Ragnar Örn: Held ég sé að verða of gamall Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. október 2020 21:50 Ragnar Örn Bragason var sáttur með leik kvöldsins. Eyþór „Í fyrsta lagi er alltaf gaman að vinna og hrikalega mikilvægt að byrja vel. Við erum mjög ánægðir með það. Okkur er ekkert spáð frábæru gengi en við höfum heldur betur trú á okkur,“ sagði Ragnar Örn Bragason eftir góðan sigur Þórs í Þorlákshöfn á Haukum í 1.umferð Dominos-deildar karla í körfuknattleik. Í spá sem Íþróttadeild Vísis og Stöð 2 Sport birti fyrir tímabilið var Þórsurum spáð í 10.sæti í Dominos-deildinni sem þýðir áframhaldandi veru í deildinni en enga úrslitakeppni. Eru Þórsarar eitthvað að spá í þessum spám? „Nei, alls ekki. Ég heyri þetta bara frá vinnufélögunum sem eru að ræða þetta. Vonandi get ég hlegið að þeim í lok tímabilsins.“ Kári Jónsson, hinn frábæri leikmaður Hauka, olli Þórsurum miklum vandræðum í fyrri hálfleiknum. Hann skoraði þá 21 stig en heimamenn náðu að loka betur á hann í þeim síðari þar sem hann bætti aðeins við sex stigum. „Við ætluðum að reyna að stoppa vinstri höndina á honum, hann er fáránlega góður þegar hann nær að komast þangað og mér fannst hann fá að gera það of oft í fyrri hálfleiknum.“ „Mér fannst við laga það í seinni hálfleik, láta hann setja boltann á hægri og það skilaði því að hann skoraði mun færri stig í seinni hálfleiknum.“ Ragnar Örn skoraði tvö síðustu stig leiksins með glæsilegri troðslu í þann mund sem tíminn var að renna út. Það hlýtur að vera gaman að geta sett punktinn yfir i-ið á þann hátt í fyrstu umferðinni? „Jú, heldur betur. Fyrir utan að ég fékk smá tak í kálfann þannig að ég held að ég sé að verða of gamall. Það var samt mjög ljúft að enda leikinn svona,“ sagði Ragnar Örn kampakátur að lokum. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Dominos-deild karla Þór Þorlákshöfn Tengdar fréttir Leik lokið: Þór Þorl. - Haukar 105-97 | Þórsarar byrja á góðum sigri Þór Þorlákshöfn hóf Domino´s deild karla í körfubolta á sigri er þeir fengu Hauka í heimsókn í kvöld. 1. október 2020 21:05 Mest lesið Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Handbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Sjá meira
„Í fyrsta lagi er alltaf gaman að vinna og hrikalega mikilvægt að byrja vel. Við erum mjög ánægðir með það. Okkur er ekkert spáð frábæru gengi en við höfum heldur betur trú á okkur,“ sagði Ragnar Örn Bragason eftir góðan sigur Þórs í Þorlákshöfn á Haukum í 1.umferð Dominos-deildar karla í körfuknattleik. Í spá sem Íþróttadeild Vísis og Stöð 2 Sport birti fyrir tímabilið var Þórsurum spáð í 10.sæti í Dominos-deildinni sem þýðir áframhaldandi veru í deildinni en enga úrslitakeppni. Eru Þórsarar eitthvað að spá í þessum spám? „Nei, alls ekki. Ég heyri þetta bara frá vinnufélögunum sem eru að ræða þetta. Vonandi get ég hlegið að þeim í lok tímabilsins.“ Kári Jónsson, hinn frábæri leikmaður Hauka, olli Þórsurum miklum vandræðum í fyrri hálfleiknum. Hann skoraði þá 21 stig en heimamenn náðu að loka betur á hann í þeim síðari þar sem hann bætti aðeins við sex stigum. „Við ætluðum að reyna að stoppa vinstri höndina á honum, hann er fáránlega góður þegar hann nær að komast þangað og mér fannst hann fá að gera það of oft í fyrri hálfleiknum.“ „Mér fannst við laga það í seinni hálfleik, láta hann setja boltann á hægri og það skilaði því að hann skoraði mun færri stig í seinni hálfleiknum.“ Ragnar Örn skoraði tvö síðustu stig leiksins með glæsilegri troðslu í þann mund sem tíminn var að renna út. Það hlýtur að vera gaman að geta sett punktinn yfir i-ið á þann hátt í fyrstu umferðinni? „Jú, heldur betur. Fyrir utan að ég fékk smá tak í kálfann þannig að ég held að ég sé að verða of gamall. Það var samt mjög ljúft að enda leikinn svona,“ sagði Ragnar Örn kampakátur að lokum.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Dominos-deild karla Þór Þorlákshöfn Tengdar fréttir Leik lokið: Þór Þorl. - Haukar 105-97 | Þórsarar byrja á góðum sigri Þór Þorlákshöfn hóf Domino´s deild karla í körfubolta á sigri er þeir fengu Hauka í heimsókn í kvöld. 1. október 2020 21:05 Mest lesið Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Handbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Sjá meira
Leik lokið: Þór Þorl. - Haukar 105-97 | Þórsarar byrja á góðum sigri Þór Þorlákshöfn hóf Domino´s deild karla í körfubolta á sigri er þeir fengu Hauka í heimsókn í kvöld. 1. október 2020 21:05