Fyrirliðinn segir íslenska liðið vel undirbúið og klárt í úrslitaleikinn gegn Ungverjalandi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. nóvember 2020 20:16 Aron Einar segir íslenska liðið einbeitt og tilbúið í leikinn gegn Ungverjum á fimmtudagskvöld. Vísir/Hulda Margrét Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í knattspyrnu, ræddi við Henry Birgi Gunnarsson fyrir leikinn mikilvæga gegn Ungverjum sem fram fer á fimmtudagskvöld. Sker leikurinn úr um hvort landið kemst á Evrópumótið næsta sumar. Sigurvegarinn verður í sannkölluðum dauðariðli en ásamt Íslendingum, eða Ungverjum, verða heimsmeistarar Frakka, Evrópumeistarar Portúgals og að lokum Þjóðverjar. Sjá má viðtalið í heild sinni í spilaranum neðst í fréttinni. Varðandi undirbúninginn fyrir leikinn „Við erum ekkert að reyna láta hluti sem við getum ekki breytt hafa áhrif á okkur. Við erum að einblína á þennan leik. Leyfum KSÍ og starfsfólkinu að sjá um hitt. Leikmennirnir eru klárir, okkur líður vel hérna í Augsburg [í Þýskalandi, þar sem íslenska liðið undirbýr sig fyrir leikinn], það er hugsað vel um okkur og við erum búnir að undirbúa okkur vel fyrir þennan leik.“ „Erum búnir að fara yfir þá mikið, á myndbandsfundum og æfingum. Vorum að klára taktíska æfingu núna sem gekk vel. Við erum vel undirbúnir og tilbúnir í þetta,“ sagði fyrirliðinn um undirbúninginn fyrir þennan mikilvæga leik. Varðandi spennustigið og anda íslenska liðsins „Auðvitað, maður finnur fyrir spennu og tilhlökkun. Búnir að bíða lengi eftir þessum leikjum, bæði Rúmeníu leiknum og þessum. Mér finnst undirbúningurinn búinn að vera góður og við erum reynslumiklir. Við kunnum á þessa leiki. Ég tel að það eigi eftir að vera bónus fyrir okkur, að vita hvað við erum að fara út í.“ „Vissulega vitum við hversu sterkir Ungverjarnir eru, það er kraftur í þeim og mikill hraði. Þurfum að nýta okkur okkar reynslu, hvernig við spilum þennan leik og leggjum hann upp. Við erum búnir að fara vel yfir það og það ætti í rauninni ekkert að koma okkur á óvart með þeirra leikskipulag og hvernig þeir spila, það er svolítið auðvelt að lesa það en þeir eru góðir í því sem þeir eru góðir í, það er alveg klárt,“ sagði Aron Einar um spennustigið í íslenska hópnum en um algjöran úrslitaleik er að ræða. Er eitthvað utanaðkomandi að trufla eða er öll einbeiting á leiknum? „Við erum ekkert að pæla í því. Við einbeitum okkur að leiknum, leyfum KSÍ og öðru fólki að hugsa um hvað er mikið undir peningalega séð og annað. Það er undir okkur komið að framkvæma hlutina á vellinum og við þurfum að mæta af fullum krafti í þennan leik, vera skipulagðir og nýta okkar reynslu. Erum ekkert að hugsa um svona hluti of mikið því það gæti truflað mannskapinn og liðið ef menn eru að pæla of mikið í því.