Klopp hrósar Rashford í hástert: Er stoltur af honum Arnar Geir Halldórsson skrifar 24. október 2020 10:30 Rashford leiddi Man Utd til sigurs í París í vikunni. vísir/Getty Enski landsliðsframherjinn Marcus Rashford, leikmaður Manchester United, hefur látið til sín taka og barist harkalega fyrir börn sem alast upp við fátækt í Englandi. Rashford ólst sjálfur upp við fátækt í Wythenshawe hverfinu í Manchester borg en er í dag ein skærasta stjarna Manchester United með öllum þeim fríðindum sem því fylgja. Þessi 22 ára gamli kappi hefur barist fyrir því að börn sem minna mega sín búi ekki við sult og gagnrýnt bresk stjórnvöld harðlega. Rashford barst hrós úr óvæntri átt þegar Jurgen Klopp, stjóri erkifjendanna í Liverpool, gerði baráttu Rashford að umtalsefni á blaðamannafundi í gær. „Það sem Marcus hefur gert er algjörlega ótrúlegt og mjög fallegt. Þrátt fyrir allan þennan ríg á milli félaganna og þess háttar þá eru allir fótboltamenn og allar manneskjur sameinaðar í svona baráttu,“ segir Klopp. „Það er mjög fallegt að sjá á svona tímum þegar fólkið sem stjórnar þessum málum er augljóslega að bregðast og sýnir enga leiðtogahæfni að strákur sem ólst upp við erfiðar aðstæður, en hefur augljóslega stórkostlega hæfileika, gleymir ekki hvaðan hann kemur.“ „Það er að vissu leyti synd að það hann skuli þurfa að gera það en það er frábært engu að síður. Ég vona að móðir hans sé stolt af honum. Ég þekki hann ekki en er samt stoltur af honum. Hann á allt hrósið skilið en ég er viss um að hann er ekki að sækjast eftir því að fá hrós fyrir þetta framtak,“ segir Klopp. Bretland Enski boltinn Tengdar fréttir Segir börnin fara svöng í háttinn og líða eins og þau skipti ekki máli Marcus Rashford lýsti yfir gríðarlegum vonbrigðum eftir að bresk stjórnvöld ákváðu að hafna tillögu um fríar máltíðir á frídögum fyrir fátæk börn í landinu. 22. október 2020 09:31 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Fleiri fréttir Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Sjá meira
Enski landsliðsframherjinn Marcus Rashford, leikmaður Manchester United, hefur látið til sín taka og barist harkalega fyrir börn sem alast upp við fátækt í Englandi. Rashford ólst sjálfur upp við fátækt í Wythenshawe hverfinu í Manchester borg en er í dag ein skærasta stjarna Manchester United með öllum þeim fríðindum sem því fylgja. Þessi 22 ára gamli kappi hefur barist fyrir því að börn sem minna mega sín búi ekki við sult og gagnrýnt bresk stjórnvöld harðlega. Rashford barst hrós úr óvæntri átt þegar Jurgen Klopp, stjóri erkifjendanna í Liverpool, gerði baráttu Rashford að umtalsefni á blaðamannafundi í gær. „Það sem Marcus hefur gert er algjörlega ótrúlegt og mjög fallegt. Þrátt fyrir allan þennan ríg á milli félaganna og þess háttar þá eru allir fótboltamenn og allar manneskjur sameinaðar í svona baráttu,“ segir Klopp. „Það er mjög fallegt að sjá á svona tímum þegar fólkið sem stjórnar þessum málum er augljóslega að bregðast og sýnir enga leiðtogahæfni að strákur sem ólst upp við erfiðar aðstæður, en hefur augljóslega stórkostlega hæfileika, gleymir ekki hvaðan hann kemur.“ „Það er að vissu leyti synd að það hann skuli þurfa að gera það en það er frábært engu að síður. Ég vona að móðir hans sé stolt af honum. Ég þekki hann ekki en er samt stoltur af honum. Hann á allt hrósið skilið en ég er viss um að hann er ekki að sækjast eftir því að fá hrós fyrir þetta framtak,“ segir Klopp.
Bretland Enski boltinn Tengdar fréttir Segir börnin fara svöng í háttinn og líða eins og þau skipti ekki máli Marcus Rashford lýsti yfir gríðarlegum vonbrigðum eftir að bresk stjórnvöld ákváðu að hafna tillögu um fríar máltíðir á frídögum fyrir fátæk börn í landinu. 22. október 2020 09:31 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Fleiri fréttir Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Sjá meira
Segir börnin fara svöng í háttinn og líða eins og þau skipti ekki máli Marcus Rashford lýsti yfir gríðarlegum vonbrigðum eftir að bresk stjórnvöld ákváðu að hafna tillögu um fríar máltíðir á frídögum fyrir fátæk börn í landinu. 22. október 2020 09:31