Frétti það á sama tíma og blaðamenn að hann væri orðinn fyrirliði Man United Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. október 2020 09:32 Bruno Fernandes var ánægður með að heyra fréttirnar að hann yrði fyrirliði Manchester United í kvöld. Getty/Matthew Peters Bruno Fernandes er efni í alvöru leiðtoga og þykir strax vera farinn að minna á Roy Keane með því hvernig hann heldur liðsfélögum sínum á tánum. Ole Gunnar Solskjær hefur líka tekið eftir þessu og verðlaunar hann í kvöld. Bruno Fernandes verður með fyrirliðaband Manchester United á móti Paris Saint Germain í Meistaradeildinni í kvöld en það er óhætt að segja að knattspyrnustjórinn hafi komið sínum manni skemmtilega á óvart. © The manager says @B_Fernandes8 will wear the captain's armband tomorrow night, with @HarryMaguire93 missing through injury.#MUFC #UCL— Manchester United (@ManUtd) October 19, 2020 Manchester United liðið verður án aðalfyrirliða síns í fyrsta leik sínum í Meistaradeildinni á þessari leiktíð því Harry Maguire er að glíma við meiðsli og ferðast ekki til Parísar. Blaðamenn spurðu því knattspyrnuspyrnustjórann Ole Gunnar Solskjær út í fyrirliðastöðuna á fjölmiðlafundi í gær en hann var þá mættur á fundinn með Bruno Fernandes. Ole Gunnar hafði hins vegar ekkert undirbúið Bruno Fernandes fyrir svar sitt. „Fyrirliðinn situr hér við hliðina á mér,“ sagði Ole Gunnar Solskjær og bætti við: „Bruno verður fyrirliðinn á morgun,“ sagði Ole. Bruno Fernandes var mjög hissa og það leyndi sér ekki að hann vissi ekkert um þessa ákvörðun knattspyrnustjórans síns. Þetta sést líka vel hér fyrir neðan. Bruno Fernandes' reaction to being named captain against PSG is the best thing you'll see today pic.twitter.com/Sgfxrp8gzY— utdreport (@utdreport) October 19, 2020 „Ég bjóst ekki við þessu. Ég komst að þessu á sama tíma og þið,“ sagði Bruno Fernandes. Bruno Fernandes hefur verið óhræddur við að skamma liðsfélaga sína, bæði inn á vellinum sem og á æfingum. Það fréttist líka af reiðikasti sem hann tók í hálfleik í 6-1 tapinu á móti Tottenham sem hann hefur ekki viljað staðfesta. Ole Gunnar tók hann í það minnsta af velli í hálfleiknum og það gekk greinilega ýmislegt á í búningsklefanum. „Ég bara ólst svona upp. Svona verð ég að vera í lífinu og í fótboltanum líka. Þetta er minn karakter,“ sagði Bruno Fernandes aðspurður um það að skamma liðsfélaga sína þegar þeir eru að gera vitleysur. Ole has found his Keane. Probably the only current player who could have handled playing in some of those Ferguson teams. This is why Solskjaer has made Fernandes captain for the PSG game! https://t.co/4ApjJxIzDr— GiveMeSport (@GiveMeSport) October 20, 2020 Bruno Fernandes kom til Manchester United í janúar og er strax kominn með fyrirliðabandið. Hann hefur verið frábær frá fyrsta degi og kannski hefur Manchester United loksins fundið leiðtogann sem félagið hefur lengi leitað af. Á þessu tímabili er Bruno Fernandes með 3 mörk og 2 stoðsendingar í 4 leikjum í ensku úrvalsdeildinni þar af var hann bæði með mark og stoðsendingu í endurkomusigrinum á Newcastle United um helgina. Leikur Paris Saint Germain og Manchester United hefst klukkan 19.00 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4. Leikir Dynamo Kiev og Juventus (Stöð 2 Sport 4, klukkan 16.55) annars vegar og leikur Lazio og Dortmund hins vegar (Stöð 2 Sport, klukkan 19.00) verða einnig sýndir beint á sportstöðvunum. Meistaradeildarmessan verður síðan frá 18.30 á Stöð 2 Sport 2 og strax á eftir henni verður farið yfir alla leiki dagsins í Meistaradeildarmörkunum. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Fleiri fréttir Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Sjá meira