“ „Eins og ég sagði áðan þá erum við vanir þessum stóru leikjum sem skipta máli fyrir sambandið og félögin í landinu. Það er undir okkur komið að standa okkur og gera vel inn á vellinum,“ sagði fyrirliðinn að lokum við Henry Birgi. Klippa: Aron Einar segir Ísland vel undirbúið og klárt í úrslitaleikinn gegn Ungverjalandi Leikur Ungverjalands og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 19.45 en upphitun hefst klukkan 18.45. Áskrift er hægt að kaupa hér en einnig verður í boði að kaupa stakan viðburð á myndlyklum Vodafone og Símans á kr. 990, sem og í vefsjónvarpi Stöðvar 2. Fótbolti EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Alfreð flottur í þýskunni og gaf líka landsliðsþjálfaranum brúðu Alfreð Finnbogason þurfti ekki að leggja í langt ferðalag að þessu sinni til að hitta félaga sína í íslenska landsliðinu. 10. nóvember 2020 17:00 Segir markvörð Ungverja í heimsklassa Gunnleifur Gunnleifsson, fyrrverandi landsliðsmarkvörður, hrósar lykilmanni Ungverja í hástert í viðtali fyrir úrslitaleik Ungverjalands og Íslands um sæti á EM í fótbolta. 10. nóvember 2020 15:32 2 dagar í Ungverjaleik: Eina mark Guðna í 80 landsleikjum kom gegn Ungverjum Guðni Bergsson á örugglega einstaka minningu af einstöku marki úr landsleik gegn mótherjum íslenska landsliðsins næstkomandi fimmtudagskvöld. 10. nóvember 2020 12:30 Einn og hálfur milljarður aldrei verið mikilvægari fyrir íslenska knattspyrnu Deildarstjóri hjá Íslandsbanka segir að leikur Íslands og Ungverjalands um sæti á EM á fimmtudaginn sé sá verðmætasti í sögu íslenskrar knattspyrnu. 10. nóvember 2020 08:01 Íslendingar sterkir en megum ekki vera smeykir Filip Holender, leikmaður Partizan Belgrad og ungverska landsliðsins, segir Ungverja ekki mega vera smeyka á fimmtudaginn. 9. nóvember 2020 13:40 3 dagar í Ungverjaleik: Höddi Magg tryggði okkur síðast sigur í Búdapest Bernskudraumurinn rættist hjá Herði Magnússyni fyrir rúmum 28 árum síðan en íslenska þjóðin lætur sig nú dreyma um að íslensku strákarnir fái tækifæri til að fagna aftur í Búdapest á fimmtudagskvöldið. 9. nóvember 2020 12:30 Uppselt á Ungverjaleikinn en enginn mætir Þeir 20 þúsund miðar sem settir voru í sölu á úrslitaleik Ungverjalands og Íslands, um sæti á EM karla í fótbolta, seldust fjótt upp. Nú er hins vegar ljóst að engir áhorfendur verða á leiknum. 9. nóvember 2020 11:01 Arnór Ingvi ekki með gegn Ungverjum eftir allt Ákveðið hefur verið að Arnór Ingvi Traustason leiki ekki með íslenska landsliðinu gegn því ungverska. 9. nóvember 2020 10:43 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Sjá meira
Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í knattspyrnu, ræddi við Henry Birgi Gunnarsson fyrir leikinn mikilvæga gegn Ungverjum sem fram fer á fimmtudagskvöld. Sker leikurinn úr um hvort landið kemst á Evrópumótið næsta sumar. Sigurvegarinn verður í sannkölluðum dauðariðli en ásamt Íslendingum, eða Ungverjum, verða heimsmeistarar Frakka, Evrópumeistarar Portúgals og að lokum Þjóðverjar. Sjá má viðtalið í heild sinni í spilaranum