Rífur upp drumba og grjót í fjörunni og hefur aldrei verið eins sterkur Sindri Sverrisson skrifar 4. nóvember 2020 15:30 Kári Kristján Kristjánsson með stein á lofti í fjörunni. stöð 2 sport Kári Kristján Kristjánsson fer sínar eigin leiðir til að halda sér við nú þegar handboltaæfingar eru bannaðar vegna kórónuveirufaraldursins. Henry Birgir Gunnarsson fann Kára í fjöru, ef svo má segja, í Vestmannaeyjum á dögunum og kynnti sér óhefðbundnar æfingar línumannsins öfluga. Kári segist aldrei hafa verið sterkari en eftir að hann fór að stunda þessar aflraunaæfingar, þar sem hann reynir sig við drumba og þunga steina. Hvernig datt honum það í hug? „Ég ætla nú ekki að taka heiðurinn að þessu. Þegar maður eldist í þessu „bíói“ þá þarf maður alltaf nýja áskorun. Það er ekkert alltaf, þó það sé oft, gaman að gera sama hlutinn ár eftir ár. Georg Ögmundsson, kraftajötunn, var sjúkraþjálfari hjá okkur mjög lengi og hefur verið að þruma inn styrknum hjá okkur. Hann fékk mig til að drulla mér út að finna einhverja þunga hluti. Mér finnst þetta alveg spennandi,“ segir Kári. Þetta gerist ekki mikið harðara Æfingarnar eru ekki bara spennandi heldur skila þær árangri, því Kári kveðst aldrei hafa verið sterkari: „Mér finnst það. Gullið við þessar æfingar er að maður veit ekki hvað hluturinn er þungur, verður að koma honum upp, og með þungan stein í fanginu þá er allt kerfið í gangi. Hvort sem það er læri, rass, bak eða brjóstkassi. Maður er allan tímann að reyna að finna leið til að drulla honum upp.“ Kári svarar í kaldhæðnum tóni þegar hann er spurður hvort þessar æfingar séu ekki bara á dagskránni nú þegar „loksins“ sé komið bann frá hefðbundnum æfingum: „Já, maður var eiginlega ógeðslega spenntur fyrir þessum fréttum. Geggjað að komast aftur út og henda sér í kuldann og steininn,“ sagði Kári léttur, en bætti við: „Þetta verður samt ekki mikið harðara en þetta!“ Innslagið má sjá hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Kári Kristján í fjörunni Olís-deild karla ÍBV Seinni bylgjan Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Í beinni: Svartfjallaland - Ísland | Gætu fellt Svartfellinga Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Sjá meira
Kári Kristján Kristjánsson fer sínar eigin leiðir til að halda sér við nú þegar handboltaæfingar eru bannaðar vegna kórónuveirufaraldursins. Henry Birgir Gunnarsson fann Kára í fjöru, ef svo má segja, í Vestmannaeyjum á dögunum og kynnti sér óhefðbundnar æfingar línumannsins öfluga. Kári segist aldrei hafa verið sterkari en eftir að hann fór að stunda þessar aflraunaæfingar, þar sem hann reynir sig við drumba og þunga steina. Hvernig datt honum það í hug? „Ég ætla nú ekki að taka heiðurinn að þessu. Þegar maður eldist í þessu „bíói“ þá þarf maður alltaf nýja áskorun. Það er ekkert alltaf, þó það sé oft, gaman að gera sama hlutinn ár eftir ár. Georg Ögmundsson, kraftajötunn, var sjúkraþjálfari hjá okkur mjög lengi og hefur verið að þruma inn styrknum hjá okkur. Hann fékk mig til að drulla mér út að finna einhverja þunga hluti. Mér finnst þetta alveg spennandi,“ segir Kári. Þetta gerist ekki mikið harðara Æfingarnar eru ekki bara spennandi heldur skila þær árangri, því Kári kveðst aldrei hafa verið sterkari: „Mér finnst það. Gullið við þessar æfingar er að maður veit ekki hvað hluturinn er þungur, verður að koma honum upp, og með þungan stein í fanginu þá er allt kerfið í gangi. Hvort sem það er læri, rass, bak eða brjóstkassi. Maður er allan tímann að reyna að finna leið til að drulla honum upp.“ Kári svarar í kaldhæðnum tóni þegar hann er spurður hvort þessar æfingar séu ekki bara á dagskránni nú þegar „loksins“ sé komið bann frá hefðbundnum æfingum: „Já, maður var eiginlega ógeðslega spenntur fyrir þessum fréttum. Geggjað að komast aftur út og henda sér í kuldann og steininn,“ sagði Kári léttur, en bætti við: „Þetta verður samt ekki mikið harðara en þetta!“ Innslagið má sjá hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Kári Kristján í fjörunni
Olís-deild karla ÍBV Seinni bylgjan Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Í beinni: Svartfjallaland - Ísland | Gætu fellt Svartfellinga Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Sjá meira