ungverska liðið svo ég er með ágæta tilfinningu fyrir þessu,“ sagði Hamrén um undirbúning liðsins fyrir leikinn mikilvæga. Staðan á leikmönnum liðsins? „Nei ekkert svoleiðis,“ sagði Hamrén aðspurður hvort það væru nýjar fréttir af meiðslum leikmönnum. „Þegar þú ert með leikmenn sem eru að spila mikið þá er alltaf eitthvað smotterí hér og þar en ekkert sem veldur okkur vandræðum að svo stöddu. Það eina sem hefur verið neikvætt fyrir okkur er Arnór Ingvi [Traustason en hann getur ekki tekið þátt í leiknum].“ Gerir regluverkið í kringum kórónufaraldurinn undirbúninginn flóknari? „Get ekki sagt það. Leikmennirnir eru vanir þessu hjá félagsliðum sínum og við erum orðnir vanir þessu, þetta er ekki í fyrsta skipti. Þetta er eins og það er, við getum ekkert gert til að breyta þessu. Reynum að einbeita okkur að hlutum sem við getum haft áhrif á. Einbeitum okkur að leiknum á fimmtudag núna og að honum loknum þá færum við okkur yfir í næsta leik. Held að leikmennirnir séu góðir í þessu svo nei það gerir ekki undirbúninginn flóknari,“ sagði landsliðsþjálfarinn um áhrif kórónufaraldursins á undirbúning íslenska liðsins. Eru einhverjar breytingar á undirbúningi fyrir leikinn vegna mikilvægi hans? „Við erum ekki að breyta neinu. Breytingin frá október er sú að við erum að spila á útivelli, þetta eru mikil ferðalög og það er mikil áskorun. Þú þarft að hafa gott starfsfólk sem sér um hlutina því það er erfitt að ferðast til fjögurra landa í röð. Starfsfólkið er með allt á hreinu og sér um allt sem þarf að sjá um, þannig geta leikmennirnir einbeitt sér að því sem þeir þurfa að gera.“ „Ég er mjög sáttur með allt til þessa,“ sagði Hamrén að lokum. Nánar verður rædd við Hamrén á Vísi á morgun. Klippa: Hefur góða tilfinningu fyrir leikinn gegn Ungverjum Leikur Ungverjalands og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 19.45 en upphitun hefst klukkan 18.45. Áskrift er hægt að kaupa hér en einnig verður í boði að kaupa stakan viðburð á myndlyklum Vodafone og Símans á kr. 990, sem og í vefsjónvarpi Stöðvar 2. Fótbolti EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Fyrirliðinn segir íslenska liðið vel undirbúið og klárt í úrslitaleikinn gegn Ungverjalandi Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í knattspyrnu, segir íslenska liðið klárt í bátana fyrir leikinn sem mun skera úr um hvort Ísland kemst á sitt þriðja stórmót í röð. 10. nóvember 2020 20:16 Segir markvörð Ungverja í heimsklassa Gunnleifur Gunnleifsson, fyrrverandi landsliðsmarkvörður, hrósar lykilmanni Ungverja í hástert í viðtali fyrir úrslitaleik Ungverjalands og Íslands um sæti á EM í fótbolta. 10. nóvember 2020 15:32 2 dagar í Ungverjaleik: Eina mark Guðna í 80 landsleikjum kom gegn Ungverjum Guðni Bergsson á örugglega einstaka minningu af einstöku marki úr landsleik gegn mótherjum íslenska landsliðsins næstkomandi fimmtudagskvöld. 10. nóvember 2020 12:30 Strákarnir æfðu í þoku á fyrstu æfingunni Skyggni var ekki alltof gott á fyrstu æfingu íslenska landsliðsins fyrir leikinn mikilvæga í Búdapest á fimmtudagskvöldið. 10. nóvember 2020 09:31 Einn og hálfur milljarður aldrei verið mikilvægari fyrir íslenska knattspyrnu Deildarstjóri hjá Íslandsbanka segir að leikur Íslands og Ungverjalands um sæti á EM á fimmtudaginn sé sá verðmætasti í sögu íslenskrar knattspyrnu. 10. nóvember 2020 08:01 Arnór Ingvi ekki með gegn Ungverjum eftir allt Ákveðið hefur verið að Arnór Ingvi Traustason leiki ekki með íslenska landsliðinu gegn því ungverska. 9. nóvember 2020 10:43 „Best að halda öllum öruggum“ Arnór Ingvi Traustason segir það hundfúlt en rétta ákvörðun að hann skyldi vera tekinn út úr íslenska landsliðshópnum sem mætir Ungverjalandi á fimmtudag í úrslitaleik um sæti á EM. 9. nóvember 2020 13:32 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Sóley Margrét heimsmeistari Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Fleiri fréttir Aron Einar miðvörður í Niksic Í beinni: Svartfjallaland - Ísland | Gætu fellt Svartfellinga Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Sjá meira
