„Ekki sanngjarnara að klára mótið en að blása það af“ Sindri Sverrisson skrifar 15. október 2020 15:31 Sigurður Heiðar Höskuldsson hefur stýrt Leikni með góðum árangri og skrifaði í sumar undir samning um að þjálfa liðið áfram næstu þrjú ár. Leiknir/Haukur Gunnarsson „Þetta er farið að verða eitthvað annað en mótið sem við byrjuðum á,“ segir Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Leiknis Reykjavík. Hann dregur í efa að sanngjarnara sé að klára Íslandsmótið í fótbolta en að blása það af núna. Sigurður segir Leiknismenn ekki mótfallna því að klára mótið en bendir á að liðin í Lengjudeildinni hafi ekki setið við sama borð síðustu daga. Lið utan höfuðborgarsvæðisins mega æfa en það mega Leiknismenn ekki vegna tilmæla sóttvarnayfirvalda. Miðað við orð sóttvarnalæknis á upplýsingafundi í dag er ekki útlit fyrir að það breytist á næstunni. Stjórn KSÍ samþykkti reglugerð í sumar þar sem segir að Íslandsmótinu skuli lokið í síðasta lagi 1. desember, og að nóg sé að 2/3 hluta leikja sé lokið til að mótið telji. Tvær umferðir eru eftir af Lengjudeildinni og KSÍ hefur ekki gefið annað út en að enn sé stefnt á að klára mótið. Eins og staðan er núna í Lengjudeildinni færu Keflavík og Leiknir upp í Pepsi Max-deildina ef ekki yrði meira spilað, en Fram sæti eftir með sárt ennið vegna lakari markatölu en Leiknir. Menn í sóttkví, sum lið mega æfa og spilað á öðrum völlum „Það verður að hafa í huga að við erum náttúrulega í þeirri stöðu að það myndi henta okkur að mótið væri blásið af. Að sama skapi finnst okkur við búnir að vinna inn fyrir því að fara upp, það er það mikið búið af mótinu. Við verðum alla vega að fara að fá svör um hvenær við megum byrja að æfa og hvenær verður spilað,“ segir Sigurður, og bætir við: Leiknismenn hafa átt góðu gengi að fagna í sumar og gætu spilað í Pepsi Max deildinni á næsta ári.stöð 2 sport „Ef ég væri í sömu stöðu og Fram væri ég eflaust brjálaður og vildi að mótið yrði klárað sama hvað. En mér finnst sanngirnin í mótinu vera að hverfa ef það verður haldið áfram. Að minnsta kosti virðist ekki sanngjarnara að klára mótið en að blása það af. Manni líður eins og að þetta sé að verða keppni í því hvaða lið er með fæsta í sóttkví og slíkt. Sum lið hafa getað verið að æfa á fullu en önnur ekki neitt, lið úti á landi þurfa að spila á öðrum völlum en þau eru vön vegna veðurs, og svo framvegis.“ Eiga eftir leiki við lið sem mega æfa að vild Leiknir á eftir tvo leiki, við Grindavík og Þór sem bæði hafa getað æft af fullum krafti undanfarið. Sóttvarnaaðgerðir á höfuðborgarsvæðinu voru hins vegar hertar 7. október. „Þetta er orðið langt tímabil, menn eru orðnir þreyttir, á fullu í skóla og slíkt, og svo koma tveir mikilvægustu leikirnir á ferlinum þeirra svo þeir þora varla að fara út úr húsi því þeir eru svo hræddir um að missa af leikjunum. Ef við hefðum spilað á móti Grindavík um daginn hefði ég verið með þrjá lykilmenn í sóttkví. Þetta er mjög óþægileg staða,“ segir Sigurður. Lengjudeildin Leiknir Reykjavík Íslenski boltinn Tengdar fréttir „Ekki mikið rúm fyrir miklar tilslakanir“ Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir ekki mikið svigrúm til tilslakana frá þeim sóttvarnaaðgerðum sem nú eru í gildi og renna út næstkomandi mánudag. Ástæðan sé sú að faraldurinn sé ekki í rénun. 15. október 2020 11:32 KSÍ frestar öllum leikjum til og með 19. október Engir leikir verða á vegum Knattspyrnusambands Íslands fyrr en í fyrsta lagi 20. október. 9. október 2020 13:15 Lokastaðan ef ekki verður meira spilað: Blikar sleppa inn í Evrópukeppni Valur verður Íslandsmeistari karla og Breiðablik Íslandsmeistari kvenna í fótbolta ef að ekki verða spilaðir fleiri leikir í Pepsi Max-deildunum á leiktíðinni. 6. október 2020 13:50 Mest lesið Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Handbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Sjá meira
