KV og Reynir Sandgerði upp í 2. deild Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. september 2020 22:00 Leikmenn KV stilltu sér upp fyrir mynd eftir að sætið í 2. deild var tryggt. Vísir/KV Knattspyrnufélag Vesturbæjar og Reynir Sandgerði eru komin upp úr 2. deild karla í knattspyrnu þó enn séu þrjár umferðir eftir af mótinu. Bæði lið unnu leiki sína í kvöld. Tap KFG gegn Hetti/Huginn á Egilsstöðum þýddi að ef KV og Reynir myndu vinna sína leiki væri sæti þeirra í 2. deild að ári tryggt þó bæði lið ættu eftir að leika þrjá leiki. Reynslumiklir leikmenn eru í báðum þessum liðum en í liði KV er til að mynda Grétar Sigfinnur Sigurðarson, margfaldur Íslands- og bikarmeistari með KR á sínum tíma. Kristján Páll Jónsson hefur lengi leikið með Leikni Reykjavík en spilar nú í Vesturbænum. Ingólfur Sigurðsson – fyrrum leikmaður KR, Vals, Þróttar R. og fleiri liða – einnig kominn aftur í Vesturbæinn. Hjá Sandgerði er töluvert af mönnum sem gerðu garðinn frægan með Keflavík á árum áður. Þar má nefna Hörð Sveinsson og Magnús Sverri Þorsteinsson. Halldór Kristinn Halldórsson lék svo með Leikni R. sem og Keflavík fyrir nokkrum árum. Álftanes heimsótti Sandgerði og ætlaði sér að skemma veisluna. Það gekk ekki upp en heimamenn skoruðu þrjú mörk á sex mínútna kafla í upphafi síðari hálfleiks og svo gott sem tryggðu sæti sitt í 2. deild að ári. Benedikt Jónsson, Guðmundur Gísli Gunnarsson og Elton Renato Livramento Barros skoruðu mörk heimamanna en Árni Eyþór Hreiðarsson minnkaði muninn fyrir gestina undir lok leiks. Í Vesturbænum var Tindastóll í heimsókn og sáu gestirnir aldrei til sólar. Lokatölur 5-1 KV í vil sem tók þar með toppsætið af Reyni og tryggði sér einnig þátttökurétt í 2. deild. Er þetta í þriðja sinn sem KV kemst upp í 2. deild en liðið fór alla leið upp í næst efstu deild sumarið 2014. Þá er vert að nefna að Sigurvin Ólafsson, sérfræðingur Pepsi Max Stúkunnar og fimmfaldur Íslandsmeistari með ÍBV, KR og FH, er þjálfari KV á meðan Haraldur Freyr Guðmundsson, fyrrum atvinnumaður í Noregi og á Kýpur, er þjálfari Reynis. KV er á toppi deildarinnar með 43 stig en Reynir er með stigi minna. Álftanes og Vængir Júpíters eru í fallsæti sem stendur. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Steig á tána á Mike Tyson Sport Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Fleiri fréttir Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Sjá meira
Knattspyrnufélag Vesturbæjar og Reynir Sandgerði eru komin upp úr 2. deild karla í knattspyrnu þó enn séu þrjár umferðir eftir af mótinu. Bæði lið unnu leiki sína í kvöld. Tap KFG gegn Hetti/Huginn á Egilsstöðum þýddi að ef KV og Reynir myndu vinna sína leiki væri sæti þeirra í 2. deild að ári tryggt þó bæði lið ættu eftir að leika þrjá leiki. Reynslumiklir leikmenn eru í báðum þessum liðum en í liði KV er til að mynda Grétar Sigfinnur Sigurðarson, margfaldur Íslands- og bikarmeistari með KR á sínum tíma. Kristján Páll Jónsson hefur lengi leikið með Leikni Reykjavík en spilar nú í Vesturbænum. Ingólfur Sigurðsson – fyrrum leikmaður KR, Vals, Þróttar R. og fleiri liða – einnig kominn aftur í Vesturbæinn. Hjá Sandgerði er töluvert af mönnum sem gerðu garðinn frægan með Keflavík á árum áður. Þar má nefna Hörð Sveinsson og Magnús Sverri Þorsteinsson. Halldór Kristinn Halldórsson lék svo með Leikni R. sem og Keflavík fyrir nokkrum árum. Álftanes heimsótti Sandgerði og ætlaði sér að skemma veisluna. Það gekk ekki upp en heimamenn skoruðu þrjú mörk á sex mínútna kafla í upphafi síðari hálfleiks og svo gott sem tryggðu sæti sitt í 2. deild að ári. Benedikt Jónsson, Guðmundur Gísli Gunnarsson og Elton Renato Livramento Barros skoruðu mörk heimamanna en Árni Eyþór Hreiðarsson minnkaði muninn fyrir gestina undir lok leiks. Í Vesturbænum var Tindastóll í heimsókn og sáu gestirnir aldrei til sólar. Lokatölur 5-1 KV í vil sem tók þar með toppsætið af Reyni og tryggði sér einnig þátttökurétt í 2. deild. Er þetta í þriðja sinn sem KV kemst upp í 2. deild en liðið fór alla leið upp í næst efstu deild sumarið 2014. Þá er vert að nefna að Sigurvin Ólafsson, sérfræðingur Pepsi Max Stúkunnar og fimmfaldur Íslandsmeistari með ÍBV, KR og FH, er þjálfari KV á meðan Haraldur Freyr Guðmundsson, fyrrum atvinnumaður í Noregi og á Kýpur, er þjálfari Reynis. KV er á toppi deildarinnar með 43 stig en Reynir er með stigi minna. Álftanes og Vængir Júpíters eru í fallsæti sem stendur.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Steig á tána á Mike Tyson Sport Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Fleiri fréttir Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Sjá meira