Erik Hamrén, landsliðsþjálfari Íslands, ræddi við Henry Birgi Gunnarsson í dag fyrir leik Ísalnds og Ungverjalands sem fram fer á fimmtudag. Er leikurinn hreinn úrslitaleikur um sæti á Evrópumótinu sem fram fer næsta sumar. Liðið sem vinnur á fimmtudaginn fer á EM og verður með heimsmeisturum Frakklands, Evrópumeisturum Portúgals og Þjóðverjum í riðli. Hamrén segist hafa góða tilfinningu fyrir leiknum og telur liðið vel undirbúið þó það hafi ekki náð að æfa mikið saman fyrir leik. Viðtalið má sjá í spilaranum hér að neðan. Það er á ensku og ótextað. Varðandi undirbúning liðsins „Miðað við að leikurinn er á fimmtudag hefur undirbúningurinn verið nokkuð skrítinn, en það er eins og það er. Við æfðum í gær með aðeins tíu leikmenn, aðrir fóru í endurhæfingu. Í dag voru allir leikmennirnir mættir og við gátum farið yfir þá taktík sem við vildum fara yfir. Síðan er æfing á morgun á vellinum. Sem þjálfari viltu auðvitað meiri tíma til að undirbúa þig en ég er ánægður með það sem við höfum gert. Við höfum líka undirbúið okkur í gegnum fundi, horft mikið á ungverska liðið svo ég er með ágæta tilfinningu fyrir þessu,“ sagði Hamrén um undirbúning liðsins fyrir leikinn mikilvæga. Staðan á leikmönnum liðsins? „Nei ekkert svoleiðis,“ sagði Hamrén aðspurður hvort það væru nýjar fréttir af meiðslum leikmönnum. „Þegar þú ert með leikmenn sem eru að spila mikið þá er alltaf eitthvað smotterí hér og þar en ekkert sem veldur okkur vandræðum að svo stöddu. Það eina sem hefur verið neikvætt fyrir okkur er Arnór Ingvi [Traustason en hann getur ekki tekið þátt í leiknum].“ Gerir regluverkið í kringum kórónufaraldurinn undirbúninginn flóknari? „Get ekki sagt það. Leikmennirnir eru vanir þessu hjá félagsliðum sínum og við erum orðnir vanir þessu, þetta er ekki í fyrsta skipti. Þetta er eins og það er, við getum ekkert gert til að breyta þessu. Reynum að einbeita okkur að hlutum sem við getum haft áhrif á. Einbeitum okkur að leiknum á fimmtudag núna og að honum loknum þá færum við okkur yfir í næsta leik. Held að leikmennirnir séu góðir í þessu svo nei það gerir ekki undirbúninginn flóknari,“ sagði landsliðsþjálfarinn um áhrif kórónufaraldursins á undirbúning íslenska liðsins. Eru einhverjar breytingar á undirbúningi fyrir leikinn vegna mikilvægi hans? „Við erum ekki að breyta neinu. Breytingin frá október er sú að við erum að spila á útivelli, þetta eru mikil ferðalög og það er mikil áskorun. Þú þarft að hafa gott starfsfólk sem sér um hlutina því það er erfitt að ferðast til fjögurra landa í röð. Starfsfólkið er með allt á hreinu og sér um allt sem þarf að sjá um, þannig geta leikmennirnir einbeitt sér að því sem þeir þurfa að gera.“ „Ég er mjög sáttur með allt til þessa,“ sagði Hamrén að lokum. Nánar verður rædd við Hamrén á Vísi á morgun. Klippa: Hefur góða tilfinningu fyrir leikinn gegn Ungverjum Leikur Ungverjalands og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 19.45 en upphitun hefst klukkan 18.45. Áskrift er hægt að kaupa hér en einnig verður í boði að kaupa stakan viðburð á myndlyklum Vodafone og Símans á kr. 990, sem og í vefsjónvarpi Stöðvar 2.
Leikur Ungverjalands og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 19.45 en upphitun hefst klukkan 18.45. Áskrift er hægt að kaupa hér en einnig verður í boði að kaupa stakan viðburð á myndlyklum Vodafone og Símans á kr. 990, sem og í vefsjónvarpi Stöðvar 2.
