Roma fyrsta liðið til að taka stig af Zlatan og félögum á leiktíðinni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. október 2020 21:50 Úr leik kvöldsins. Marco Luzzani/Getty Images AC Milan og Roma gerðu 3-3 jafntefli er liðin mættust í ítölsku úrvalsdeildinni í kvöld. Þrívegis komst Milan yfir og þrívegis jafnaði Roma metin. Leikurinn fór einkar fjörlega af stað og strax á 2. mínútu leiksins voru heimamenn í Milan komnir yfir þökk sé marki Zlatan Ibrahimović. Rafael Leão átti þá sendingu inn fyrir vörn Roma sem Zlatan teygði sig fimlega í og kom knettinum þar með fram hjá Antonio Mirante í marki Rómverja. Hinn 39 ára gamli Zlatan lætur það lítið á sig fá að hafa greinst með kórónuveiruna eftir að tímabilið hófst. Var þetta hans fimmta mark á leiktíðinni. Zlatan is 39 still scoring goals for fun pic.twitter.com/f9ejCAq6lK— B/R Football (@brfootball) October 26, 2020 Virtist þetta ekki slá gestina út af laginu og jöfnuðu þeir metin á 13. mínútu leiksins. Þar var að verki Edin Džeko með skalla eftir hornspyrnu frá Lorenzo Pellegrini. Ekki er hægt að segja að markvörðurinn Ciprian Tătărușanu hafi gripið gæsina í fjarveru Donnaruma. Tătărușanu – sem lék með Rúmeníu á Laugardalsvelli fyrr í þessum mánuði – kom út til að handsama spyrnu Pellegrini en grip í tómt. Eftirleikurinn auðveldur fyrir Džeko sem skallaði í autt markið og staðan orðin 1-1. Fleiri urðu mörkin ekki í fyrri hálfleik og staðan jöfn er liðin héldu til búningsherbergja, Heimamenn hófu síðari hálfleikinn líkt og þann fyrri. Aftur var það Leão sem lagði upp mark, að þessu sinni fyrir Alexis Saelemaekers og Milan því komið 2-1 yfir. Aftur tókst Roma að jafna metin en jöfnunarmarkið kom úr umdeildri vítaspyrnu á 72. mínútu. Tătărușanu varði þá skot frá Henrikh Mkhitaryan en hélt ekki knettinum. Ismael Bennacer ætlaði að skýla boltanum – sem hann og gerði – en steig Pedro út í leiðinni. Ákvað dómari leiksins því að dæma vítaspyrnu og fór Jordan Veretout á punktinn. Skoraði hann af öryggi og staðan orðin 2-2 þegar rétt rúmar tuttugu mínútur voru til leiksloka. Dómarinn virðist hafa verið með móral yfir að gefa Roma ódýra vítaspyrnu og ákvað því að gefa AC Milan enn ódýrari vítaspyrnu á 78. mínútu. Að sjálfsögðu fór Zlatan á punktinn og kom hann Milan 3-2 yfir. Enn og aftur neituðu gestirnir að gefast upp. Aftur var það hornspyrna frá Pellegrini sem skilaði marki en að þessu sinni var Zlatan skúrkurinn, að vissu leyti. Framherjinn ótrúlegi var á nærsvæðinu en tókst ekki að skalla spyrnu Pellegrini frá. Boltinn rataði fyrir markið þar sem Marash Kumbulla mætti og skoraði af öryggi. Staðan því orðin 3-3 og reyndust það lokatölur í þessum ótrúlega leik. Milan var fyrir leik með fjóra sigra í fjórum leikjum. Liðið er nú með 13 stig að loknum fimm leikjum og trónir á toppi deildarinnar. Roma er í 9. sæti með tvo sigra, tvo jafntefli og eitt tap. Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Sóley Margrét heimsmeistari Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Fleiri fréttir Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Sjá meira
AC Milan og Roma gerðu 3-3 jafntefli er liðin mættust í ítölsku úrvalsdeildinni í kvöld. Þrívegis komst Milan yfir og þrívegis jafnaði Roma metin. Leikurinn fór einkar fjörlega af stað og strax á 2. mínútu leiksins voru heimamenn í Milan komnir yfir þökk sé marki Zlatan Ibrahimović. Rafael Leão átti þá sendingu inn fyrir vörn Roma sem Zlatan teygði sig fimlega í og kom knettinum þar með fram hjá Antonio Mirante í marki Rómverja. Hinn 39 ára gamli Zlatan lætur það lítið á sig fá að hafa greinst með kórónuveiruna eftir að tímabilið hófst. Var þetta hans fimmta mark á leiktíðinni. Zlatan is 39 still scoring goals for fun pic.twitter.com/f9ejCAq6lK— B/R Football (@brfootball) October 26, 2020 Virtist þetta ekki slá gestina út af laginu og jöfnuðu þeir metin á 13. mínútu leiksins. Þar var að verki Edin Džeko með skalla eftir hornspyrnu frá Lorenzo Pellegrini. Ekki er hægt að segja að markvörðurinn Ciprian Tătărușanu hafi gripið gæsina í fjarveru Donnaruma. Tătărușanu – sem lék með Rúmeníu á Laugardalsvelli fyrr í þessum mánuði – kom út til að handsama spyrnu Pellegrini en grip í tómt. Eftirleikurinn auðveldur fyrir Džeko sem skallaði í autt markið og staðan orðin 1-1. Fleiri urðu mörkin ekki í fyrri hálfleik og staðan jöfn er liðin héldu til búningsherbergja, Heimamenn hófu síðari hálfleikinn líkt og þann fyrri. Aftur var það Leão sem lagði upp mark, að þessu sinni fyrir Alexis Saelemaekers og Milan því komið 2-1 yfir. Aftur tókst Roma að jafna metin en jöfnunarmarkið kom úr umdeildri vítaspyrnu á 72. mínútu. Tătărușanu varði þá skot frá Henrikh Mkhitaryan en hélt ekki knettinum. Ismael Bennacer ætlaði að skýla boltanum – sem hann og gerði – en steig Pedro út í leiðinni. Ákvað dómari leiksins því að dæma vítaspyrnu og fór Jordan Veretout á punktinn. Skoraði hann af öryggi og staðan orðin 2-2 þegar rétt rúmar tuttugu mínútur voru til leiksloka. Dómarinn virðist hafa verið með móral yfir að gefa Roma ódýra vítaspyrnu og ákvað því að gefa AC Milan enn ódýrari vítaspyrnu á 78. mínútu. Að sjálfsögðu fór Zlatan á punktinn og kom hann Milan 3-2 yfir. Enn og aftur neituðu gestirnir að gefast upp. Aftur var það hornspyrna frá Pellegrini sem skilaði marki en að þessu sinni var Zlatan skúrkurinn, að vissu leyti. Framherjinn ótrúlegi var á nærsvæðinu en tókst ekki að skalla spyrnu Pellegrini frá. Boltinn rataði fyrir markið þar sem Marash Kumbulla mætti og skoraði af öryggi. Staðan því orðin 3-3 og reyndust það lokatölur í þessum ótrúlega leik. Milan var fyrir leik með fjóra sigra í fjórum leikjum. Liðið er nú með 13 stig að loknum fimm leikjum og trónir á toppi deildarinnar. Roma er í 9. sæti með tvo sigra, tvo jafntefli og eitt tap.
Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Sóley Margrét heimsmeistari Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Fleiri fréttir Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Sjá meira