Mikil pressa á Solskjær í Everton leiknum um helgina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. nóvember 2020 15:01 Ole Gunnar Solskjær eftir tapleikinn á móti Istanbul Basaksehir í gær. EPA-EFE/Tolga Bozoglu Framtíð knattspyrnustjóra Manchester United var til umræðu í Meistaradeildarmörkunum í gærkvöldi en Manchester United tapaði þá óvænt á móti tyrkneska liðinu Basaksehir í Istanbul. Spilamennska Manchester United olli miklum vonbrigðum og varnarleikur liðsins í mörkum Tyrkjana var hörmulegur. Kjartan Atli Kjartansson var með sérfræðingana Reyni Leósson og Atla Viðar Björnsson með sér í gær og þeir fóru yfir þessi vonbrigðarúrslit hjá lærisveinum hins norska Ole Gunnar Solskjær. „Eins og staðan var góð eftir fyrstu tvo leikina, þessa frábæru sigra í París og heima á móti Lepzig, þá finnst manni pínulítið sorglegt að þeir hafi ekki sótt úrslit í kvöld,“ sagði Atli Viðar Björnsson. Manchester United vann 2-1 útisigur á Paris Saint Germain og 5-0 heimasigur á RB Leipzig í fyrstu tveimur Meistaradeildarleikjum tímabilsins. „Ég held að þessi úrslit, þótt staða liðsins sé ágæt í Meistaradeildinni, setji það mikla pressu á leikinn um helgina í ensku úrvalsdeildinni á móti Everton, að ef þeir tapa þeim leik þá held að það gæti verið tekið í gikkinn þarna og eitthvað gert. Þá væru þeir komnir í hræðilega stöðu í deildinni og ekki metta fulla hús í Meistaradeildinni,“ sagði Reynir Leósson. Manchester United hefur aðeins náð í sjö stig í fyrstu sex leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni og er fyrir vikið aðeins í fimmtánda sæti deildarinnar. „Eftir leikinn um helgina þá er að koma landsleikjahlé og það er spurning hvort þeir nýti það til að gera mögulega einhverjar breytingar,“ sagði Atli Viðar. „Það er rosalega mikið undir um helgina, bæði fyrir liðið og held ég fyrir þjálfarann að ná úrslitum,“ sagði Reynir. Leikur Everton og Manchester United fer fram í hádeginu á laugardaginn. Það má sjá spjall þeirra um Manchester United hér fyrir neðan. Klippa: Meistaradeildarmörkin: Umfjöllun um Man Utd Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Fleiri fréttir Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Sjá meira
Framtíð knattspyrnustjóra Manchester United var til umræðu í Meistaradeildarmörkunum í gærkvöldi en Manchester United tapaði þá óvænt á móti tyrkneska liðinu Basaksehir í Istanbul. Spilamennska Manchester United olli miklum vonbrigðum og varnarleikur liðsins í mörkum Tyrkjana var hörmulegur. Kjartan Atli Kjartansson var með sérfræðingana Reyni Leósson og Atla Viðar Björnsson með sér í gær og þeir fóru yfir þessi vonbrigðarúrslit hjá lærisveinum hins norska Ole Gunnar Solskjær. „Eins og staðan var góð eftir fyrstu tvo leikina, þessa frábæru sigra í París og heima á móti Lepzig, þá finnst manni pínulítið sorglegt að þeir hafi ekki sótt úrslit í kvöld,“ sagði Atli Viðar Björnsson. Manchester United vann 2-1 útisigur á Paris Saint Germain og 5-0 heimasigur á RB Leipzig í fyrstu tveimur Meistaradeildarleikjum tímabilsins. „Ég held að þessi úrslit, þótt staða liðsins sé ágæt í Meistaradeildinni, setji það mikla pressu á leikinn um helgina í ensku úrvalsdeildinni á móti Everton, að ef þeir tapa þeim leik þá held að það gæti verið tekið í gikkinn þarna og eitthvað gert. Þá væru þeir komnir í hræðilega stöðu í deildinni og ekki metta fulla hús í Meistaradeildinni,“ sagði Reynir Leósson. Manchester United hefur aðeins náð í sjö stig í fyrstu sex leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni og er fyrir vikið aðeins í fimmtánda sæti deildarinnar. „Eftir leikinn um helgina þá er að koma landsleikjahlé og það er spurning hvort þeir nýti það til að gera mögulega einhverjar breytingar,“ sagði Atli Viðar. „Það er rosalega mikið undir um helgina, bæði fyrir liðið og held ég fyrir þjálfarann að ná úrslitum,“ sagði Reynir. Leikur Everton og Manchester United fer fram í hádeginu á laugardaginn. Það má sjá spjall þeirra um Manchester United hér fyrir neðan. Klippa: Meistaradeildarmörkin: Umfjöllun um Man Utd
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Fleiri fréttir Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Sjá meira