„Þetta er farið að verða eitthvað annað en mótið sem við byrjuðum á,“ segir Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Leiknis Reykjavík. Hann dregur í efa að sanngjarnara sé að klára Íslandsmótið í fótbolta en að blása það af núna. Sigurður segir Leiknismenn ekki mótfallna því að klára mótið en bendir á að liðin í Lengjudeildinni hafi ekki setið við sama borð síðustu daga. Lið utan höfuðborgarsvæðisins mega æfa en það mega Leiknismenn ekki vegna tilmæla sóttvarnayfirvalda. Miðað við orð sóttvarnalæknis á upplýsingafundi í dag er ekki útlit fyrir að það breytist á næstunni. Stjórn KSÍ samþykkti reglugerð í sumar þar sem segir að Íslandsmótinu skuli lokið í síðasta lagi 1. desember, og að nóg sé að 2/3 hluta leikja sé lokið til að mótið telji. Tvær umferðir eru eftir af Lengjudeildinni og KSÍ hefur ekki gefið annað út en að enn sé stefnt á að klára mótið. Eins og staðan er núna í Lengjudeildinni færu Keflavík og Leiknir upp í Pepsi Max-deildina ef ekki yrði meira spilað, en Fram sæti eftir með sárt ennið vegna lakari markatölu en Leiknir. Menn í sóttkví, sum lið mega æfa og spilað á öðrum völlum „Það verður að hafa í huga að við erum náttúrulega í þeirri stöðu að það myndi henta okkur að mótið væri blásið af. Að sama skapi finnst okkur við búnir að vinna inn fyrir því að fara upp, það er það mikið búið af mótinu. Við verðum alla vega að fara að fá svör um hvenær við megum byrja að æfa og hvenær verður spilað,“ segir Sigurður, og bætir við: Leiknismenn hafa átt góðu gengi að fagna í sumar og gætu spilað í Pepsi Max deildinni á næsta ári.stöð 2 sport „Ef ég væri í sömu stöðu og Fram væri ég eflaust brjálaður og vildi að mótið yrði klárað sama hvað. En mér finnst sanngirnin í mótinu vera að hverfa ef það verður haldið áfram. Að minnsta kosti virðist ekki sanngjarnara að klára mótið en að blása það af. Manni líður eins og að þetta sé að verða keppni í því hvaða lið er með fæsta í sóttkví og slíkt. Sum lið hafa getað verið að æfa á fullu en önnur ekki neitt, lið úti á landi þurfa að spila á öðrum völlum en þau eru vön vegna veðurs, og svo framvegis.“ Eiga eftir leiki við lið sem mega æfa að vild Leiknir á eftir tvo leiki, við Grindavík og Þór sem bæði hafa getað æft af fullum krafti undanfarið. Sóttvarnaaðgerðir á höfuðborgarsvæðinu voru hins vegar hertar 7. október. „Þetta er orðið langt tímabil, menn eru orðnir þreyttir, á fullu í skóla og slíkt, og svo koma tveir mikilvægustu leikirnir á ferlinum þeirra svo þeir þora varla að fara út úr húsi því þeir eru svo hræddir um að missa af leikjunum. Ef við hefðum spilað á móti Grindavík um daginn hefði ég verið með þrjá lykilmenn í sóttkví. Þetta er mjög óþægileg staða,“ segir Sigurður.
Lengjudeildin Leiknir Reykjavík Íslenski boltinn Tengdar fréttir „Ekki mikið rúm fyrir miklar tilslakanir“ Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir ekki mikið svigrúm til tilslakana frá þeim sóttvarnaaðgerðum sem nú eru í gildi og renna út næstkomandi mánudag. Ástæðan sé sú að faraldurinn sé ekki í rénun. 15. október 2020 11:32 KSÍ frestar öllum leikjum til og með 19. október Engir leikir verða á vegum Knattspyrnusambands Íslands fyrr en í fyrsta lagi 20. október. 9. október 2020 13:15 Lokastaðan ef ekki verður meira spilað: Blikar sleppa inn í Evrópukeppni Valur verður Íslandsmeistari karla og Breiðablik Íslandsmeistari kvenna í fótbolta ef að ekki verða spilaðir fleiri leikir í Pepsi Max-deildunum á leiktíðinni. 6. október 2020 13:50 Mest lesið Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Handbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Sjá meira
„Ekki mikið rúm fyrir miklar tilslakanir“ Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir ekki mikið svigrúm til tilslakana frá þeim sóttvarnaaðgerðum sem nú eru í gildi og renna út næstkomandi mánudag. Ástæðan sé sú að faraldurinn sé ekki í rénun. 15. október 2020 11:32
KSÍ frestar öllum leikjum til og með 19. október Engir leikir verða á vegum Knattspyrnusambands Íslands fyrr en í fyrsta lagi 20. október. 9. október 2020 13:15
Lokastaðan ef ekki verður meira spilað: Blikar sleppa inn í Evrópukeppni Valur verður Íslandsmeistari karla og Breiðablik Íslandsmeistari kvenna í fótbolta ef að ekki verða spilaðir fleiri leikir í Pepsi Max-deildunum á leiktíðinni. 6. október 2020 13:50