Feginn að hafa unnið en spilamennskan kannski ekki nægilega góð Helgi Hrafn Ólafsson skrifar 2. október 2020 23:01 Arnar var sáttur með sigurinn en telur sitt lið eiga eftir að slípast betur saman. Vísir/Vilhelm Arnar Guðjónsson kom beint í viðtal við sérfræðinga Domino´s Körfuboltakvölds eftir að Stjarnan vann Val í Origo-höllinni að Hlíðarenda í kvöld, 86-91. Hann var léttur í lund en ekkert rosalega hress með allt sem að lið hans sýndi í kvöld. “Rosalega feginn að hafa unnið en spilamennskan kannski ekki nægilega góð,” sagði Arnar en Stjarnan náði vopnum sínum í seinni hálfleik eftir að hafa verið skrefi á eftir Val nær allan þann fyrri. Hann sagði að þetta væri erfiður útivöllur og Valur fékk til sín marga KR-inga á þessu og seinasta tímabili og eru því talsvert öflugari en í fyrri. „Við erum svo gott sem að spila við 6-falda Íslandsmeistara þó þeir séu að spila í nýjum treyjum,“ sagði Arnar um nýtt lið Vals, sem inniheldur Kristófer Acox, Jón Arnór Stefánsson, Pavel Ermolinskij og Finn Atla Magnússon, alla fyrrverandi Íslandsmeistara með KR. Stjarnan spilaði bandarískum leikmanni sínum í fyrsta sinn í leiknum í kvöld og hann var að mati þjálfarans síns mest megnis fyrir, þó Arnar hafi sagt það í hálfgerðu gríni. „RJ er fínn leikmaður en ég bað hann að skipta við Hlyn og hann vissi ekki um hvern ég væri að tala,“ sagði hann til að útskýra hve nýlentur RJ Williams væri. „Já, RJ var ekki klár en aðrir voru klárir þó ég hafi ekkert endilega verið sáttur með frammistöðuna,“ sagði Arnar um leikmanninn sinn og liðið sitt. Lið Valsara er eins og áður sagði nokkuð nýtt og þó Arnar þekki suma innan borðs þar var ekki þar með sagt að leikurinn yrði auðveldur. „Leikmennina könnuðumst við við en leikinn og spil liðsins ekki,“ sagði hann og bætti við: „FInnur faldi æfingaleikina sína vel.“ Arnar hafði einmitt ekki fengið tækifæri til að leikgreina andstæðingana í kvöld að einhverju ráði og sagði að það gilti ekki aðeins um Valsmenn. „Ég er ekki búin að sjá öll liðin,“ sagði hann og taldi öruggt að einhverjir úti í bæ hefðu séð fleiri leiki en hann. Hvað frammistöðu Stjörnunnar varðar vildi Arnar ekki ræða mikið um hvort að liðið yrði aftur deildarmeistarar eða hvort þeir myndu hreppa Íslandsmeistaratitilinn. „Við erum langt frá því að vera kominn á þann stað sem við viljum vera á. Ég ætla ekkert að svara því hvernig hlutirnir verða í apríl eða maí núna,“ sagði hann og skaut í lokin aðeins á Fannar Ólafsson, einn sérfræðing Körfuboltakvölds, um frasann sem Fannar lætur oft úr sér að lið verða ekki Íslandsmeistarar í umræddum mánuði. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Dominos-deild karla Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Stjarnan 86-91 | Stjarnan lagði nýtt lið Vals í fyrsta leik Stjörnum prýtt lið Vals tók á móti deildar- og bikarmeisturum Stjörnunnar á Hlíðarenda í kvöld. Fór það svo að Garðbæingar unnu leikinn með fimm stiga mun, lokatölur 91-86 í hörkuleik. 2. október 2020 21:55 Mest lesið Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Handbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Sjá meira