Fótbolti EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Fyrirliðinn segir íslenska liðið vel undirbúið og klárt í úrslitaleikinn gegn Ungverjalandi Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í knattspyrnu, segir íslenska liðið klárt í bátana fyrir leikinn sem mun skera úr um hvort Ísland kemst á sitt þriðja stórmót í röð. 10. nóvember 2020 20:16 Segir markvörð Ungverja í heimsklassa Gunnleifur Gunnleifsson, fyrrverandi landsliðsmarkvörður, hrósar lykilmanni Ungverja í hástert í viðtali fyrir úrslitaleik Ungverjalands og Íslands um sæti á EM í fótbolta. 10. nóvember 2020 15:32 2 dagar í Ungverjaleik: Eina mark Guðna í 80 landsleikjum kom gegn Ungverjum Guðni Bergsson á örugglega einstaka minningu af einstöku marki úr landsleik gegn mótherjum íslenska landsliðsins næstkomandi fimmtudagskvöld. 10. nóvember 2020 12:30 Strákarnir æfðu í þoku á fyrstu æfingunni Skyggni var ekki alltof gott á fyrstu æfingu íslenska landsliðsins fyrir leikinn mikilvæga í Búdapest á fimmtudagskvöldið. 10. nóvember 2020 09:31 Einn og hálfur milljarður aldrei verið mikilvægari fyrir íslenska knattspyrnu Deildarstjóri hjá Íslandsbanka segir að leikur Íslands og Ungverjalands um sæti á EM á fimmtudaginn sé sá verðmætasti í sögu íslenskrar knattspyrnu. 10. nóvember 2020 08:01 Arnór Ingvi ekki með gegn Ungverjum eftir allt Ákveðið hefur verið að Arnór Ingvi Traustason leiki ekki með íslenska landsliðinu gegn því ungverska. 9. nóvember 2020 10:43 „Best að halda öllum öruggum“ Arnór Ingvi Traustason segir það hundfúlt en rétta ákvörðun að hann skyldi vera tekinn út úr íslenska landsliðshópnum sem mætir Ungverjalandi á fimmtudag í úrslitaleik um sæti á EM. 9. nóvember 2020 13:32 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Sóley Margrét heimsmeistari Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Fleiri fréttir Aron Einar miðvörður í Niksic Í beinni: Svartfjallaland - Ísland | Gætu fellt Svartfellinga Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Sjá meira
Fyrirliðinn segir íslenska liðið vel undirbúið og klárt í úrslitaleikinn gegn Ungverjalandi Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í knattspyrnu, segir íslenska liðið klárt í bátana fyrir leikinn sem mun skera úr um hvort Ísland kemst á sitt þriðja stórmót í röð. 10. nóvember 2020 20:16
Segir markvörð Ungverja í heimsklassa Gunnleifur Gunnleifsson, fyrrverandi landsliðsmarkvörður, hrósar lykilmanni Ungverja í hástert í viðtali fyrir úrslitaleik Ungverjalands og Íslands um sæti á EM í fótbolta. 10. nóvember 2020 15:32
2 dagar í Ungverjaleik: Eina mark Guðna í 80 landsleikjum kom gegn Ungverjum Guðni Bergsson á örugglega einstaka minningu af einstöku marki úr landsleik gegn mótherjum íslenska landsliðsins næstkomandi fimmtudagskvöld. 10. nóvember 2020 12:30
Strákarnir æfðu í þoku á fyrstu æfingunni Skyggni var ekki alltof gott á fyrstu æfingu íslenska landsliðsins fyrir leikinn mikilvæga í Búdapest á fimmtudagskvöldið. 10. nóvember 2020 09:31
Einn og hálfur milljarður aldrei verið mikilvægari fyrir íslenska knattspyrnu Deildarstjóri hjá Íslandsbanka segir að leikur Íslands og Ungverjalands um sæti á EM á fimmtudaginn sé sá verðmætasti í sögu íslenskrar knattspyrnu. 10. nóvember 2020 08:01
Arnór Ingvi ekki með gegn Ungverjum eftir allt Ákveðið hefur verið að Arnór Ingvi Traustason leiki ekki með íslenska landsliðinu gegn því ungverska. 9. nóvember 2020 10:43
„Best að halda öllum öruggum“ Arnór Ingvi Traustason segir það hundfúlt en rétta ákvörðun að hann skyldi vera tekinn út úr íslenska landsliðshópnum sem mætir Ungverjalandi á fimmtudag í úrslitaleik um sæti á EM. 9. nóvember 2020 13:32