Fótboltastelpur fái meiri athygli því þær séu hvítar, litlar og sætar Sindri Sverrisson skrifar 19. október 2020 08:00 Megan Rapinoe og Sue Bird í fagnaðarlátunume ftir að Bird og stöllur hennar í Seattle Storm urðu WNBA-meistarar. Getty/Julio Aguilar Sue Bird segir körfubolta kvenna ekki njóta sömu fjölmiðlaathygli og vinsælda í Bandaríkjunum eins og fótboltann vegna þess hvaða samfélagshópar spili íþróttirnar. Bird hefur fjórum sinnum orðið ólympíumeistari með bandaríska landsliðinu og fjórum sinnum heimsmeistari. Hún vann svo WNBA-meistaratitilinn í fjórða sinn á dögunum með Seattle Storm. Bird er kærasta Megan Rapinoe sem verið hefur í stóru hlutverki innan sem utan vallar sem leikmaður bandaríska fótboltalandsliðsins. Rapinoe tók í sama streng og Bird í grein sem hún skrifaði varðandi þann mismun sem verið hefur á milli íþróttagreinanna, hvað athygli og vinsældir í Bandaríkjunum snertir. „Jafnvel þó að við séum báðar íþróttakonur að keppa á hæsta stigi þá eru okkar heimar, fótbolta- og körfuboltaheimurinn, gjörólíkir,“ sagði Bird við CNN. Rapinoe: Land með langa sögu kynþáttaníðs og haturs í garð samkynhneigðra „Og til að tala hreint út þá er það vegna þess hvaða samfélagshópar eru að spila. Knattspyrnukonur eru vanalega sætar, litlar, hvítar stelpur á meðan að við WNBA-leikmenn erum af öllum stærðum og gerðum… mikið af svörtum, samkynhneigðum og hávöxnum konum. Í því felst kannski einhver ógnunarþáttur og fólk er fljótt að dæma og hætta við þetta,“ sagði Bird. Megan Rapinoe og fótboltalandsliðið nutu sviðsljóssins í fyrra og Rapinoe spyr hvers vegna körfuboltalandsliðið fái ekki sömu athygli.Getty/Ira L. Black Í pistli sínum talaði Rapinoe einnig að vanda tæpitungulaust. „Þetta land er með langa sögu kynþáttaníðs og fordóma í garð samkynhneigðra. Og ef að maður skoðar hverjar spila í WNBA þá eru þær flestar svartar og margar þeirra eru samkynhneigðar,“ segir Rapinoe. Rapinoe vonar að hlutirnir breytist og að Bird og aðrar körfuboltakonur njóti sams konar stuðnings og athygli og fótboltalandsliðið fékk í kringum HM í fyrra, þar sem Bandaríkin unnu heimsmeistaratitilinn eins og körfuboltalandsliðið er svo vant að gera: „Hvar er þessi sama orka fyrir bestu körfuboltakonur jarðarinnar? Hvar er þessi orka fyrir íþrótt sem í stað þess að vera full af sætum, hvítum og gagnkynhneigðum er með hávaxna, svarta og samkynhneigða??“ Fótbolti Körfubolti Mest lesið „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Enski boltinn Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Fleiri fréttir Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Sjá meira
Sue Bird segir körfubolta kvenna ekki njóta sömu fjölmiðlaathygli og vinsælda í Bandaríkjunum eins og fótboltann vegna þess hvaða samfélagshópar spili íþróttirnar. Bird hefur fjórum sinnum orðið ólympíumeistari með bandaríska landsliðinu og fjórum sinnum heimsmeistari. Hún vann svo WNBA-meistaratitilinn í fjórða sinn á dögunum með Seattle Storm. Bird er kærasta Megan Rapinoe sem verið hefur í stóru hlutverki innan sem utan vallar sem leikmaður bandaríska fótboltalandsliðsins. Rapinoe tók í sama streng og Bird í grein sem hún skrifaði varðandi þann mismun sem verið hefur á milli íþróttagreinanna, hvað athygli og vinsældir í Bandaríkjunum snertir. „Jafnvel þó að við séum báðar íþróttakonur að keppa á hæsta stigi þá eru okkar heimar, fótbolta- og körfuboltaheimurinn, gjörólíkir,“ sagði Bird við CNN. Rapinoe: Land með langa sögu kynþáttaníðs og haturs í garð samkynhneigðra „Og til að tala hreint út þá er það vegna þess hvaða samfélagshópar eru að spila. Knattspyrnukonur eru vanalega sætar, litlar, hvítar stelpur á meðan að við WNBA-leikmenn erum af öllum stærðum og gerðum… mikið af svörtum, samkynhneigðum og hávöxnum konum. Í því felst kannski einhver ógnunarþáttur og fólk er fljótt að dæma og hætta við þetta,“ sagði Bird. Megan Rapinoe og fótboltalandsliðið nutu sviðsljóssins í fyrra og Rapinoe spyr hvers vegna körfuboltalandsliðið fái ekki sömu athygli.Getty/Ira L. Black Í pistli sínum talaði Rapinoe einnig að vanda tæpitungulaust. „Þetta land er með langa sögu kynþáttaníðs og fordóma í garð samkynhneigðra. Og ef að maður skoðar hverjar spila í WNBA þá eru þær flestar svartar og margar þeirra eru samkynhneigðar,“ segir Rapinoe. Rapinoe vonar að hlutirnir breytist og að Bird og aðrar körfuboltakonur njóti sams konar stuðnings og athygli og fótboltalandsliðið fékk í kringum HM í fyrra, þar sem Bandaríkin unnu heimsmeistaratitilinn eins og körfuboltalandsliðið er svo vant að gera: „Hvar er þessi sama orka fyrir bestu körfuboltakonur jarðarinnar? Hvar er þessi orka fyrir íþrótt sem í stað þess að vera full af sætum, hvítum og gagnkynhneigðum er með hávaxna, svarta og samkynhneigða??“
Fótbolti Körfubolti Mest lesið „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Enski boltinn Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Fleiri fréttir Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Sjá meira