Arnar Guðjónsson kom beint í viðtal við sérfræðinga Domino´s Körfuboltakvölds eftir að Stjarnan vann Val í Origo-höllinni að Hlíðarenda í kvöld, 86-91. Hann var léttur í lund en ekkert rosalega hress með allt sem að lið hans sýndi í kvöld. “Rosalega feginn að hafa unnið en spilamennskan kannski ekki nægilega góð,” sagði Arnar en Stjarnan náði vopnum sínum í seinni hálfleik eftir að hafa verið skrefi á eftir Val nær allan þann fyrri. Hann sagði að þetta væri erfiður útivöllur og Valur fékk til sín marga KR-inga á þessu og seinasta tímabili og eru því talsvert öflugari en í fyrri. „Við erum svo gott sem að spila við 6-falda Íslandsmeistara þó þeir séu að spila í nýjum treyjum,“ sagði Arnar um nýtt lið Vals, sem inniheldur Kristófer Acox, Jón Arnór Stefánsson, Pavel Ermolinskij og Finn Atla Magnússon, alla fyrrverandi Íslandsmeistara með KR. Stjarnan spilaði bandarískum leikmanni sínum í fyrsta sinn í leiknum í kvöld og hann var að mati þjálfarans síns mest megnis fyrir, þó Arnar hafi sagt það í hálfgerðu gríni. „RJ er fínn leikmaður en ég bað hann að skipta við Hlyn og hann vissi ekki um hvern ég væri að tala,“ sagði hann til að útskýra hve nýlentur RJ Williams væri. „Já, RJ var ekki klár en aðrir voru klárir þó ég hafi ekkert endilega verið sáttur með frammistöðuna,“ sagði Arnar um leikmanninn sinn og liðið sitt. Lið Valsara er eins og áður sagði nokkuð nýtt og þó Arnar þekki suma innan borðs þar var ekki þar með sagt að leikurinn yrði auðveldur. „Leikmennina könnuðumst við við en leikinn og spil liðsins ekki,“ sagði hann og bætti við: „FInnur faldi æfingaleikina sína vel.“ Arnar hafði einmitt ekki fengið tækifæri til að leikgreina andstæðingana í kvöld að einhverju ráði og sagði að það gilti ekki aðeins um Valsmenn. „Ég er ekki búin að sjá öll liðin,“ sagði hann og taldi öruggt að einhverjir úti í bæ hefðu séð fleiri leiki en hann. Hvað frammistöðu Stjörnunnar varðar vildi Arnar ekki ræða mikið um hvort að liðið yrði aftur deildarmeistarar eða hvort þeir myndu hreppa Íslandsmeistaratitilinn. „Við erum langt frá því að vera kominn á þann stað sem við viljum vera á. Ég ætla ekkert að svara því hvernig hlutirnir verða í apríl eða maí núna,“ sagði hann og skaut í lokin aðeins á Fannar Ólafsson, einn sérfræðing Körfuboltakvölds, um frasann sem Fannar lætur oft úr sér að lið verða ekki Íslandsmeistarar í umræddum mánuði.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Dominos-deild karla Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Stjarnan 86-91 | Stjarnan lagði nýtt lið Vals í fyrsta leik Stjörnum prýtt lið Vals tók á móti deildar- og bikarmeisturum Stjörnunnar á Hlíðarenda í kvöld. Fór það svo að Garðbæingar unnu leikinn með fimm stiga mun, lokatölur 91-86 í hörkuleik. 2. október 2020 21:55 Mest lesið Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Handbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Sjá meira
Leik lokið: Valur - Stjarnan 86-91 | Stjarnan lagði nýtt lið Vals í fyrsta leik Stjörnum prýtt lið Vals tók á móti deildar- og bikarmeisturum Stjörnunnar á Hlíðarenda í kvöld. Fór það svo að Garðbæingar unnu leikinn með fimm stiga mun, lokatölur 91-86 í hörkuleik. 2. október 2020 21:55