Fá eina eða tvær æfingar saman fyrir Meistaradeildarleikinn Sindri Sverrisson skrifar 28. október 2020 16:00 Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir mun væntanlega æfa með liðsfélögum sínum í landsliðinu næstu daga en Adda Baldursdóttir og aðrar sem eru utan landsliðsins æfa saman, með þeim sóttvarnatakmörkunum sem eru í gildi. vísir/Hulda Margrét Valskonur ná einni eða í mesta lagi tveimur æfingum saman fyrir leik sinn við HJK Helsinki í Meistaradeild Evrópu í fótbolta næstkomandi miðvikudag. Sigurður K. Pálsson, framkvæmdastjóri Vals, sagði við Vísi í dag að leikurinn færi fram eins og áætlað var, hvort sem að áframhald yrði eða ekki á reglum sem banna íþróttir með snertingu á höfuðborgarsvæðinu. Þær reglur gilda til 3. nóvember en heilbrigðisyfirvöld hafa gefið leyfi fyrir leiknum, sem er á vegum UEFA með tilheyrandi kröfu um að allir sem taka þátt í honum fari í kórónuveirupróf. Stór hluti Valsliðsins, eða sjö leikmenn, kemur til landsins í dag eftir að hafa verið með íslenska landsliðinu í Svíþjóð frá því í síðustu viku. Þessar sjö landsliðskonur þurfa að vera í fimm daga sóttkví áður en þær æfa með öðrum leikmönnum í Valsliðinu. Að sögn Sigurðar er hugsanlegt að liðið nái að æfa saman á mánudag en annars yrði æfing næsta þriðjudag eina æfing liðsins saman fyrir leikinn mikilvæga. Of dýrt að borga hótel undir allan hópinn Til stendur að þær íslensku landsliðskonur sem búa hér á landi, og koma til landsins í dag, æfi saman næstu daga í svokallaðri vinnusóttkví. Ljóst er þó að undirbúningur Íslandsmeistaranna fyrir leikinn er ekki beint ákjósanlegur, og þegar þær finnsku mæta á Hlíðarenda verður mánuður liðinn síðan að Valur spilaði síðast leik. Til greina kom fyrir Val að borga hótel og uppihald fyrir alla leikmenn og starfslið í vikutíma, hafa hópinn þannig einangraðan líkt og gert hefur verið með landsliðin, svo að allir leikmenn gætu æft saman. Kostnaðurinn við það hefði þó numið nokkrum milljónum króna og var talinn of hár að sögn Sigurðar. Pepsi Max-deild kvenna Valur Meistaradeild Evrópu Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ekki viss um að Valsliðið geti æft saman fyrir Meistaradeildarleikinn Pétur Pétursson, þjálfari kvennaliðs Vals, er ekki viss um að liðið geti æft saman fyrir leikinn gegn HJK Helsinki í 1. umferð Meistaradeildar kvenna. 22. október 2020 19:32 Valskonur fá finnsku meistarana í heimsókn Valur lenti á móti finnsku meisturunum í HJK Helsinki þegar dregið var í fyrstu umferð Meistaradeildar kvenna í knattspyrnu i dag. 22. október 2020 10:23 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Sjá meira
Valskonur ná einni eða í mesta lagi tveimur æfingum saman fyrir leik sinn við HJK Helsinki í Meistaradeild Evrópu í fótbolta næstkomandi miðvikudag. Sigurður K. Pálsson, framkvæmdastjóri Vals, sagði við Vísi í dag að leikurinn færi fram eins og áætlað var, hvort sem að áframhald yrði eða ekki á reglum sem banna íþróttir með snertingu á höfuðborgarsvæðinu. Þær reglur gilda til 3. nóvember en heilbrigðisyfirvöld hafa gefið leyfi fyrir leiknum, sem er á vegum UEFA með tilheyrandi kröfu um að allir sem taka þátt í honum fari í kórónuveirupróf. Stór hluti Valsliðsins, eða sjö leikmenn, kemur til landsins í dag eftir að hafa verið með íslenska landsliðinu í Svíþjóð frá því í síðustu viku. Þessar sjö landsliðskonur þurfa að vera í fimm daga sóttkví áður en þær æfa með öðrum leikmönnum í Valsliðinu. Að sögn Sigurðar er hugsanlegt að liðið nái að æfa saman á mánudag en annars yrði æfing næsta þriðjudag eina æfing liðsins saman fyrir leikinn mikilvæga. Of dýrt að borga hótel undir allan hópinn Til stendur að þær íslensku landsliðskonur sem búa hér á landi, og koma til landsins í dag, æfi saman næstu daga í svokallaðri vinnusóttkví. Ljóst er þó að undirbúningur Íslandsmeistaranna fyrir leikinn er ekki beint ákjósanlegur, og þegar þær finnsku mæta á Hlíðarenda verður mánuður liðinn síðan að Valur spilaði síðast leik. Til greina kom fyrir Val að borga hótel og uppihald fyrir alla leikmenn og starfslið í vikutíma, hafa hópinn þannig einangraðan líkt og gert hefur verið með landsliðin, svo að allir leikmenn gætu æft saman. Kostnaðurinn við það hefði þó numið nokkrum milljónum króna og var talinn of hár að sögn Sigurðar.
Pepsi Max-deild kvenna Valur Meistaradeild Evrópu Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ekki viss um að Valsliðið geti æft saman fyrir Meistaradeildarleikinn Pétur Pétursson, þjálfari kvennaliðs Vals, er ekki viss um að liðið geti æft saman fyrir leikinn gegn HJK Helsinki í 1. umferð Meistaradeildar kvenna. 22. október 2020 19:32 Valskonur fá finnsku meistarana í heimsókn Valur lenti á móti finnsku meisturunum í HJK Helsinki þegar dregið var í fyrstu umferð Meistaradeildar kvenna í knattspyrnu i dag. 22. október 2020 10:23 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Sjá meira
Ekki viss um að Valsliðið geti æft saman fyrir Meistaradeildarleikinn Pétur Pétursson, þjálfari kvennaliðs Vals, er ekki viss um að liðið geti æft saman fyrir leikinn gegn HJK Helsinki í 1. umferð Meistaradeildar kvenna. 22. október 2020 19:32
Valskonur fá finnsku meistarana í heimsókn Valur lenti á móti finnsku meisturunum í HJK Helsinki þegar dregið var í fyrstu umferð Meistaradeildar kvenna í knattspyrnu i dag. 22. október 2020 10:23