neðst í fréttinni. Varðandi undirbúninginn fyrir leikinn „Við erum ekkert að reyna láta hluti sem við getum ekki breytt hafa áhrif á okkur. Við erum að einblína á þennan leik. Leyfum KSÍ og starfsfólkinu að sjá um hitt. Leikmennirnir eru klárir, okkur líður vel hérna í Augsburg [í Þýskalandi, þar sem íslenska liðið undirbýr sig fyrir leikinn], það er hugsað vel um okkur og við erum búnir að undirbúa okkur vel fyrir þennan leik.“ „Erum búnir að fara yfir þá mikið, á myndbandsfundum og æfingum. Vorum að klára taktíska æfingu núna sem gekk vel. Við erum vel undirbúnir og tilbúnir í þetta,“ sagði fyrirliðinn um undirbúninginn fyrir þennan mikilvæga leik. Varðandi spennustigið og anda íslenska liðsins „Auðvitað, maður finnur fyrir spennu og tilhlökkun. Búnir að bíða lengi eftir þessum leikjum, bæði Rúmeníu leiknum og þessum. Mér finnst undirbúningurinn búinn að vera góður og við erum reynslumiklir. Við kunnum á þessa leiki. Ég tel að það eigi eftir að vera bónus fyrir okkur, að vita hvað við erum að fara út í.“ „Vissulega vitum við hversu sterkir Ungverjarnir eru, það er kraftur í þeim og mikill hraði. Þurfum að nýta okkur okkar reynslu, hvernig við spilum þennan leik og leggjum hann upp. Við erum búnir að fara vel yfir það og það ætti í rauninni ekkert að koma okkur á óvart með þeirra leikskipulag og hvernig þeir spila, það er svolítið auðvelt að lesa það en þeir eru góðir í því sem þeir eru góðir í, það er alveg klárt,“ sagði Aron Einar um spennustigið í íslenska hópnum en um algjöran úrslitaleik er að ræða. Er eitthvað utanaðkomandi að trufla eða er öll einbeiting á leiknum? „Við erum ekkert að pæla í því. Við einbeitum okkur að leiknum, leyfum KSÍ og öðru fólki að hugsa um hvað er mikið undir peningalega séð og annað. Það er undir okkur komið að framkvæma hlutina á vellinum og við þurfum að mæta af fullum krafti í þennan leik, vera skipulagðir og nýta okkar reynslu. Erum ekkert að hugsa um svona hluti of mikið því það gæti truflað mannskapinn og liðið ef menn eru að pæla of mikið í því.“ „Eins og ég sagði áðan þá erum við vanir þessum stóru leikjum sem skipta máli fyrir sambandið og félögin í landinu. Það er undir okkur komið að standa okkur og gera vel inn á vellinum,“ sagði fyrirliðinn að lokum við Henry Birgi. Klippa: Aron Einar segir Ísland vel undirbúið og klárt í úrslitaleikinn gegn Ungverjalandi Leikur Ungverjalands og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 19.45 en upphitun hefst klukkan 18.45. Áskrift er hægt að kaupa hér en einnig verður í boði að kaupa stakan viðburð á myndlyklum Vodafone og Símans á kr. 990, sem og í vefsjónvarpi Stöðvar 2.
Leikur Ungverjalands og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 19.45 en upphitun hefst klukkan 18.45. Áskrift er hægt að kaupa hér en einnig verður í boði að kaupa stakan viðburð á myndlyklum Vodafone og Símans á kr. 990, sem og í vefsjónvarpi Stöðvar 2.