Bruno Fernandes er efni í alvöru leiðtoga og þykir strax vera farinn að minna á Roy Keane með því hvernig hann heldur liðsfélögum sínum á tánum. Ole Gunnar Solskjær hefur líka tekið eftir þessu og verðlaunar hann í kvöld. Bruno Fernandes verður með fyrirliðaband Manchester United á móti Paris Saint Germain í Meistaradeildinni í kvöld en það er óhætt að segja að knattspyrnustjórinn hafi komið sínum manni skemmtilega á óvart. © The manager says @B_Fernandes8 will wear the captain's armband tomorrow night, with @HarryMaguire93 missing through injury.#MUFC #UCL— Manchester United (@ManUtd) October 19, 2020 Manchester United liðið verður án aðalfyrirliða síns í fyrsta leik sínum í Meistaradeildinni á þessari leiktíð því Harry Maguire er að glíma við meiðsli og ferðast ekki til Parísar. Blaðamenn spurðu því knattspyrnuspyrnustjórann Ole Gunnar Solskjær út í fyrirliðastöðuna á fjölmiðlafundi í gær en hann var þá mættur á fundinn með Bruno Fernandes. Ole Gunnar hafði hins vegar ekkert undirbúið Bruno Fernandes fyrir svar sitt. „Fyrirliðinn situr hér við hliðina á mér,“ sagði Ole Gunnar Solskjær og bætti við: „Bruno verður fyrirliðinn á morgun,“ sagði Ole. Bruno Fernandes var mjög hissa og það leyndi sér ekki að hann vissi ekkert um þessa ákvörðun knattspyrnustjórans síns. Þetta sést líka vel hér fyrir neðan. Bruno Fernandes' reaction to being named captain against PSG is the best thing you'll see today pic.twitter.com/Sgfxrp8gzY— utdreport (@utdreport) October 19, 2020 „Ég bjóst ekki við þessu. Ég komst að þessu á sama tíma og þið,“ sagði Bruno Fernandes. Bruno Fernandes hefur verið óhræddur við að skamma liðsfélaga sína, bæði inn á vellinum sem og á æfingum. Það fréttist líka af reiðikasti sem hann tók í hálfleik í 6-1 tapinu á móti Tottenham sem hann hefur ekki viljað staðfesta. Ole Gunnar tók hann í það minnsta af velli í hálfleiknum og það gekk greinilega ýmislegt á í búningsklefanum. „Ég bara ólst svona upp. Svona verð ég að vera í lífinu og í fótboltanum líka. Þetta er minn karakter,“ sagði Bruno Fernandes aðspurður um það að skamma liðsfélaga sína þegar þeir eru að gera vitleysur. Ole has found his Keane. Probably the only current player who could have handled playing in some of those Ferguson teams. This is why Solskjaer has made Fernandes captain for the PSG game! https://t.co/4ApjJxIzDr— GiveMeSport (@GiveMeSport) October 20, 2020 Bruno Fernandes kom til Manchester United í janúar og er strax kominn með fyrirliðabandið. Hann hefur verið frábær frá fyrsta degi og kannski hefur Manchester United loksins fundið leiðtogann sem félagið hefur lengi leitað af. Á þessu tímabili er Bruno Fernandes með 3 mörk og 2 stoðsendingar í 4 leikjum í ensku úrvalsdeildinni þar af var hann bæði með mark og stoðsendingu í endurkomusigrinum á Newcastle United um helgina. Leikur Paris Saint Germain og Manchester United hefst klukkan 19.00 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4. Leikir Dynamo Kiev og Juventus (Stöð 2 Sport 4, klukkan 16.55) annars vegar og leikur Lazio og Dortmund hins vegar (Stöð 2 Sport, klukkan 19.00) verða einnig sýndir beint á sportstöðvunum. Meistaradeildarmessan verður síðan frá 18.30 á Stöð 2 Sport 2 og strax á eftir henni verður farið yfir alla leiki dagsins í Meistaradeildarmörkunum.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Fleiri fréttir Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Sjá meira