Fótbolti EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Alfreð flottur í þýskunni og gaf líka landsliðsþjálfaranum brúðu Alfreð Finnbogason þurfti ekki að leggja í langt ferðalag að þessu sinni til að hitta félaga sína í íslenska landsliðinu. 10. nóvember 2020 17:00 Segir markvörð Ungverja í heimsklassa Gunnleifur Gunnleifsson, fyrrverandi landsliðsmarkvörður, hrósar lykilmanni Ungverja í hástert í viðtali fyrir úrslitaleik Ungverjalands og Íslands um sæti á EM í fótbolta. 10. nóvember 2020 15:32 2 dagar í Ungverjaleik: Eina mark Guðna í 80 landsleikjum kom gegn Ungverjum Guðni Bergsson á örugglega einstaka minningu af einstöku marki úr landsleik gegn mótherjum íslenska landsliðsins næstkomandi fimmtudagskvöld. 10. nóvember 2020 12:30 Einn og hálfur milljarður aldrei verið mikilvægari fyrir íslenska knattspyrnu Deildarstjóri hjá Íslandsbanka segir að leikur Íslands og Ungverjalands um sæti á EM á fimmtudaginn sé sá verðmætasti í sögu íslenskrar knattspyrnu. 10. nóvember 2020 08:01 Íslendingar sterkir en megum ekki vera smeykir Filip Holender, leikmaður Partizan Belgrad og ungverska landsliðsins, segir Ungverja ekki mega vera smeyka á fimmtudaginn. 9. nóvember 2020 13:40 3 dagar í Ungverjaleik: Höddi Magg tryggði okkur síðast sigur í Búdapest Bernskudraumurinn rættist hjá Herði Magnússyni fyrir rúmum 28 árum síðan en íslenska þjóðin lætur sig nú dreyma um að íslensku strákarnir fái tækifæri til að fagna aftur í Búdapest á fimmtudagskvöldið. 9. nóvember 2020 12:30 Uppselt á Ungverjaleikinn en enginn mætir Þeir 20 þúsund miðar sem settir voru í sölu á úrslitaleik Ungverjalands og Íslands, um sæti á EM karla í fótbolta, seldust fjótt upp. Nú er hins vegar ljóst að engir áhorfendur verða á leiknum. 9. nóvember 2020 11:01 Arnór Ingvi ekki með gegn Ungverjum eftir allt Ákveðið hefur verið að Arnór Ingvi Traustason leiki ekki með íslenska landsliðinu gegn því ungverska. 9. nóvember 2020 10:43 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Sjá meira
Alfreð flottur í þýskunni og gaf líka landsliðsþjálfaranum brúðu Alfreð Finnbogason þurfti ekki að leggja í langt ferðalag að þessu sinni til að hitta félaga sína í íslenska landsliðinu. 10. nóvember 2020 17:00
Segir markvörð Ungverja í heimsklassa Gunnleifur Gunnleifsson, fyrrverandi landsliðsmarkvörður, hrósar lykilmanni Ungverja í hástert í viðtali fyrir úrslitaleik Ungverjalands og Íslands um sæti á EM í fótbolta. 10. nóvember 2020 15:32
2 dagar í Ungverjaleik: Eina mark Guðna í 80 landsleikjum kom gegn Ungverjum Guðni Bergsson á örugglega einstaka minningu af einstöku marki úr landsleik gegn mótherjum íslenska landsliðsins næstkomandi fimmtudagskvöld. 10. nóvember 2020 12:30
Einn og hálfur milljarður aldrei verið mikilvægari fyrir íslenska knattspyrnu Deildarstjóri hjá Íslandsbanka segir að leikur Íslands og Ungverjalands um sæti á EM á fimmtudaginn sé sá verðmætasti í sögu íslenskrar knattspyrnu. 10. nóvember 2020 08:01
Íslendingar sterkir en megum ekki vera smeykir Filip Holender, leikmaður Partizan Belgrad og ungverska landsliðsins, segir Ungverja ekki mega vera smeyka á fimmtudaginn. 9. nóvember 2020 13:40
3 dagar í Ungverjaleik: Höddi Magg tryggði okkur síðast sigur í Búdapest Bernskudraumurinn rættist hjá Herði Magnússyni fyrir rúmum 28 árum síðan en íslenska þjóðin lætur sig nú dreyma um að íslensku strákarnir fái tækifæri til að fagna aftur í Búdapest á fimmtudagskvöldið. 9. nóvember 2020 12:30
Uppselt á Ungverjaleikinn en enginn mætir Þeir 20 þúsund miðar sem settir voru í sölu á úrslitaleik Ungverjalands og Íslands, um sæti á EM karla í fótbolta, seldust fjótt upp. Nú er hins vegar ljóst að engir áhorfendur verða á leiknum. 9. nóvember 2020 11:01
Arnór Ingvi ekki með gegn Ungverjum eftir allt Ákveðið hefur verið að Arnór Ingvi Traustason leiki ekki með íslenska landsliðinu gegn því ungverska. 9. nóvember 2020 10:43